Innlent

Spenna við Svarts­engi, hval­veiðar í upp­námi og flug­vélar í beinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar þrátt fyrir að veiðitímabilið ætti að hefjast eftir einungis um hálfan mánuð. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Starfsmenn HS Orku í Svartsengi voru sendir heim í morgun eftir að breytingar urðu á þrýstingi í borholum en slíkt hefur verið undanfari síðustu eldgosa. Við verðum í beinni frá Veðurstofunni og förum yfir stöðuna.

Íslendingur var um borð í flugvél Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð. Við sjáum myndir úr fluginu og kíkjum á utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Holtagörðum.

Þá mætir menningarmálaráðherra í sett og fer yfir tillögur um nýtt gjald á streymisveitur, Kristján Már verður í beinni frá Reykjavíkurflugvelli þar sem flugáhugamönnum geta í kvöld skoðað eldgamlar herflugvélar auk þess sem Magnús Hlynur kíkir á vígsluathöfn presta og djákna.

Í Sportpakkanum verður rætt við Jóhann Berg sem hefur sagt skilið við Burnley og í Íslandi í dag kíkir Kristín Ólafsdóttir í morgunkaffi til Arnars Þórs forsetaframbjóðanda.

Klippa: Kvöldfréttir 21. maí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×