Fangi segir fangelsin „mislélegar kjötgeymslur“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. maí 2024 11:45 Ólafur Ágúst afplánar nú dóm fyrir fíkniefnalagabrot. Hann hefur hlotið fjölda dóma í gegnum tíðina, meðal annars í Stóra fíkniefnamálinu svokallaða árið 2000 og fyrir annað stórfellt fíkniefnasmygl árið 2007. Vísir/Vilhelm Ólafur Ágúst Hraundal fangi segir of lítið gert fyrir fanga og úrræðaleysið mikið. Hann segir metnaðarleysi núverandi forstöðumanns fangelsanna að Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni nær algert. Hann gagnrýnir sinnuleysi starfsmanna og spyr hvernig samfélagið vilji fá fanga aftur út eftir afplánun. Þetta segir Ólafur í aðsendri grein sem birt var á vef Vísis í dag. Ólafur segir sorglegt að sjá á eftir góðum drengjum sem falla fyrir eigin hendi vegna sinnuleysis fangelsismálayfirvalda. Enn sorglegra sé að sjá að starfsmönnum Fangelsismálastofnunar sé skítsama um fanga. Fangi fyrirfór sér á Litla-Hrauni í upphafi mánaðar. „Ég er búinn að þvælast í þessu kerfi síðustu 25 árin, ég get ekki sagt að ég sé stoltur af því, en þetta er staðan. Ég upplifi sífellt sömu mannvonskuna og mannfyrirlitninguna og þegar Kristján Stefánsson var forstöðumaður Litla-Hrauns. Hann átti fullt í fangi með eitt fangelsi og það að Halldór Valur Pálsson skuli vera forstöðumaður yfir þremur er algjörlega galið. Hann hefur engan metnað þegar kemur að föngum. Það er ekkert gert fyrir skjólstæðinga eða aðstandendur, Núll!“ segir Ólafur í grein sinni. Hann segist ekki hafa séð Halldór Val í þá fimm mánuði sem hann hefur setið í afplánun. Hann segir mörgu þurfa að breyta innan veggja fangelsisins, og það sé verk sem margir vinna saman, en að ábyrgðin liggi hjá Halldóri Val sem forstöðumanni. „Í dag er Litla-Hraun stjórnlaus dýragarður. Oft er sagt að þjálfarinn missi klefann, hann er búinn að missa húsið með áhugaleysi. Það skrifast á þann sem stýrir Litla-Hrauni, Halldór Val og kannski bara ofurlítið líka á alla aðra er koma að stjórnun fangelsismála innan stjórnsýslunnar! Ég get lofað einu: ef komið fram við fanga eins og hunda þá haga þeir sér eins og hundar, verða grimmari. En ef komið er fram við þá eins og manneskjur fara þeir kannski að haga sér eins og manneskjur.“ Önnur sýn hjá Margréti Hann segir fyrrverandi forstöðumann, Margréti Frímannsdóttur, hafa haft aðra sýn á fangelsismál en Halldór Val. „Hún kom með mennskuna og gaf mönnum von. Vonin er bara eitt það mikilvægasta sem hægt er að gefa mönnum í þessari stöðu. Þeir fengu tækifæri til að finna sjálfa sig og vinna í sér. Hin og þessi námskeið voru í boði. Að vinna með höndunum og list, að ógleymdum sjálfstyrkingarnámskeiðunum sem haldin voru reglulega, hugrænum atferlismeðferðum og reiðistjórnunarnámskeiðum. Fá úrræði í boði Ólafur fer yfir þau úrræði sem standa föngum til boða í grein sinni og segir þeim hafa farið verulega aftur síðustu ár. Sem dæmi hafi meðferðarfulltrúum á meðferðargangi fækkað, tölvur hafi verið teknar af föngum og lítið úrval starfa eða námstækifæra. „Allt lítur þetta vel út á prenti en reyndin er önnur. Garðvinna og viðhald á Sogni er bara yfir sumartímann sem telur heila þrjá mánuði. Fiskeldi og ýmis störf í nágrenninu í samvinnu við bændur og aðra aðila er ekki lengur í boði og megum við þakka það metnaðarleysi forstöðumanns á Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni. Hjá honum er enginn vilji að hafa fangelsi sem betrun, stað til að hjálpa mönnum að vinna í sjálfum sér eða finna sjálfa sig. Það er enginn hvati til að gera betur. En hvað veit ég? Ég er bara fangi!“ Þá segir hann eftirfylgni þegar út er komið enga og þau meðferðarúrræði sem standi föngum til boða verulega skert. Hann spyr að lokum hvernig fangelsismálakerfið eigi að skila föngum aftur í samfélagið. „Hvernig vill samfélagið fá fanga aftur út í samfélagið, virka eða óvirka? Eins og staðan er í dag þá er enginn vilji hjá stjórnendum fangelsa eða ráðamönnum að fangar fái að finna til mennskunnar. Eins og staðan er í dag eru fangelsin mislélegar kjötgeymslur.“ Óskaði eftir aðstoð Þann 4. maí fyrirfór maður sér á Litla-Hrauni. Maðurinn hafði stuttu áður verið settur aftur í lokað úrræði eftir að hafa hafið lokahluta afplánunar sinnar á áfangaheimilinu Vernd. Maðurinn var sakaður um afbrot eftir að hann kom á Vernd og var þá, samkvæmt reglum, settur aftur í afplánun í lokað fangelsi. Móðir mannsins, Berglind Fríða Viggósdóttir, sagði þetta hafa verið honum afar erfitt. Hann hafi óskað eftir aðstoð vegna mikillar vanlíðanar þann 4. maí en ekki fengið hana vegna þess að það var helgi. Hún skoraði á yfirvöld í aðsendri grein að efla geðheilsuteymi fanga. Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Vill að verklag við varðveislu myndefnis á Hrauninu verði skoðað Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til Fangelsisins á Litla-Hrauni að skoða hvort ástæða sé til að koma á formlegu verklagi um varðveislu efnis úr öryggismyndavélum. 9. apríl 2024 08:26 Stórtækar umbætur í fangelsismálum Framundan eru stórtækar umbætur í fangelsismálum hérlendis með það að markmiði að byggja upp fangelsi og fullnustukerfi sem sæmir nútímaþjóðfélagi, með bætt öryggi og aðstöðu til betrunar að leiðarljósi. 27. september 2023 09:00 Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. 25. september 2023 09:52 „Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25 „Konur eiga ekki að vera á Vernd með karlmönnum“ Konu hefur nú í fyrsta sinn verið heimilað að ljúka afplánun í Batahúsi, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið afplánun dóms. Hingað til hefur þeim aðeins staðið til boða að fara á áfangaheimilið Vernd, sem er eina áfangaheimilið sem hingað til hefur staðið föngum til boða til afplánuna, og farið svo í Batahús að því loknu. 16. nóvember 2023 07:01 „Svo allt í einu vakna ég upp á Hólmsheiði og enginn segir neitt“ Tinna Hilmarsdóttir Konudóttir afplánaði dóm á meðan heimsfaraldri stóð. Fyrst á Hólmsheiði og svo að Sogni. Hún segir eitt stærsta vandamálið sem hún upplifði innan fangelsisins hafa verið skort á upplýsingagjöf. 10. júlí 2023 09:00 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Þetta segir Ólafur í aðsendri grein sem birt var á vef Vísis í dag. Ólafur segir sorglegt að sjá á eftir góðum drengjum sem falla fyrir eigin hendi vegna sinnuleysis fangelsismálayfirvalda. Enn sorglegra sé að sjá að starfsmönnum Fangelsismálastofnunar sé skítsama um fanga. Fangi fyrirfór sér á Litla-Hrauni í upphafi mánaðar. „Ég er búinn að þvælast í þessu kerfi síðustu 25 árin, ég get ekki sagt að ég sé stoltur af því, en þetta er staðan. Ég upplifi sífellt sömu mannvonskuna og mannfyrirlitninguna og þegar Kristján Stefánsson var forstöðumaður Litla-Hrauns. Hann átti fullt í fangi með eitt fangelsi og það að Halldór Valur Pálsson skuli vera forstöðumaður yfir þremur er algjörlega galið. Hann hefur engan metnað þegar kemur að föngum. Það er ekkert gert fyrir skjólstæðinga eða aðstandendur, Núll!“ segir Ólafur í grein sinni. Hann segist ekki hafa séð Halldór Val í þá fimm mánuði sem hann hefur setið í afplánun. Hann segir mörgu þurfa að breyta innan veggja fangelsisins, og það sé verk sem margir vinna saman, en að ábyrgðin liggi hjá Halldóri Val sem forstöðumanni. „Í dag er Litla-Hraun stjórnlaus dýragarður. Oft er sagt að þjálfarinn missi klefann, hann er búinn að missa húsið með áhugaleysi. Það skrifast á þann sem stýrir Litla-Hrauni, Halldór Val og kannski bara ofurlítið líka á alla aðra er koma að stjórnun fangelsismála innan stjórnsýslunnar! Ég get lofað einu: ef komið fram við fanga eins og hunda þá haga þeir sér eins og hundar, verða grimmari. En ef komið er fram við þá eins og manneskjur fara þeir kannski að haga sér eins og manneskjur.“ Önnur sýn hjá Margréti Hann segir fyrrverandi forstöðumann, Margréti Frímannsdóttur, hafa haft aðra sýn á fangelsismál en Halldór Val. „Hún kom með mennskuna og gaf mönnum von. Vonin er bara eitt það mikilvægasta sem hægt er að gefa mönnum í þessari stöðu. Þeir fengu tækifæri til að finna sjálfa sig og vinna í sér. Hin og þessi námskeið voru í boði. Að vinna með höndunum og list, að ógleymdum sjálfstyrkingarnámskeiðunum sem haldin voru reglulega, hugrænum atferlismeðferðum og reiðistjórnunarnámskeiðum. Fá úrræði í boði Ólafur fer yfir þau úrræði sem standa föngum til boða í grein sinni og segir þeim hafa farið verulega aftur síðustu ár. Sem dæmi hafi meðferðarfulltrúum á meðferðargangi fækkað, tölvur hafi verið teknar af föngum og lítið úrval starfa eða námstækifæra. „Allt lítur þetta vel út á prenti en reyndin er önnur. Garðvinna og viðhald á Sogni er bara yfir sumartímann sem telur heila þrjá mánuði. Fiskeldi og ýmis störf í nágrenninu í samvinnu við bændur og aðra aðila er ekki lengur í boði og megum við þakka það metnaðarleysi forstöðumanns á Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni. Hjá honum er enginn vilji að hafa fangelsi sem betrun, stað til að hjálpa mönnum að vinna í sjálfum sér eða finna sjálfa sig. Það er enginn hvati til að gera betur. En hvað veit ég? Ég er bara fangi!“ Þá segir hann eftirfylgni þegar út er komið enga og þau meðferðarúrræði sem standi föngum til boða verulega skert. Hann spyr að lokum hvernig fangelsismálakerfið eigi að skila föngum aftur í samfélagið. „Hvernig vill samfélagið fá fanga aftur út í samfélagið, virka eða óvirka? Eins og staðan er í dag þá er enginn vilji hjá stjórnendum fangelsa eða ráðamönnum að fangar fái að finna til mennskunnar. Eins og staðan er í dag eru fangelsin mislélegar kjötgeymslur.“ Óskaði eftir aðstoð Þann 4. maí fyrirfór maður sér á Litla-Hrauni. Maðurinn hafði stuttu áður verið settur aftur í lokað úrræði eftir að hafa hafið lokahluta afplánunar sinnar á áfangaheimilinu Vernd. Maðurinn var sakaður um afbrot eftir að hann kom á Vernd og var þá, samkvæmt reglum, settur aftur í afplánun í lokað fangelsi. Móðir mannsins, Berglind Fríða Viggósdóttir, sagði þetta hafa verið honum afar erfitt. Hann hafi óskað eftir aðstoð vegna mikillar vanlíðanar þann 4. maí en ekki fengið hana vegna þess að það var helgi. Hún skoraði á yfirvöld í aðsendri grein að efla geðheilsuteymi fanga.
Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Vill að verklag við varðveislu myndefnis á Hrauninu verði skoðað Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til Fangelsisins á Litla-Hrauni að skoða hvort ástæða sé til að koma á formlegu verklagi um varðveislu efnis úr öryggismyndavélum. 9. apríl 2024 08:26 Stórtækar umbætur í fangelsismálum Framundan eru stórtækar umbætur í fangelsismálum hérlendis með það að markmiði að byggja upp fangelsi og fullnustukerfi sem sæmir nútímaþjóðfélagi, með bætt öryggi og aðstöðu til betrunar að leiðarljósi. 27. september 2023 09:00 Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. 25. september 2023 09:52 „Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25 „Konur eiga ekki að vera á Vernd með karlmönnum“ Konu hefur nú í fyrsta sinn verið heimilað að ljúka afplánun í Batahúsi, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið afplánun dóms. Hingað til hefur þeim aðeins staðið til boða að fara á áfangaheimilið Vernd, sem er eina áfangaheimilið sem hingað til hefur staðið föngum til boða til afplánuna, og farið svo í Batahús að því loknu. 16. nóvember 2023 07:01 „Svo allt í einu vakna ég upp á Hólmsheiði og enginn segir neitt“ Tinna Hilmarsdóttir Konudóttir afplánaði dóm á meðan heimsfaraldri stóð. Fyrst á Hólmsheiði og svo að Sogni. Hún segir eitt stærsta vandamálið sem hún upplifði innan fangelsisins hafa verið skort á upplýsingagjöf. 10. júlí 2023 09:00 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Vill að verklag við varðveislu myndefnis á Hrauninu verði skoðað Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til Fangelsisins á Litla-Hrauni að skoða hvort ástæða sé til að koma á formlegu verklagi um varðveislu efnis úr öryggismyndavélum. 9. apríl 2024 08:26
Stórtækar umbætur í fangelsismálum Framundan eru stórtækar umbætur í fangelsismálum hérlendis með það að markmiði að byggja upp fangelsi og fullnustukerfi sem sæmir nútímaþjóðfélagi, með bætt öryggi og aðstöðu til betrunar að leiðarljósi. 27. september 2023 09:00
Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. 25. september 2023 09:52
„Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25
„Konur eiga ekki að vera á Vernd með karlmönnum“ Konu hefur nú í fyrsta sinn verið heimilað að ljúka afplánun í Batahúsi, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið afplánun dóms. Hingað til hefur þeim aðeins staðið til boða að fara á áfangaheimilið Vernd, sem er eina áfangaheimilið sem hingað til hefur staðið föngum til boða til afplánuna, og farið svo í Batahús að því loknu. 16. nóvember 2023 07:01
„Svo allt í einu vakna ég upp á Hólmsheiði og enginn segir neitt“ Tinna Hilmarsdóttir Konudóttir afplánaði dóm á meðan heimsfaraldri stóð. Fyrst á Hólmsheiði og svo að Sogni. Hún segir eitt stærsta vandamálið sem hún upplifði innan fangelsisins hafa verið skort á upplýsingagjöf. 10. júlí 2023 09:00