Hátt verð fæli ferðamanninn frá Íslandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. maí 2024 16:39 Ferðamenn á Suðurlandsbraut velta fyrir sér hvert skuli halda. Vísir/vilhelm Blikur eru á lofti þegar kemur að bókunum ferðamanna á hótelgistingu hér á landi í sumar. Færri bókanir voru í apríl heldur en verið hefur. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir Ísland dýrt og það sé farið að hafa áhrif. Undirbúningur stendur nú sem hæst hjá ferðaþjónustunni fyrir sumarið. Kristófer Oliversson formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir fyrir minna hafa verið bókað undanfarið hjá hótelum og gististöðum en áður. „Það eru kannski örlitlar blikur á lofti hjá hótelum og gististöðum en við teljum að rætist úr því. Það er mikið framboð af flugi og það er að rætast úr maí á suðvesturhorninu og Suðurlandinu. Apríl var óneitanlega heldur dræmari en hefur verið og kannski er sumarið að fara eitthvað rólegra af stað,“ segir Kristófer. Fólkið komi með flugi og þar vanti ekki framboðið. Kristófer er ekki með nákvæmar tölur um bókanir. „Það eru engar risasveiflur. Ísland er orðið mjög dýrt, við getum ekki horft fram hjá því. Við erum í samkeppni við önnur lönd sem hefur ekki hækkað eins mikið hjá. Eins og hótelin, þetta er mjög fjármagnsþung grein. Við finnum vel fyrir ástandinu. Þetta eru gríðarlega dýrar fasteignir og fjármagnsþungar svo vextirnir hafa gríðarleg áhrif á okkar afkomu,“ segir Kristófer. „Það sem skiptir okkur mestu máli er ástandið í viðskiptalöndunum. Er fólk að ferðast? Þegar það fer að taka ákvörðun, hvernig er ástandið hér á Íslandi. Eru há verð eða lág verð? Fyrir fjölda gesta skiptir engu máli fyrir fólk í Mið-Evrópu hvort það fer til Noregs, Finnlands eða Íslands. Það fer á norðurslóðir. Þetta er alltaf okkar barátta að halda okkar sérstöðu og vera eftirsóknarverð.“ Þá segir hann jarðhræringarnar á Reykjanesi hafa haft töluverð áhrif á ferðaþjónustuna. „Lokun Bláa lónsins og opnun sitt á hvað í ljósi þessara jarðhræringa hefur haft veruleg áhrif nú í vetur. Við fundum fyrir því strax 11. nóvember að það stöðvuðust allar bókanir og hægðist á öllu saman. Við vorum að vona að það væri að róast yfir því en við sjáum hvar næsta eldgos kemur upp.“ Ferðamennska á Íslandi Verðlag Hótel á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Undirbúningur stendur nú sem hæst hjá ferðaþjónustunni fyrir sumarið. Kristófer Oliversson formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir fyrir minna hafa verið bókað undanfarið hjá hótelum og gististöðum en áður. „Það eru kannski örlitlar blikur á lofti hjá hótelum og gististöðum en við teljum að rætist úr því. Það er mikið framboð af flugi og það er að rætast úr maí á suðvesturhorninu og Suðurlandinu. Apríl var óneitanlega heldur dræmari en hefur verið og kannski er sumarið að fara eitthvað rólegra af stað,“ segir Kristófer. Fólkið komi með flugi og þar vanti ekki framboðið. Kristófer er ekki með nákvæmar tölur um bókanir. „Það eru engar risasveiflur. Ísland er orðið mjög dýrt, við getum ekki horft fram hjá því. Við erum í samkeppni við önnur lönd sem hefur ekki hækkað eins mikið hjá. Eins og hótelin, þetta er mjög fjármagnsþung grein. Við finnum vel fyrir ástandinu. Þetta eru gríðarlega dýrar fasteignir og fjármagnsþungar svo vextirnir hafa gríðarleg áhrif á okkar afkomu,“ segir Kristófer. „Það sem skiptir okkur mestu máli er ástandið í viðskiptalöndunum. Er fólk að ferðast? Þegar það fer að taka ákvörðun, hvernig er ástandið hér á Íslandi. Eru há verð eða lág verð? Fyrir fjölda gesta skiptir engu máli fyrir fólk í Mið-Evrópu hvort það fer til Noregs, Finnlands eða Íslands. Það fer á norðurslóðir. Þetta er alltaf okkar barátta að halda okkar sérstöðu og vera eftirsóknarverð.“ Þá segir hann jarðhræringarnar á Reykjanesi hafa haft töluverð áhrif á ferðaþjónustuna. „Lokun Bláa lónsins og opnun sitt á hvað í ljósi þessara jarðhræringa hefur haft veruleg áhrif nú í vetur. Við fundum fyrir því strax 11. nóvember að það stöðvuðust allar bókanir og hægðist á öllu saman. Við vorum að vona að það væri að róast yfir því en við sjáum hvar næsta eldgos kemur upp.“
Ferðamennska á Íslandi Verðlag Hótel á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira