LaMelo kærður fyrir að keyra á ungan dreng Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 08:30 LaMelo Ball er sagður keyra glannalega sem og alltof hratt. Eric Espada/Getty Images Móðir ungs drengs í Charlotte í Bandaríkjunum hefur kært körfuboltamanninn LaMelo LaFrance Ball, leikmann Charlotte Hornets í NBA-deildinni, fyrir að keyra yfir fótinn á syni sínum þegar Ball var að keyra frá Spectrum-höllinni, heimavelli liðsins. Frá þessu er greint á hinum ýmsu miðlum, þar á meðal ESPN og The Athletic. Þar kemur fram að atvikið hafi átt sér stað í október á síðasta ári en nú sé búið að leggja fram kæru. Hinn 22 ára gamli LaMelo var að yfirgefa heimavöll Hornets-liðsins eftir að taka þátt í sérstökum stuðningsmannadegi. Hann var að keyra frá leikmannainngangi vallarins þar sem stuðningsfólk beið í von um eiginhandaáritun. A family has filed a lawsuit alleging LaMelo Ball drove over and broke the foot of their 11-year-old son who wanted an autograph after a Hornets fan event in October, per @wsoctv The boy's mom says Ball never signed anything before driving offMore here:… pic.twitter.com/kwij96Z0Mu— Bleacher Report (@BleacherReport) May 21, 2024 Þar á meðal var Tamaria McRae og 11 ára sonur hennar, Angell Joseph. Nálguðust þau bíl LaMelo þar sem hann var stopp á umferðarljósi við innganginn. Þegar ljósið varð grænt er LaMelo sagður hafa „gefið óvænt verulega í“ með þeim afleiðingum að hann keyrði yfir fót hins 11 ára gamla Angell Joseph. Í lögsókninni kemur fram að Angell Joseph hafi orðið fyrir alvarlegum og sársaukafullum meiðslum, á hann að hafa fótbrotnað við áreksturinn. Í lögsókninni segir einnig að Hornets þurfi að gera betur er kemur að öryggi gangandi vegfarenda við leikmannainngang Spectrum-hallarinnar. Fjölskyldan vill fá yfir 25 þúsund Bandaríkjadali (3.475.000 íslenskar krónur) í skaðabætur frá LaMelo og Hornets. Bæði Hornets og umboðsmaður LaMelo vildu ekki tjá sig um málið. Hornets valdi LaMelo með þriðja valrétti í nýliðavalinu 2020. Hann tók þátt í stjörnuleiknum árið 2022 og var með 24 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst að meðaltali á yfirstandandi leiktíð. Körfubolti NBA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Frá þessu er greint á hinum ýmsu miðlum, þar á meðal ESPN og The Athletic. Þar kemur fram að atvikið hafi átt sér stað í október á síðasta ári en nú sé búið að leggja fram kæru. Hinn 22 ára gamli LaMelo var að yfirgefa heimavöll Hornets-liðsins eftir að taka þátt í sérstökum stuðningsmannadegi. Hann var að keyra frá leikmannainngangi vallarins þar sem stuðningsfólk beið í von um eiginhandaáritun. A family has filed a lawsuit alleging LaMelo Ball drove over and broke the foot of their 11-year-old son who wanted an autograph after a Hornets fan event in October, per @wsoctv The boy's mom says Ball never signed anything before driving offMore here:… pic.twitter.com/kwij96Z0Mu— Bleacher Report (@BleacherReport) May 21, 2024 Þar á meðal var Tamaria McRae og 11 ára sonur hennar, Angell Joseph. Nálguðust þau bíl LaMelo þar sem hann var stopp á umferðarljósi við innganginn. Þegar ljósið varð grænt er LaMelo sagður hafa „gefið óvænt verulega í“ með þeim afleiðingum að hann keyrði yfir fót hins 11 ára gamla Angell Joseph. Í lögsókninni kemur fram að Angell Joseph hafi orðið fyrir alvarlegum og sársaukafullum meiðslum, á hann að hafa fótbrotnað við áreksturinn. Í lögsókninni segir einnig að Hornets þurfi að gera betur er kemur að öryggi gangandi vegfarenda við leikmannainngang Spectrum-hallarinnar. Fjölskyldan vill fá yfir 25 þúsund Bandaríkjadali (3.475.000 íslenskar krónur) í skaðabætur frá LaMelo og Hornets. Bæði Hornets og umboðsmaður LaMelo vildu ekki tjá sig um málið. Hornets valdi LaMelo með þriðja valrétti í nýliðavalinu 2020. Hann tók þátt í stjörnuleiknum árið 2022 og var með 24 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst að meðaltali á yfirstandandi leiktíð.
Körfubolti NBA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira