„Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 22. maí 2024 21:56 Vinkonurnar Thelma Dís Ágústsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir eru báðar uppaldar Keflvíkingar og sneru heim í vetur Vísir/Pawel Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var í sjöunda himni yfir því að lyfta Íslandsmeistaratitlinum með uppeldisfélaginu sínu og æskuvinkonum sínum en Keflavík lagði Njarðvík 72-56 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í kvöld. Ef það ætti að kjarna tilfinningar Thelmu í einu orði þá væri það sennilega „geggjað“. „Geggjuð sko! „Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“. Það er svolítið langt síðan við tókum hann seinast hérna í Keflavík, og með þessum stelpum, við ólumst upp saman. Bara geggjað. Ekkert betra.“ Thelma kom heim til Keflavíkur í haust eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjunum. Sara Rún Hinriksdóttir kom svo heim á miðju tímabili úr atvinnumennsku. Kjarninn í liði Keflavíkur er allur meira og minna heimaalinn og Thelma sagði það gefa þessum titli meira gildi. „Þetta er bara geggjað. Allar svo góðar vinkonur. Sama og við höfum verið að gera áður. Við þekkjum allar hver aðra svo ótrúlega vel og þá er bara gaman með hver annarri.“ Eftir ágæta byrjun Njarðvíkinga hófu Keflvíkingar annan leikhluta með miklum látum og virtust ná öllum tökum á leiknum í kjölfarið. „Ég er svona nokkurn veginn sammála því en þær gáfust samt aldrei upp og voru alltaf að berjast. Við þurftum alveg hafa fyrir þessum sigrum þó svo að stigaskorið láti það kannski ekki líta þannig út.“ Keflvíkingar opnuðu svo þriðja leikhluta með tveimur þristum og komu muninn í 15 stig og þá virtist hreinlega allur vindur vera úr gestunum. „Mér fannst þær vera orðnar svolítið þreyttar, sérstaklega í lokin á þriðja leikhluta. Við vissum að ef við myndum keyra á þær þá myndum við ná að klára þetta.“ Breidd hópsins hjá Keflavík virtist einnig hafa töluvert að segja þegar kom að þreytu. „Algjörlega. Þegar það eru bara tveir dagar á milli leikja þá munar um það. Við erum með ótrúlega flottar stelpur á bekknum, eins og Önnu Láru og Eygló, sem hafa ekki fengið mikil tækifæri í vetur en koma inn á og skila ótrúlega flottu verki.“ Thelma sagðist ekki vera búin að velta næsta tímabili neitt fyrir sér á þessum tímapunkti enda væri óvenju langt tímabil að baki að hennar mati. „Nei ekki svo langt. Þetta tímabil er náttúrulega búið að vera 40 mánuðir svo að við erum ekki komnar svo langt.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Sjá meira
Ef það ætti að kjarna tilfinningar Thelmu í einu orði þá væri það sennilega „geggjað“. „Geggjuð sko! „Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“. Það er svolítið langt síðan við tókum hann seinast hérna í Keflavík, og með þessum stelpum, við ólumst upp saman. Bara geggjað. Ekkert betra.“ Thelma kom heim til Keflavíkur í haust eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjunum. Sara Rún Hinriksdóttir kom svo heim á miðju tímabili úr atvinnumennsku. Kjarninn í liði Keflavíkur er allur meira og minna heimaalinn og Thelma sagði það gefa þessum titli meira gildi. „Þetta er bara geggjað. Allar svo góðar vinkonur. Sama og við höfum verið að gera áður. Við þekkjum allar hver aðra svo ótrúlega vel og þá er bara gaman með hver annarri.“ Eftir ágæta byrjun Njarðvíkinga hófu Keflvíkingar annan leikhluta með miklum látum og virtust ná öllum tökum á leiknum í kjölfarið. „Ég er svona nokkurn veginn sammála því en þær gáfust samt aldrei upp og voru alltaf að berjast. Við þurftum alveg hafa fyrir þessum sigrum þó svo að stigaskorið láti það kannski ekki líta þannig út.“ Keflvíkingar opnuðu svo þriðja leikhluta með tveimur þristum og komu muninn í 15 stig og þá virtist hreinlega allur vindur vera úr gestunum. „Mér fannst þær vera orðnar svolítið þreyttar, sérstaklega í lokin á þriðja leikhluta. Við vissum að ef við myndum keyra á þær þá myndum við ná að klára þetta.“ Breidd hópsins hjá Keflavík virtist einnig hafa töluvert að segja þegar kom að þreytu. „Algjörlega. Þegar það eru bara tveir dagar á milli leikja þá munar um það. Við erum með ótrúlega flottar stelpur á bekknum, eins og Önnu Láru og Eygló, sem hafa ekki fengið mikil tækifæri í vetur en koma inn á og skila ótrúlega flottu verki.“ Thelma sagðist ekki vera búin að velta næsta tímabili neitt fyrir sér á þessum tímapunkti enda væri óvenju langt tímabil að baki að hennar mati. „Nei ekki svo langt. Þetta tímabil er náttúrulega búið að vera 40 mánuðir svo að við erum ekki komnar svo langt.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti