„Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 22. maí 2024 21:56 Vinkonurnar Thelma Dís Ágústsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir eru báðar uppaldar Keflvíkingar og sneru heim í vetur Vísir/Pawel Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var í sjöunda himni yfir því að lyfta Íslandsmeistaratitlinum með uppeldisfélaginu sínu og æskuvinkonum sínum en Keflavík lagði Njarðvík 72-56 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í kvöld. Ef það ætti að kjarna tilfinningar Thelmu í einu orði þá væri það sennilega „geggjað“. „Geggjuð sko! „Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“. Það er svolítið langt síðan við tókum hann seinast hérna í Keflavík, og með þessum stelpum, við ólumst upp saman. Bara geggjað. Ekkert betra.“ Thelma kom heim til Keflavíkur í haust eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjunum. Sara Rún Hinriksdóttir kom svo heim á miðju tímabili úr atvinnumennsku. Kjarninn í liði Keflavíkur er allur meira og minna heimaalinn og Thelma sagði það gefa þessum titli meira gildi. „Þetta er bara geggjað. Allar svo góðar vinkonur. Sama og við höfum verið að gera áður. Við þekkjum allar hver aðra svo ótrúlega vel og þá er bara gaman með hver annarri.“ Eftir ágæta byrjun Njarðvíkinga hófu Keflvíkingar annan leikhluta með miklum látum og virtust ná öllum tökum á leiknum í kjölfarið. „Ég er svona nokkurn veginn sammála því en þær gáfust samt aldrei upp og voru alltaf að berjast. Við þurftum alveg hafa fyrir þessum sigrum þó svo að stigaskorið láti það kannski ekki líta þannig út.“ Keflvíkingar opnuðu svo þriðja leikhluta með tveimur þristum og komu muninn í 15 stig og þá virtist hreinlega allur vindur vera úr gestunum. „Mér fannst þær vera orðnar svolítið þreyttar, sérstaklega í lokin á þriðja leikhluta. Við vissum að ef við myndum keyra á þær þá myndum við ná að klára þetta.“ Breidd hópsins hjá Keflavík virtist einnig hafa töluvert að segja þegar kom að þreytu. „Algjörlega. Þegar það eru bara tveir dagar á milli leikja þá munar um það. Við erum með ótrúlega flottar stelpur á bekknum, eins og Önnu Láru og Eygló, sem hafa ekki fengið mikil tækifæri í vetur en koma inn á og skila ótrúlega flottu verki.“ Thelma sagðist ekki vera búin að velta næsta tímabili neitt fyrir sér á þessum tímapunkti enda væri óvenju langt tímabil að baki að hennar mati. „Nei ekki svo langt. Þetta tímabil er náttúrulega búið að vera 40 mánuðir svo að við erum ekki komnar svo langt.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Sjá meira
Ef það ætti að kjarna tilfinningar Thelmu í einu orði þá væri það sennilega „geggjað“. „Geggjuð sko! „Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“. Það er svolítið langt síðan við tókum hann seinast hérna í Keflavík, og með þessum stelpum, við ólumst upp saman. Bara geggjað. Ekkert betra.“ Thelma kom heim til Keflavíkur í haust eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjunum. Sara Rún Hinriksdóttir kom svo heim á miðju tímabili úr atvinnumennsku. Kjarninn í liði Keflavíkur er allur meira og minna heimaalinn og Thelma sagði það gefa þessum titli meira gildi. „Þetta er bara geggjað. Allar svo góðar vinkonur. Sama og við höfum verið að gera áður. Við þekkjum allar hver aðra svo ótrúlega vel og þá er bara gaman með hver annarri.“ Eftir ágæta byrjun Njarðvíkinga hófu Keflvíkingar annan leikhluta með miklum látum og virtust ná öllum tökum á leiknum í kjölfarið. „Ég er svona nokkurn veginn sammála því en þær gáfust samt aldrei upp og voru alltaf að berjast. Við þurftum alveg hafa fyrir þessum sigrum þó svo að stigaskorið láti það kannski ekki líta þannig út.“ Keflvíkingar opnuðu svo þriðja leikhluta með tveimur þristum og komu muninn í 15 stig og þá virtist hreinlega allur vindur vera úr gestunum. „Mér fannst þær vera orðnar svolítið þreyttar, sérstaklega í lokin á þriðja leikhluta. Við vissum að ef við myndum keyra á þær þá myndum við ná að klára þetta.“ Breidd hópsins hjá Keflavík virtist einnig hafa töluvert að segja þegar kom að þreytu. „Algjörlega. Þegar það eru bara tveir dagar á milli leikja þá munar um það. Við erum með ótrúlega flottar stelpur á bekknum, eins og Önnu Láru og Eygló, sem hafa ekki fengið mikil tækifæri í vetur en koma inn á og skila ótrúlega flottu verki.“ Thelma sagðist ekki vera búin að velta næsta tímabili neitt fyrir sér á þessum tímapunkti enda væri óvenju langt tímabil að baki að hennar mati. „Nei ekki svo langt. Þetta tímabil er náttúrulega búið að vera 40 mánuðir svo að við erum ekki komnar svo langt.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Sjá meira