Fjölskyldur birta myndskeið af blóðugum gíslum Hamas-liða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2024 07:27 Ástvinir og stuðningsmenn gíslana sem enn eru í haldi Hamas settu gjörning á svið í Tel Aviv í morgun til að kalla eftir lausn þeirra. AP/Oded Balilty Fjölskyldur kvenna sem teknar voru fanga þegar Hamas-liðar réðust á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn hafa birt myndskeið af atburðarásinni sem sýnir konurnar blóðugar og óttaslegnar. Konurnar, allar 19 eða 20 ára gamlar, eru hermenn Ísraelshers og virðast hafa verið á náttfötunum þegar vopnaðir bardagamenn Hamas réðust inn í húsnæðið þar sem þær höfðust við. Á myndbrotum, sem eru sögð úr búkmyndavélum Hamas-liða, sjást vígamennirnir binda konurnar og hafa í hótunum við þær. Einn kallar þær „hunda“ og hefur í hótunum við þær. Ein konan reynir að biðla til mannanna og segist meðal annars eiga vin í Palestínu, á meðan önnur spyr hvort mennirnir tali ekki ensku. סרטון חטיפת התצפיתניות | החטופה נעמה לוי למחבלים: "יש לי חברים בפלסטין". מחבל לאחת החטופות: "את כל כך יפה"@NOFARMOS pic.twitter.com/OfIuWSnECo— כאן חדשות (@kann_news) May 22, 2024 New York Times, sem hefur staðfest uppruna myndbrotanna, segir fjölskyldum kvennanna hafa verið sýnt samansett myndskeiðið fyrir nokkrum vikum og hafa fengið afrit af því á þriðjudag. „Ég bið ykkur; sýnið þetta myndskeið á hvejrum degi, byrjið útsendingar ykkar á því,“ er haft eftir Eli Albag, föður Liru Albag, sem er ein af konunum. „Þar til einhver vaknar, þjóðin vaknar, og áttar sig á því að þær hafa verið yfirgefnar í 229 daga.“ Fjölskyldurnar eru sagðar hafa ákveðið að deila myndskeiðinu til þess að auka þrýsting á stjórnvöld í Ísrael um að ganga aftur að samningaborðinu og freista þess að semja um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Ráðamenn hafa hins vegar nýtt sér tækifærið til að setja myndskeiðið í samhengi við ákvarðanir Írlands, Noregs og Spánar um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Utanríkisráðherrann Israel Katz sagðist til að mynda myndu sýna myndskeiðið þegar hann læsi yfir hausamótum sendiherra ríkjanna. Fjölskyldur gíslanna funduðu með fulltrúum stjórnarinnar í gær, meðal annarra Benny Gantz, sem situr í stríðsráði ríkisstjórnarinnar. Hann sagði myndefnið sláandi og hét því að hika ekki við að taka erfiðar ákvarðanir til að fá gíslana aftur heim. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði myndskeiðið áminningu til heimsins um illskuna sem Ísraelsmenn væru að berjast við á Gasa. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Konurnar, allar 19 eða 20 ára gamlar, eru hermenn Ísraelshers og virðast hafa verið á náttfötunum þegar vopnaðir bardagamenn Hamas réðust inn í húsnæðið þar sem þær höfðust við. Á myndbrotum, sem eru sögð úr búkmyndavélum Hamas-liða, sjást vígamennirnir binda konurnar og hafa í hótunum við þær. Einn kallar þær „hunda“ og hefur í hótunum við þær. Ein konan reynir að biðla til mannanna og segist meðal annars eiga vin í Palestínu, á meðan önnur spyr hvort mennirnir tali ekki ensku. סרטון חטיפת התצפיתניות | החטופה נעמה לוי למחבלים: "יש לי חברים בפלסטין". מחבל לאחת החטופות: "את כל כך יפה"@NOFARMOS pic.twitter.com/OfIuWSnECo— כאן חדשות (@kann_news) May 22, 2024 New York Times, sem hefur staðfest uppruna myndbrotanna, segir fjölskyldum kvennanna hafa verið sýnt samansett myndskeiðið fyrir nokkrum vikum og hafa fengið afrit af því á þriðjudag. „Ég bið ykkur; sýnið þetta myndskeið á hvejrum degi, byrjið útsendingar ykkar á því,“ er haft eftir Eli Albag, föður Liru Albag, sem er ein af konunum. „Þar til einhver vaknar, þjóðin vaknar, og áttar sig á því að þær hafa verið yfirgefnar í 229 daga.“ Fjölskyldurnar eru sagðar hafa ákveðið að deila myndskeiðinu til þess að auka þrýsting á stjórnvöld í Ísrael um að ganga aftur að samningaborðinu og freista þess að semja um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Ráðamenn hafa hins vegar nýtt sér tækifærið til að setja myndskeiðið í samhengi við ákvarðanir Írlands, Noregs og Spánar um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Utanríkisráðherrann Israel Katz sagðist til að mynda myndu sýna myndskeiðið þegar hann læsi yfir hausamótum sendiherra ríkjanna. Fjölskyldur gíslanna funduðu með fulltrúum stjórnarinnar í gær, meðal annarra Benny Gantz, sem situr í stríðsráði ríkisstjórnarinnar. Hann sagði myndefnið sláandi og hét því að hika ekki við að taka erfiðar ákvarðanir til að fá gíslana aftur heim. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði myndskeiðið áminningu til heimsins um illskuna sem Ísraelsmenn væru að berjast við á Gasa.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira