Lífið

Svaraði engu um Affleck

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Simu Liu meðleikari Jennifer Lopez og leikstjóri myndarinnar Atlas, Brad Petyon.
Simu Liu meðleikari Jennifer Lopez og leikstjóri myndarinnar Atlas, Brad Petyon. EPA-EFE/ISAAC ESQUIVEL

Jennifer Lopez svaraði engu þegar hún var spurð að því á blaðamannafundi hver staðan væri í einkalífi hennar og hvort orðrómurinn um að hún og Ben Affleck séu skilin að sæng væri sannur. Blaðamaður spurði að þessu á blaðamannafundi vegna Atlas, nýrrar Netflix myndar hennar sem verið er að taka upp í Mexíkóborg en horfa má á atvikið neðst í fréttinni.

Eins og greint hefur verið frá er uppi þrálátur orðrómur um að Jennifer Lopez og Ben Affleck séu skilin. Þau hafa ekki sést saman opinberlega í sjö vikur eða rúma fimmtíu daga. Affleck er þessa dagana í Kaliforníu en Lopez í Mexíkó. Þau giftu sig árið 2022 eftir endurnýjuð kynni en þau voru par fyrir rúmlega tuttugu árum síðan.

„Er það satt að þú og Ben Affleck séuð skilin? Þessi orðrómur? Hver er sannleikurinn?“ spurði blaðamaðurinn leik- og söngkonuna á blaðamannafundi þar sem hún var stödd ásamt öðrum leikurum myndarinnar. Í umfjöllun People kemur fram að þögn hafi slegið á salinn.

Meðleikari Lopez í myndinni, Simu Liu, var að sögn miðilsins fljótur að bregðast við og slaufaði fundinum um leið og spurningin var borin upp. „Ókei, við erum að fara þangað. Takk kærlega fyrir komuna, við erum þakklát, takk fyrir,“ sagði Liu.

Í umfjöllun People er því lýst þannig að Jennifer Lopez hafi á þessum tímapunkti hallað sér fram og gefið blaðamanninum illt auga. „Þú veist betur en þetta,“ sagði hún svo. Liu bætti við að Jen hefði framleitt myndina og að það væri ástæða þess að hann væri þarna. Lopez kvaddi svo salinn á spænsku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×