Stuðningsmenn hvalveiða hafa kallað eftir því að málin taki að skýrast hjá ráðherranum sem enn hefur ekki svarað umsókn Hvals hf. um leyfi til veiða á langreyðum. Umhverfis- og dýraverndarsamtök kalla hinsvegar eftir því að leyfið verði ekki veitt.
Þá tökum við stöðuna á húsnæðismarkaðnum en HMS segir að þrefallt meiri eftirspurn sé eftir leiguhúsnæði en framboð.
Einnig heyrum við í banalækni sem segir að þrátt fyrir að tugir hafi greinst með kíghósta undanfarið hafui tekist vel að vernda yngstu börnin.
Í íþróttapakkanum verður svo farið yfir sigur Keflavíkur í kvennakörfunni í gærkvöldi og litið á úrslitaleinvígið karlameginn í kvöld.