Óhræddur við Kane: „Ég er ekki mikið fyrir að tala yfir mig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2024 15:02 Kári Jónsson og DeAndre Kane skiptast á orðum. stöð 2 sport Kári Jónsson kveðst ánægður að vera kominn aftur út á gólfið eftir löng meiðsli. Kári og félagar hans í Val mæta Grindavík í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Kári segist ekki vera smeykur við Grindvíkinginn DeAndre Kane. Þriðji leikur Grindavíkur og Vals í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu stöð klukkan 18:30. Kári settist niður með Stefáni Árna Pálssyni, umsjónarmanni Subway Körfuboltakvölds, fyrir þriðja leikinn og ræddi um úrslitaeinvígið. Kane hefur farið hamförum í fyrstu tveimur leikjunum og skoraði samtals 72 stig í þeim. Sá bandaríski er stór og mikill karakter en þrátt fyrir það svarar Kári honum fullum hálsi. „Ég er ekki mikið fyrir að tala yfir mig og fer ekkert rosalega mikið út í það. En þetta er skemmtilegt. Við erum að keppa og það er rosalega marga þarna inni á vellinum sem langar að vinna og gera mikið til þess,“ sagði Kári. „Svo lengi sem menn hafa gaman og það er jákvæð samkeppni er þetta hrikalega gaman. Hann er búinn að vera geggjaður í þessum tveimur leikjum og hann á mikið hrós skilið fyrir það. Við þurfum að finna fleiri lausnir til að hægja á honum. Ég held að það sé enginn að fara að stoppa þennan mann en við þurfum að hægja á honum og ýta kannski í erfiðari aðgerðir og svoleiðis. Þetta er hrikaleg skemmtileg viðureign og gaman að kljást við þetta.“ Klippa: Viðtal við Kára Jónsson Kári spilaði aðeins fjóra deildarleiki með Val í vetur og hafði ekki spilað síðan 10. nóvember þegar hann sneri aftur á völlinn fyrir fyrsta leikinn gegn Grindavík á föstudaginn. „Maður gleymir sér þegar maður er kominn inn á. Ég hafði smá áhyggjur fyrir fyrsta leikinn. Ég vissi ekki alveg hvað maður væri að fara út í og myndi höndla og líkaminn gæti staðið. En mér ég koma vel út úr því. Ég er búinn að gera vel, bæði í öllum undirbúningi og svo fór ég í aðgerð. Það er mikil vinna,“ sagði Kári. „Auðvitað er svolítið erfitt að vera á æfingu á þriðjudegi eða miðvikudegi á móti unglingaflokki og svo að spila í lokaúrslitum. Það er aðeins stökk en bara gaman og mér finnst ég hafa höndlað það ágætlega og er nokkuð ferskur.“ Kári skoraði átta stig í fyrstu tveimur leikjum einvígsins og gaf samtals níu stoðsendingar. Horfa má á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Þriðji leikur Grindavíkur og Vals í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu stöð klukkan 18:30. Kári settist niður með Stefáni Árna Pálssyni, umsjónarmanni Subway Körfuboltakvölds, fyrir þriðja leikinn og ræddi um úrslitaeinvígið. Kane hefur farið hamförum í fyrstu tveimur leikjunum og skoraði samtals 72 stig í þeim. Sá bandaríski er stór og mikill karakter en þrátt fyrir það svarar Kári honum fullum hálsi. „Ég er ekki mikið fyrir að tala yfir mig og fer ekkert rosalega mikið út í það. En þetta er skemmtilegt. Við erum að keppa og það er rosalega marga þarna inni á vellinum sem langar að vinna og gera mikið til þess,“ sagði Kári. „Svo lengi sem menn hafa gaman og það er jákvæð samkeppni er þetta hrikalega gaman. Hann er búinn að vera geggjaður í þessum tveimur leikjum og hann á mikið hrós skilið fyrir það. Við þurfum að finna fleiri lausnir til að hægja á honum. Ég held að það sé enginn að fara að stoppa þennan mann en við þurfum að hægja á honum og ýta kannski í erfiðari aðgerðir og svoleiðis. Þetta er hrikaleg skemmtileg viðureign og gaman að kljást við þetta.“ Klippa: Viðtal við Kára Jónsson Kári spilaði aðeins fjóra deildarleiki með Val í vetur og hafði ekki spilað síðan 10. nóvember þegar hann sneri aftur á völlinn fyrir fyrsta leikinn gegn Grindavík á föstudaginn. „Maður gleymir sér þegar maður er kominn inn á. Ég hafði smá áhyggjur fyrir fyrsta leikinn. Ég vissi ekki alveg hvað maður væri að fara út í og myndi höndla og líkaminn gæti staðið. En mér ég koma vel út úr því. Ég er búinn að gera vel, bæði í öllum undirbúningi og svo fór ég í aðgerð. Það er mikil vinna,“ sagði Kári. „Auðvitað er svolítið erfitt að vera á æfingu á þriðjudegi eða miðvikudegi á móti unglingaflokki og svo að spila í lokaúrslitum. Það er aðeins stökk en bara gaman og mér finnst ég hafa höndlað það ágætlega og er nokkuð ferskur.“ Kári skoraði átta stig í fyrstu tveimur leikjum einvígsins og gaf samtals níu stoðsendingar. Horfa má á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins