Óhræddur við Kane: „Ég er ekki mikið fyrir að tala yfir mig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2024 15:02 Kári Jónsson og DeAndre Kane skiptast á orðum. stöð 2 sport Kári Jónsson kveðst ánægður að vera kominn aftur út á gólfið eftir löng meiðsli. Kári og félagar hans í Val mæta Grindavík í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Kári segist ekki vera smeykur við Grindvíkinginn DeAndre Kane. Þriðji leikur Grindavíkur og Vals í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu stöð klukkan 18:30. Kári settist niður með Stefáni Árna Pálssyni, umsjónarmanni Subway Körfuboltakvölds, fyrir þriðja leikinn og ræddi um úrslitaeinvígið. Kane hefur farið hamförum í fyrstu tveimur leikjunum og skoraði samtals 72 stig í þeim. Sá bandaríski er stór og mikill karakter en þrátt fyrir það svarar Kári honum fullum hálsi. „Ég er ekki mikið fyrir að tala yfir mig og fer ekkert rosalega mikið út í það. En þetta er skemmtilegt. Við erum að keppa og það er rosalega marga þarna inni á vellinum sem langar að vinna og gera mikið til þess,“ sagði Kári. „Svo lengi sem menn hafa gaman og það er jákvæð samkeppni er þetta hrikalega gaman. Hann er búinn að vera geggjaður í þessum tveimur leikjum og hann á mikið hrós skilið fyrir það. Við þurfum að finna fleiri lausnir til að hægja á honum. Ég held að það sé enginn að fara að stoppa þennan mann en við þurfum að hægja á honum og ýta kannski í erfiðari aðgerðir og svoleiðis. Þetta er hrikaleg skemmtileg viðureign og gaman að kljást við þetta.“ Klippa: Viðtal við Kára Jónsson Kári spilaði aðeins fjóra deildarleiki með Val í vetur og hafði ekki spilað síðan 10. nóvember þegar hann sneri aftur á völlinn fyrir fyrsta leikinn gegn Grindavík á föstudaginn. „Maður gleymir sér þegar maður er kominn inn á. Ég hafði smá áhyggjur fyrir fyrsta leikinn. Ég vissi ekki alveg hvað maður væri að fara út í og myndi höndla og líkaminn gæti staðið. En mér ég koma vel út úr því. Ég er búinn að gera vel, bæði í öllum undirbúningi og svo fór ég í aðgerð. Það er mikil vinna,“ sagði Kári. „Auðvitað er svolítið erfitt að vera á æfingu á þriðjudegi eða miðvikudegi á móti unglingaflokki og svo að spila í lokaúrslitum. Það er aðeins stökk en bara gaman og mér finnst ég hafa höndlað það ágætlega og er nokkuð ferskur.“ Kári skoraði átta stig í fyrstu tveimur leikjum einvígsins og gaf samtals níu stoðsendingar. Horfa má á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Þriðji leikur Grindavíkur og Vals í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu stöð klukkan 18:30. Kári settist niður með Stefáni Árna Pálssyni, umsjónarmanni Subway Körfuboltakvölds, fyrir þriðja leikinn og ræddi um úrslitaeinvígið. Kane hefur farið hamförum í fyrstu tveimur leikjunum og skoraði samtals 72 stig í þeim. Sá bandaríski er stór og mikill karakter en þrátt fyrir það svarar Kári honum fullum hálsi. „Ég er ekki mikið fyrir að tala yfir mig og fer ekkert rosalega mikið út í það. En þetta er skemmtilegt. Við erum að keppa og það er rosalega marga þarna inni á vellinum sem langar að vinna og gera mikið til þess,“ sagði Kári. „Svo lengi sem menn hafa gaman og það er jákvæð samkeppni er þetta hrikalega gaman. Hann er búinn að vera geggjaður í þessum tveimur leikjum og hann á mikið hrós skilið fyrir það. Við þurfum að finna fleiri lausnir til að hægja á honum. Ég held að það sé enginn að fara að stoppa þennan mann en við þurfum að hægja á honum og ýta kannski í erfiðari aðgerðir og svoleiðis. Þetta er hrikaleg skemmtileg viðureign og gaman að kljást við þetta.“ Klippa: Viðtal við Kára Jónsson Kári spilaði aðeins fjóra deildarleiki með Val í vetur og hafði ekki spilað síðan 10. nóvember þegar hann sneri aftur á völlinn fyrir fyrsta leikinn gegn Grindavík á föstudaginn. „Maður gleymir sér þegar maður er kominn inn á. Ég hafði smá áhyggjur fyrir fyrsta leikinn. Ég vissi ekki alveg hvað maður væri að fara út í og myndi höndla og líkaminn gæti staðið. En mér ég koma vel út úr því. Ég er búinn að gera vel, bæði í öllum undirbúningi og svo fór ég í aðgerð. Það er mikil vinna,“ sagði Kári. „Auðvitað er svolítið erfitt að vera á æfingu á þriðjudegi eða miðvikudegi á móti unglingaflokki og svo að spila í lokaúrslitum. Það er aðeins stökk en bara gaman og mér finnst ég hafa höndlað það ágætlega og er nokkuð ferskur.“ Kári skoraði átta stig í fyrstu tveimur leikjum einvígsins og gaf samtals níu stoðsendingar. Horfa má á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli