Kunnuglegir kappar í liði ársins í NBA og gott fyrir budduna hjá sumum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2024 19:32 Luka Doncic hjá Dallas Mavericks og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets fengu báðir frábæra kosningu í úrvalslið eitt á þessu NBA tímabili. Getty/Ron Jenkins Úrvalslið NBA deildarinnar í körfubolta er næstum því óbreytt frá því í fyrra. Fjórir leikmenn sem voru valdir í ár, voru líka valdir í fyrra. Úrvalsliðin þrjú hafa verið tilkynnt. Nýi leikmaðurinn í úrvalsliði eitt á milli ára er Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, sem var enn fremur valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár. Jokic kom inn í liðið fyrir Joel Embiid sem var einmitt valinn mikilvægastur í fyrra. Luka Doncic (Dallas Mavericks) og Shai Gilgeous-Alexander (Oklahoma City Thunder) voru tilnefndir með Jokic sem mikilvægustu leikmenn tímabilsins og eru að sjálfsögðu líka í úrvalsliðinu. Hinir tveir í úrvalsliði eitt voru Giannis Antetokounmpo (Milwaukee Bucks) og Jayson Tatum (Boston Celtics). Introducing this season's All-NBA First Team 🥇 pic.twitter.com/wKSXYzkv0V— ESPN (@espn) May 22, 2024 Antetokounmpo er sjötta árið í röð í úrvalsliði eitt, Doncic er þar fimmta árið í röð, Tatum þriðja árið í röð og þetta er annað árið í röð hjá Gilgeous-Alexander. Gilgeous-Alexander og Jokic voru þeir einu sem voru í úrvalsliði eitt hjá öllum sem kusu en Doncic var í öllum nema einu. Doncic er aðeins sjá þriðji í sögunni til að komast fimm sinnum í úrvalslið eitt fyrir 26 ára afmælið en hinir eru Tim Duncan og Kevin Durant. Þetta val er líka mjög gott fyrir budduna hjá bæði Doncic og Gilgeous-Alexander. Þeir eiga nú rétt á súpersamningi sem þeir mega skrifa undir árið 2025. 🔥 THE 2023-24 KIA ALL-NBA SECOND TEAM 🔥▪️ Jalen Brunson▪️ Anthony Davis▪️ Kevin Durant▪️ Anthony Edwards ▪️ Kawhi Leonard@Kia | #NBAAwards https://t.co/JFuWxvISVh pic.twitter.com/v6gEpOcsFw— NBA (@NBA) May 23, 2024 Doncic getur þá skrifað undir fimm ára samning sem færir honum um 346 milljónir dollara, 48 milljarða íslenskra króna, en Gilgeous-Alexander getur skrifað undir fjögurra ára samning sem færi honum um 294 milljónir dollara, meira en fjörutíu milljarða í íslenskum krónum. Í úrvalsliði tvö eru Jalen Brunson (New York Knicks), Anthony Davis (Los Angeles Lakers), Kevin Durant (Phoenix Suns), Anthony Edwards (Minnesota Timberwolves) og Kawhi Leonard (Los Angeles Clippers). Í úrvalsliði þrjú eru Devin Booker (Phoenix Suns), Stephen Curry (Golden State Warriors), Tyrese Haliburton (Indiana Pacers), LeBron James (Los Angeles Lakers) og Domantas Sabonis (Sacramento Kings). LeBron James er í tuttugasta skipti í úrvalsliði sem er bæting á eigin meti en næstir eru Kareem Abdul-Jabbar, Kobe Bryant og Tim Duncan með fimmtán skipti í úrvalsliði tímabils. James varð líka sá elsti, 39 ára, til að komast í úrvalslið deildarinnar en James á sjálfur metið yfir að vera sá yngsti frá 2004-05 tímabilinu. Youngest player to make an All-NBA team:— LeBron James (2005 • 20 y/o)Oldest player to make an All-NBA team:— LeBron James (2024 • 39 y/o) pic.twitter.com/Wf1tetwnEx— StatMamba (@StatMamba) May 23, 2024 NBA Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Nýi leikmaðurinn í úrvalsliði eitt á milli ára er Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, sem var enn fremur valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár. Jokic kom inn í liðið fyrir Joel Embiid sem var einmitt valinn mikilvægastur í fyrra. Luka Doncic (Dallas Mavericks) og Shai Gilgeous-Alexander (Oklahoma City Thunder) voru tilnefndir með Jokic sem mikilvægustu leikmenn tímabilsins og eru að sjálfsögðu líka í úrvalsliðinu. Hinir tveir í úrvalsliði eitt voru Giannis Antetokounmpo (Milwaukee Bucks) og Jayson Tatum (Boston Celtics). Introducing this season's All-NBA First Team 🥇 pic.twitter.com/wKSXYzkv0V— ESPN (@espn) May 22, 2024 Antetokounmpo er sjötta árið í röð í úrvalsliði eitt, Doncic er þar fimmta árið í röð, Tatum þriðja árið í röð og þetta er annað árið í röð hjá Gilgeous-Alexander. Gilgeous-Alexander og Jokic voru þeir einu sem voru í úrvalsliði eitt hjá öllum sem kusu en Doncic var í öllum nema einu. Doncic er aðeins sjá þriðji í sögunni til að komast fimm sinnum í úrvalslið eitt fyrir 26 ára afmælið en hinir eru Tim Duncan og Kevin Durant. Þetta val er líka mjög gott fyrir budduna hjá bæði Doncic og Gilgeous-Alexander. Þeir eiga nú rétt á súpersamningi sem þeir mega skrifa undir árið 2025. 🔥 THE 2023-24 KIA ALL-NBA SECOND TEAM 🔥▪️ Jalen Brunson▪️ Anthony Davis▪️ Kevin Durant▪️ Anthony Edwards ▪️ Kawhi Leonard@Kia | #NBAAwards https://t.co/JFuWxvISVh pic.twitter.com/v6gEpOcsFw— NBA (@NBA) May 23, 2024 Doncic getur þá skrifað undir fimm ára samning sem færir honum um 346 milljónir dollara, 48 milljarða íslenskra króna, en Gilgeous-Alexander getur skrifað undir fjögurra ára samning sem færi honum um 294 milljónir dollara, meira en fjörutíu milljarða í íslenskum krónum. Í úrvalsliði tvö eru Jalen Brunson (New York Knicks), Anthony Davis (Los Angeles Lakers), Kevin Durant (Phoenix Suns), Anthony Edwards (Minnesota Timberwolves) og Kawhi Leonard (Los Angeles Clippers). Í úrvalsliði þrjú eru Devin Booker (Phoenix Suns), Stephen Curry (Golden State Warriors), Tyrese Haliburton (Indiana Pacers), LeBron James (Los Angeles Lakers) og Domantas Sabonis (Sacramento Kings). LeBron James er í tuttugasta skipti í úrvalsliði sem er bæting á eigin meti en næstir eru Kareem Abdul-Jabbar, Kobe Bryant og Tim Duncan með fimmtán skipti í úrvalsliði tímabils. James varð líka sá elsti, 39 ára, til að komast í úrvalslið deildarinnar en James á sjálfur metið yfir að vera sá yngsti frá 2004-05 tímabilinu. Youngest player to make an All-NBA team:— LeBron James (2005 • 20 y/o)Oldest player to make an All-NBA team:— LeBron James (2024 • 39 y/o) pic.twitter.com/Wf1tetwnEx— StatMamba (@StatMamba) May 23, 2024
NBA Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik