Þá var tilkynnt um ölvaðan mann sem ónáðaði gesti verslunar í Skeifunni. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að starfsmaður hafi skorist í leikinn og reynt að vísa manninum út en það hafi ekki farið betur en að maðurinn veittist að starfsmanninum í tvígang. Hann var handtekinn stuttu síðar.
Þá var annar handtekinn eftir að hafa fyrst sparkað í bifreið og þegar ökumaðurinn kom út úr bílnum sló hann ökumanninn með bjórglasi í höfuðið.
Eldur í klósettkamri
Í Kópavogi var svo tilkynnt um eld í klósettkamri en búið var að slökkva eldinn þegar lögregla kom á vettvang.
Einn var svo handtekinn í eða við bílakjallara. Í dagbók lögreglu segir að lögregla hafi fundið hann „sofandi vímuefna svefni hálfur út úr bifreiðinni“. Þýfi hafi verið við bifreiðina og ekki hægt að ræða við manninn sökum ástands hans. Hann var handtekinn og er málið í rannsókn.