Gul viðvörun: Fyrsta trampólínið þegar fokið Árni Sæberg skrifar 24. maí 2024 07:35 Óheppinn íbúi Kópavogs hefur tapað trampólíni í morgunsárið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Gul viðvörun tekur gildi klukkan 08 víða um land, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta trampólínið er þegar fokið í Kópavogi. Í hugleiðingum veðurfræðings fyrir daginn segir að allhvöss eða hvöss suðaustanátt verði á vestanverðu landinu í dag. Varasamt ferðaveður verði fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og lausamunir muni geta fokið. Veðurfræðingurinn reyndist sannspár að þessu sinni, enda hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þegar greint frá því að trampólín hafi fokið í Kópavogi. „Eins og sést á þessari mynd hefur einhver tapað trampólíni nú þegar sem getur skapað öðrum mikla hættu. Biðjum ykkur að fara yfir stöðuna í garðinum og festa það sem þarf að festa,“ segir í færslu lögreglu. Gul viðvörun allt fram á morgun Á vef Veðurstofunnar má sjá að gul viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og miðhálendinu klukkan átta. Þar er spáð suðaustanátt, þrettán til átján metrum á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu en allt að 25 metrum á miðhálendinu. Viðvörun gildir til klukkan 03 í nótt á höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóa, 05 á miðhálendinu og 08 á morgun á Breiðafirði. Á morgun er spáð suðaustan átta til fimmtán en heldur hvassari á Snæfellsnesi. Dálítilli rigning eða súld í flestum landshlutum en bjart með köflum norðaustanlands. Hita átta til átján stigum, hlýjast á Norðausturlandi. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á laugardag: Suðaustan 8-15 m/s, en sums staðar hvassara við fjöll vestantil. Súld eða dálítil rigning með köflum. Hiti 10 til 15 stig. Heldur hægari vindur á norðanverðu landinu og bjart að mestu með hita að 20 stigum. Á sunnudag: Suðaustlæg átt 5-13 og dálítil væta sunnan- og vestanlands en bjart að mestu norðaustantil. Hiti 12 til 18 stig. Á mánudag og þriðjudag: Hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta. Líkur á þokumóðu við ströndina. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðlæg átt 3-10. Lítilsháttar rigning norðan- og austanlands. Bjart með köflum og stöku skúrir sunnan heiða. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast sunnantil. Á fimmtudag: Útlit fyrir norðvestlæga átt. Skúrir á víð og dreif en samfelld rigning austanlands. Hiti breytist lítið. Veður Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings fyrir daginn segir að allhvöss eða hvöss suðaustanátt verði á vestanverðu landinu í dag. Varasamt ferðaveður verði fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og lausamunir muni geta fokið. Veðurfræðingurinn reyndist sannspár að þessu sinni, enda hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þegar greint frá því að trampólín hafi fokið í Kópavogi. „Eins og sést á þessari mynd hefur einhver tapað trampólíni nú þegar sem getur skapað öðrum mikla hættu. Biðjum ykkur að fara yfir stöðuna í garðinum og festa það sem þarf að festa,“ segir í færslu lögreglu. Gul viðvörun allt fram á morgun Á vef Veðurstofunnar má sjá að gul viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og miðhálendinu klukkan átta. Þar er spáð suðaustanátt, þrettán til átján metrum á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu en allt að 25 metrum á miðhálendinu. Viðvörun gildir til klukkan 03 í nótt á höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóa, 05 á miðhálendinu og 08 á morgun á Breiðafirði. Á morgun er spáð suðaustan átta til fimmtán en heldur hvassari á Snæfellsnesi. Dálítilli rigning eða súld í flestum landshlutum en bjart með köflum norðaustanlands. Hita átta til átján stigum, hlýjast á Norðausturlandi. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á laugardag: Suðaustan 8-15 m/s, en sums staðar hvassara við fjöll vestantil. Súld eða dálítil rigning með köflum. Hiti 10 til 15 stig. Heldur hægari vindur á norðanverðu landinu og bjart að mestu með hita að 20 stigum. Á sunnudag: Suðaustlæg átt 5-13 og dálítil væta sunnan- og vestanlands en bjart að mestu norðaustantil. Hiti 12 til 18 stig. Á mánudag og þriðjudag: Hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta. Líkur á þokumóðu við ströndina. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðlæg átt 3-10. Lítilsháttar rigning norðan- og austanlands. Bjart með köflum og stöku skúrir sunnan heiða. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast sunnantil. Á fimmtudag: Útlit fyrir norðvestlæga átt. Skúrir á víð og dreif en samfelld rigning austanlands. Hiti breytist lítið.
Veður Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Sjá meira