Heldur þann besta en þann næstbesta! Vilhjálmur B. Bragason skrifar 24. maí 2024 12:01 Nú dynja á okkur skoðanakannanir og umfjallanir um þær, en fjölmiðlar gera sér mikinn mat úr þeim. Það vonda er að þessar kannanir virðast ætla ýta sumum út í þá vitleysu að kjósa á einhvern hátt taktískt, þ.e.a.s. ekki með einum frambjóðanda, heldur gegn öðrum. Þetta er auðvitað sérstaklega slæmt í ljósi þess að kannanir ná einfaldlega ekki nógu vel utan um raunverulega stöðu mála. Við sáum það bersýnilega í forsetakosningunum 2016 þar sem allt annað kom upp úr kössunum á kjördag og mun mjórra var á munum en kannanir höfðu sýnt örfáum dögum áður. Þannig þarf ekki mikið að breytast núna til þess að allir fimm efstu frambjóðendurnir ættu möguleika á að sigra þann 1. júní. Því er eðlilegt að spyrja hvort þú ætlir að láta kannanir sem hafa rangt fyrir sér ráða því hvern þú kýst? Ég vil að forseti Íslands sé alþýðleg manneskja, hlý og góð. Ekki spillir fyrir ef viðkomandi er skemmtilegur líka, en það eru alþýðleikinn og heilindin sem mér finnst mestu máli skipta. Og það merkilega er að það eru einmitt þeir kostir sem ekki er hægt að kenna og fylgja ekki með neinni gráðu. Forseti Íslands blæs þjóðinni þor í brjóst þegar áföll dynja yfir og fagnar með henni og gleðst á góðum stundum. Þannig mætti að einhverju leyti líkja því að verða forseti við foreldrahlutverkið, í þeim skilningi að það er engin uppskrift að undirbúningi og það mikilvægasta af öllu er að vera til staðar og lesa í þarfir og stemningu hverju sinni. Og nú stöndum við frammi fyrir því að velja okkur forseta. Margt gott fólk er í framboði og ég tek alúðlega undir það ákall að við sýnum öllum frambjóðendum, eins og fólki almennt, virðingu og kurteisi og lyftum frekar kostum fólksins sem við styðjum en að lasta þau sem okkur líkar síður. En umfram allt skulum við kjósa þá manneskju sem okkur líst best á embættið. Við Íslendingar erum þekkt víða um heim fyrir okkar framlag í listum og menningu. Væri því ekki einmitt við hæfi að kjósa einstakan listamann, sem hefur glatt þjóðina og fangað tilfinningar hennar og viðhorf meira en flestir aðrir, á Bessastaði? Ég kynntist Jóni Gnarr þegar við lékum saman í Skugga-Sveini hjá Leikfélagi Akureyrar. Það var lífsins lukka, því að gjöfulli, hjartahlýrri, greindari og skemmtilegri samstarfsmann og vin er ekki hægt að hugsa sér. Hann er minn forseti og ég kýs hann af heilum hug og öllu hjarta. Það gleður mig líka að sjá að Jón er ótvíræður sigurvegari skuggakosninga í grunnskólum víða um land. “Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur á hugrenningar þeirra sem erfa skulu land” söng nafni minn Vilhjálmsson. Það held ég nú! Hvert sem þitt atkvæði ratar þá vona ég að það endurspegli það sem þú vilt raunverulega sjá í embætti forseta Íslands! Höfundur er leikari og stuðningsmaður Jóns Gnarr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú dynja á okkur skoðanakannanir og umfjallanir um þær, en fjölmiðlar gera sér mikinn mat úr þeim. Það vonda er að þessar kannanir virðast ætla ýta sumum út í þá vitleysu að kjósa á einhvern hátt taktískt, þ.e.a.s. ekki með einum frambjóðanda, heldur gegn öðrum. Þetta er auðvitað sérstaklega slæmt í ljósi þess að kannanir ná einfaldlega ekki nógu vel utan um raunverulega stöðu mála. Við sáum það bersýnilega í forsetakosningunum 2016 þar sem allt annað kom upp úr kössunum á kjördag og mun mjórra var á munum en kannanir höfðu sýnt örfáum dögum áður. Þannig þarf ekki mikið að breytast núna til þess að allir fimm efstu frambjóðendurnir ættu möguleika á að sigra þann 1. júní. Því er eðlilegt að spyrja hvort þú ætlir að láta kannanir sem hafa rangt fyrir sér ráða því hvern þú kýst? Ég vil að forseti Íslands sé alþýðleg manneskja, hlý og góð. Ekki spillir fyrir ef viðkomandi er skemmtilegur líka, en það eru alþýðleikinn og heilindin sem mér finnst mestu máli skipta. Og það merkilega er að það eru einmitt þeir kostir sem ekki er hægt að kenna og fylgja ekki með neinni gráðu. Forseti Íslands blæs þjóðinni þor í brjóst þegar áföll dynja yfir og fagnar með henni og gleðst á góðum stundum. Þannig mætti að einhverju leyti líkja því að verða forseti við foreldrahlutverkið, í þeim skilningi að það er engin uppskrift að undirbúningi og það mikilvægasta af öllu er að vera til staðar og lesa í þarfir og stemningu hverju sinni. Og nú stöndum við frammi fyrir því að velja okkur forseta. Margt gott fólk er í framboði og ég tek alúðlega undir það ákall að við sýnum öllum frambjóðendum, eins og fólki almennt, virðingu og kurteisi og lyftum frekar kostum fólksins sem við styðjum en að lasta þau sem okkur líkar síður. En umfram allt skulum við kjósa þá manneskju sem okkur líst best á embættið. Við Íslendingar erum þekkt víða um heim fyrir okkar framlag í listum og menningu. Væri því ekki einmitt við hæfi að kjósa einstakan listamann, sem hefur glatt þjóðina og fangað tilfinningar hennar og viðhorf meira en flestir aðrir, á Bessastaði? Ég kynntist Jóni Gnarr þegar við lékum saman í Skugga-Sveini hjá Leikfélagi Akureyrar. Það var lífsins lukka, því að gjöfulli, hjartahlýrri, greindari og skemmtilegri samstarfsmann og vin er ekki hægt að hugsa sér. Hann er minn forseti og ég kýs hann af heilum hug og öllu hjarta. Það gleður mig líka að sjá að Jón er ótvíræður sigurvegari skuggakosninga í grunnskólum víða um land. “Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur á hugrenningar þeirra sem erfa skulu land” söng nafni minn Vilhjálmsson. Það held ég nú! Hvert sem þitt atkvæði ratar þá vona ég að það endurspegli það sem þú vilt raunverulega sjá í embætti forseta Íslands! Höfundur er leikari og stuðningsmaður Jóns Gnarr.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun