Málfarslöggan verk sín vann Ari Páll Kristinsson skrifar 24. maí 2024 13:00 Málfarslöggan verk sín vann með vísdómi og mildi. En ráðgjöfinni ráðherrann ráða sjálfur vildi. Nú hefur menningarmálaráðherrann boðað komu sína í RÚV. Látið er í það skína að erindið sé nánast að sitja fræðslufund eða fara í starfskynningu hjá málfarsráðgjöfunum, en sá ásetningur að finna að málnotkun starfsmanna RÚV er illa dulbúinn. Gesturinn er æðsti ráðamaður landsins í málefnum tungu og fjölmiðla. Áður en hún byrjar að leiðrétta texta starfsfólksins verður vonandi tími til að renna yfir skjalið „Íslensk málstefna 2021-2030“ sem stjórn Íslenskrar málnefndar hefur birt og staðfest. Þar er í lið 1 m.a. boðað „að íslenska sé löguð meðvitað og skipulega að nýjum aðstæðum sem hefur í för með sér að viðmið um það sem telst gott mál eða málstaðall hlýtur að taka breytingum“, og í lið 2 „að bera virðingu fyrir málnotkun allra sem tala íslensku og gæta þess að málnotkun sé ekki útilokandi“. Í lið 7 er fjallað sérstaklega um fjölmiðla og um þá segir: „Þar eru óþrjótandi tækifæri til nýsköpunar í máli og tilbrigða í málsniði og stíl.“ Ráðherrann skipaði málnefndina sjálf (formanninn og varaformanninn án tilnefningar) og stendur væntanlega með henni. Ég hef gegnum tíðina sinnt málfarsráðgjöf og sent frá mér leiðbeiningar og fróðleik um mál og málnotkun. Eins og fleiri hef ég stundum verið uppnefndur málfarslögga í græskulausu gamni. En heldur fer gamanið að kárna ef löggu-parturinn í orðinu hættir að vera saklaus líking og fjölmiðlamenn og textasmiði fer að gruna að kylfa og rafbyssa leynist bak við brosið. Leiðin er ekki alltaf löng yfir í Tyrkland Atatürks fyrir tæpri öld þegar skipt var yfir í latneska letrið úr hinu arabíska með hótunum um lokun prentsmiðja, sektir og varðhald. Að vanda byrjaði ég daginn á að renna í flýti yfir fréttamiðlana. Þar rakst ég á eignarfallsmyndina „forystusauðs“ og að einhver „breytti um skoðun“. Sjálfum hefði mér fallið betur að sjá eignarfallið „sauðar“ og orðalagið „skipta um skoðun“ – en þarna eins og svo víða er breytileiki í íslensku og hægt að velja milli mismunandi leiða til að tjá sig. Það verður nóg að gera hjá íslenskuráðherranum að samræma allt slíkt. Heyrst hafði að þyrla Gæslunnar flygi stundum hátt, stundum lágt, og ýmist hratt eða hægt. Vitaskuld ætlaði dómsmálaráðherrann ekki að una við þetta og boðaði komu sína í næsta útkall til að fara yfir það með flugmönnnunum að fljúga skyldi í sömu hæð og á sama hraða á hverju sem dyndi. Eða hvað? Höfundur er rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun. Var fyrrum forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar (1996-2006) og málfarsráðunautur RÚV (1993-1996). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisútvarpið Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Málfarslöggan verk sín vann með vísdómi og mildi. En ráðgjöfinni ráðherrann ráða sjálfur vildi. Nú hefur menningarmálaráðherrann boðað komu sína í RÚV. Látið er í það skína að erindið sé nánast að sitja fræðslufund eða fara í starfskynningu hjá málfarsráðgjöfunum, en sá ásetningur að finna að málnotkun starfsmanna RÚV er illa dulbúinn. Gesturinn er æðsti ráðamaður landsins í málefnum tungu og fjölmiðla. Áður en hún byrjar að leiðrétta texta starfsfólksins verður vonandi tími til að renna yfir skjalið „Íslensk málstefna 2021-2030“ sem stjórn Íslenskrar málnefndar hefur birt og staðfest. Þar er í lið 1 m.a. boðað „að íslenska sé löguð meðvitað og skipulega að nýjum aðstæðum sem hefur í för með sér að viðmið um það sem telst gott mál eða málstaðall hlýtur að taka breytingum“, og í lið 2 „að bera virðingu fyrir málnotkun allra sem tala íslensku og gæta þess að málnotkun sé ekki útilokandi“. Í lið 7 er fjallað sérstaklega um fjölmiðla og um þá segir: „Þar eru óþrjótandi tækifæri til nýsköpunar í máli og tilbrigða í málsniði og stíl.“ Ráðherrann skipaði málnefndina sjálf (formanninn og varaformanninn án tilnefningar) og stendur væntanlega með henni. Ég hef gegnum tíðina sinnt málfarsráðgjöf og sent frá mér leiðbeiningar og fróðleik um mál og málnotkun. Eins og fleiri hef ég stundum verið uppnefndur málfarslögga í græskulausu gamni. En heldur fer gamanið að kárna ef löggu-parturinn í orðinu hættir að vera saklaus líking og fjölmiðlamenn og textasmiði fer að gruna að kylfa og rafbyssa leynist bak við brosið. Leiðin er ekki alltaf löng yfir í Tyrkland Atatürks fyrir tæpri öld þegar skipt var yfir í latneska letrið úr hinu arabíska með hótunum um lokun prentsmiðja, sektir og varðhald. Að vanda byrjaði ég daginn á að renna í flýti yfir fréttamiðlana. Þar rakst ég á eignarfallsmyndina „forystusauðs“ og að einhver „breytti um skoðun“. Sjálfum hefði mér fallið betur að sjá eignarfallið „sauðar“ og orðalagið „skipta um skoðun“ – en þarna eins og svo víða er breytileiki í íslensku og hægt að velja milli mismunandi leiða til að tjá sig. Það verður nóg að gera hjá íslenskuráðherranum að samræma allt slíkt. Heyrst hafði að þyrla Gæslunnar flygi stundum hátt, stundum lágt, og ýmist hratt eða hægt. Vitaskuld ætlaði dómsmálaráðherrann ekki að una við þetta og boðaði komu sína í næsta útkall til að fara yfir það með flugmönnnunum að fljúga skyldi í sömu hæð og á sama hraða á hverju sem dyndi. Eða hvað? Höfundur er rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun. Var fyrrum forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar (1996-2006) og málfarsráðunautur RÚV (1993-1996).
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar