Segir Enok hafa setið fyrir manni sem stakk hann hálfu ári áður Jón Þór Stefánsson skrifar 25. maí 2024 07:01 Önnur árásin sem Enok er grunaður um átti sér stað á Lebowski bar. Hann hefur verið í sviðsljósinu undanfarið vegna þess að hann er kærasti og barnsfaðir Birgittu Lífar Björnsdóttur áhrifavalds. Vísir Saksóknari vill meina að Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hafi hefnt sín vegna stunguárásar sem hann varð fyrir á nýársnótt 2022 um hálfu ári síðar. Hann er ákærður fyrir tvær líkamsárásir, en sá sem varð fyrir annarri þeirra, Bersi Torfason, var sakfelldur í mars fyrir að stinga Enok í umræddri hnífaárás. Enoki er gefið að sök að hafa ásamt frænda sínum, sem hefur meðal annars fengið dóm í Bankastræti Club-málinu, ráðist á Bersa með því að kýla hann, sparka og stappa á honum. Þá er Enok ákærður fyrir að hrinda honum niður tröppur. Þeir neita báðir sök. „Þarna virðast ákærðu hafa ákveðið að beita gamalkunnri aðferð: hefnd,“ sagði Pétur F. Gíslason saksóknari í aðalmeðferð málsins í gær. Hann sagði að það væri réttarkerfisins að ákveða hvað væri viðeigandi refsing í sakamálum, en þarna hefðu Enok og frændinn tekið lögin í sínar eigin hendur. Meint árás, sem átti sér stað við skemmtistaðinn Lebowski bar og í portinu við kaffihúsið Kaffibrennsluna í júlí 2022, náðist á upptöku öryggismyndavélár. Það myndband var á meðal gagna málsins, en þar sjást atvik málsins að hluta. Pétur sagði að í því megi sjá Enok og frændann bíða eftir Bersa, sitja fyrir honum. Augljóslega hafi verið um skipulagða hefnd að ræða, þó óljóst sé hversu lengi þeir hafi haft í hyggju að ráðast á Bersa. Enok vildi ekki tjá sig fyrir dómi, en saksóknarinn sagði útskýringar sem hann gaf hjá lögreglu ekki standast skoðun. Hitti árásarmanninn í fyrsta skipti aftur Ómar R. Valdimarsson, verjandi Enoks, sagði fyrir dómi að Enok og frændinn hafi verið niðri í bæ og farið á Lebowski bar til þess að fá sér bjór. Þar hafi þeir rekist á Bersa og það hafi verið í fyrsta skipti sem þeir hittust frá stunguárásinni. Líkt og áður segir var Bersi sakfelldur fyrir þá árás, en hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm á þessu ári vegna hennar. Sjá nánar: Hljóp á eftir stungumanninum með innyflin lafandi út úr sér Samkvæmt Ómari byrjuðu þeir þrír að ræða saman þegar þeir hittust í umrætt skipti í Lebowski bar. Bersi hafi sagt að hann ætlaði að „ljúka við það sem honum tókst ekki að klára hálfu ári fyrr“. Enok hafi trúað þessu, og ekki af ástæðulausu að sögn Ómars sem segir Bersa hafa verið þekktan fyrir að stinga fólk. Nauðbeygður til að bregðast við Samkvæmt Ómari var Enok hræddur um að Bersi myndi stinga hann aftur eða frænda hans og fór út af staðnum. Skömmu síðar hafi Bersi farið út af staðnum líka og þeir þá mæst aftur. Átök hafi brotist út við það, sem að mati Ómars verður að lýsa sem stimpingum. Enok hafi séð sig nauðbeygðan til að bregðast við, enda hræddur um að Bersi gæti tekið upp hníf á ný. Meint árás átti sér stað við Lebowski bar og í portinu hjá Kaffibrennslunni.Vísir/Vilhelm Reynir Þór Garðarsson, lögmaður frændans, sagði umbjóðanda sinn játa að hafa „bankað lauslega“ í Bersa, en neitaði alfarið að hafa kýlt, sparkað og stappað á honum. Á myndbandinu sæjust einungis umrædd bönk, en aðrar lýsingar væru hafðar eftir vitnum. Samkvæmt framburði þeirra væri þáttur frændans ansi óljós og því ekki hægt að sakfella hann fyrir verknaðinn. Vert er að geta þess að Pétur saksóknari sagði fyrir dómi að höggin sem sæjust á myndbandinu væru síður en svo laus. Segist ekki hafa verið á staðnum Líkt og áður segir er Enok ákærður fyrir tvær líkamsárásir. Hin árásin átti sér stað á skemmtistaðnum 203 Club í júlímánuði ári áður, 2021. Í því máli er Enoki gefið að sök að hafa ráðist á ungan mann með því að slá hann fjórum sinnum í andlitið. Vitni lýstu því fyrir dómi að maðurinn sem varð fyrir árásinni hefði lagt glas á borð árásarmannsins og það hafi farið illa í hann og það endað með því að hann hafi látið höggin dynja á manninum. Enok kannast ekki við að hafa verið á staðnum og neitar sök. Ómar hafði eftir honum að hann hefði á þessum tíma verið duglegur að fara á svokölluð flöskuborð á stöðum eins og 203 Club, og hann hafi verið á honum nokkrum sinnum. Hann hafi hins vegar ekki verið á staðnum í þetta skipti. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Vitnin ýmist sögðu ekki þekkja Enok eða vita hver hann væri, en eitt vitnið sagðist þekkja hann. Ómar benti á að í lögregluskýrslum hafi það vitni, ung kona, sagt að um Enok væri að ræða en önnur vitni haft það eftir henni. Fyrir dómi sagðist hún hafa verið að hitta eða deita vin Enoks nokkrum árum áður, en það samband ekki endað vel. Þá væri núverandi kærasti hennar, sem einnig er vitni í málinu, æskuvinur þess sem varð fyrir árásinni. Ómar velti því fyrir sér hvort það hafi litað framburð hennar. Vangaveltur um hárlit árásarmannsins Hárlitur árásarmannsins var til nokkurrar umfjöllunar fyrir dómi. Í skýrslum og fyrir dómi var hárinu lýst sem ljósu, brúnu, skolhærðu, og rauðu. „Hann er ekki rauðhærður og hefur ekki verið rauðhærður. Það er ekki stakt hár á höfði hans rautt. Hann er dökkskolhærður,“ sagði Ómar sem velti fyrir sér hvort rangur maður væri hafður fyrir sök. Pétur saksóknari sagði að þegar atburðir þessa máls hefðu átt sér stað hefði Enok ekki verið þekktur, en það væri nú breytt. Hann væri á síðum fjölmiðla mánaðar- og jafnvel vikulega. Slíkt gæti fengið fólk til að átta sig á því hver hann væri, jafnvel þó það væri eftir atburðina sjálfa. „Hvað er þessi gæji að reyna að jumpa OGV?“ Annað sem Ómar velti fyrir sér í réttarhöldunum var skjáskot sem á að hafa verið tekið af samfélagsmiðlinum Snapchat sem sýnir manninn sem varð fyrir árásinni blóðugan að henni lokinni. Myndin er eignuð Enoki þar sem að Snapchat-nafn hans er uppi í öðru horni skjáskotsins. Ómar spurði manninn sem varð fyrir árásinni hvort hann vissi til þess að átt hefði verið við myndina í photoshop eða í öðru myndvinnsluforriti. Einnig spurði hann hvort það væri einfalt að breyta notendanafni á Snapchat og þannig láta líta út fyrir að einhver annar hefði sent myndefnið. „Hvað er þessi gæji að reyna að jumpa OGV [óþekkt tjákn] Gekk ekki vel,“ stóð í umræddu skjáskoti, en nokkuð var spurt út í þessa skammstöfun: OGV. Sá sem varð fyrir árásinni sagði þetta vera nafn á vinahópi, sem Enok væri hluti af, og hefðu á árum áður spilað tölvuleiki saman, meðal annars leikinn Fortnite. Einnig var bent á að fatalína Enoks héti þessu nafni. Ómar spurði hvort mögulegt væri að um misritun væri að ræða í skjáskotinu: hvort þarna hefði átt að standa „og“. Sá sem varð fyrir árásinni taldi það ólíklegt, sérstaklega vegna þess að svokölluð tjákn eða broskallar kæmu á eftir „OGV“ í skilaboðunum. „Ég skil ekki alveg greinamerki hjá ungu fólki í dag þannig ég þarf að spyrja út í þetta,“ sagði Ómar. Leggur til að Enok fái skilorðsbundinn dóm Pétur saksóknari lagði til fyrir dómi í gær að Enok yrði dæmdur til fimm til sex mánaða langrar skilorðsbundinnar refsingar, en frændinn í tveggja til þriggja mánaða langt skilorðsbundið fangelsi. Hann minntist á að meta yrði Enoki til refsilækkunar að hann hefði einungis verið nítján ára gamall þegar brotin hefðu verið framin, hann hefði ekki hlotið dóm áður. Þar að auki hefði hann snúið til betri vegar og væri nýbakaður faðir. Dómsmál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Enoki er gefið að sök að hafa ásamt frænda sínum, sem hefur meðal annars fengið dóm í Bankastræti Club-málinu, ráðist á Bersa með því að kýla hann, sparka og stappa á honum. Þá er Enok ákærður fyrir að hrinda honum niður tröppur. Þeir neita báðir sök. „Þarna virðast ákærðu hafa ákveðið að beita gamalkunnri aðferð: hefnd,“ sagði Pétur F. Gíslason saksóknari í aðalmeðferð málsins í gær. Hann sagði að það væri réttarkerfisins að ákveða hvað væri viðeigandi refsing í sakamálum, en þarna hefðu Enok og frændinn tekið lögin í sínar eigin hendur. Meint árás, sem átti sér stað við skemmtistaðinn Lebowski bar og í portinu við kaffihúsið Kaffibrennsluna í júlí 2022, náðist á upptöku öryggismyndavélár. Það myndband var á meðal gagna málsins, en þar sjást atvik málsins að hluta. Pétur sagði að í því megi sjá Enok og frændann bíða eftir Bersa, sitja fyrir honum. Augljóslega hafi verið um skipulagða hefnd að ræða, þó óljóst sé hversu lengi þeir hafi haft í hyggju að ráðast á Bersa. Enok vildi ekki tjá sig fyrir dómi, en saksóknarinn sagði útskýringar sem hann gaf hjá lögreglu ekki standast skoðun. Hitti árásarmanninn í fyrsta skipti aftur Ómar R. Valdimarsson, verjandi Enoks, sagði fyrir dómi að Enok og frændinn hafi verið niðri í bæ og farið á Lebowski bar til þess að fá sér bjór. Þar hafi þeir rekist á Bersa og það hafi verið í fyrsta skipti sem þeir hittust frá stunguárásinni. Líkt og áður segir var Bersi sakfelldur fyrir þá árás, en hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm á þessu ári vegna hennar. Sjá nánar: Hljóp á eftir stungumanninum með innyflin lafandi út úr sér Samkvæmt Ómari byrjuðu þeir þrír að ræða saman þegar þeir hittust í umrætt skipti í Lebowski bar. Bersi hafi sagt að hann ætlaði að „ljúka við það sem honum tókst ekki að klára hálfu ári fyrr“. Enok hafi trúað þessu, og ekki af ástæðulausu að sögn Ómars sem segir Bersa hafa verið þekktan fyrir að stinga fólk. Nauðbeygður til að bregðast við Samkvæmt Ómari var Enok hræddur um að Bersi myndi stinga hann aftur eða frænda hans og fór út af staðnum. Skömmu síðar hafi Bersi farið út af staðnum líka og þeir þá mæst aftur. Átök hafi brotist út við það, sem að mati Ómars verður að lýsa sem stimpingum. Enok hafi séð sig nauðbeygðan til að bregðast við, enda hræddur um að Bersi gæti tekið upp hníf á ný. Meint árás átti sér stað við Lebowski bar og í portinu hjá Kaffibrennslunni.Vísir/Vilhelm Reynir Þór Garðarsson, lögmaður frændans, sagði umbjóðanda sinn játa að hafa „bankað lauslega“ í Bersa, en neitaði alfarið að hafa kýlt, sparkað og stappað á honum. Á myndbandinu sæjust einungis umrædd bönk, en aðrar lýsingar væru hafðar eftir vitnum. Samkvæmt framburði þeirra væri þáttur frændans ansi óljós og því ekki hægt að sakfella hann fyrir verknaðinn. Vert er að geta þess að Pétur saksóknari sagði fyrir dómi að höggin sem sæjust á myndbandinu væru síður en svo laus. Segist ekki hafa verið á staðnum Líkt og áður segir er Enok ákærður fyrir tvær líkamsárásir. Hin árásin átti sér stað á skemmtistaðnum 203 Club í júlímánuði ári áður, 2021. Í því máli er Enoki gefið að sök að hafa ráðist á ungan mann með því að slá hann fjórum sinnum í andlitið. Vitni lýstu því fyrir dómi að maðurinn sem varð fyrir árásinni hefði lagt glas á borð árásarmannsins og það hafi farið illa í hann og það endað með því að hann hafi látið höggin dynja á manninum. Enok kannast ekki við að hafa verið á staðnum og neitar sök. Ómar hafði eftir honum að hann hefði á þessum tíma verið duglegur að fara á svokölluð flöskuborð á stöðum eins og 203 Club, og hann hafi verið á honum nokkrum sinnum. Hann hafi hins vegar ekki verið á staðnum í þetta skipti. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Vitnin ýmist sögðu ekki þekkja Enok eða vita hver hann væri, en eitt vitnið sagðist þekkja hann. Ómar benti á að í lögregluskýrslum hafi það vitni, ung kona, sagt að um Enok væri að ræða en önnur vitni haft það eftir henni. Fyrir dómi sagðist hún hafa verið að hitta eða deita vin Enoks nokkrum árum áður, en það samband ekki endað vel. Þá væri núverandi kærasti hennar, sem einnig er vitni í málinu, æskuvinur þess sem varð fyrir árásinni. Ómar velti því fyrir sér hvort það hafi litað framburð hennar. Vangaveltur um hárlit árásarmannsins Hárlitur árásarmannsins var til nokkurrar umfjöllunar fyrir dómi. Í skýrslum og fyrir dómi var hárinu lýst sem ljósu, brúnu, skolhærðu, og rauðu. „Hann er ekki rauðhærður og hefur ekki verið rauðhærður. Það er ekki stakt hár á höfði hans rautt. Hann er dökkskolhærður,“ sagði Ómar sem velti fyrir sér hvort rangur maður væri hafður fyrir sök. Pétur saksóknari sagði að þegar atburðir þessa máls hefðu átt sér stað hefði Enok ekki verið þekktur, en það væri nú breytt. Hann væri á síðum fjölmiðla mánaðar- og jafnvel vikulega. Slíkt gæti fengið fólk til að átta sig á því hver hann væri, jafnvel þó það væri eftir atburðina sjálfa. „Hvað er þessi gæji að reyna að jumpa OGV?“ Annað sem Ómar velti fyrir sér í réttarhöldunum var skjáskot sem á að hafa verið tekið af samfélagsmiðlinum Snapchat sem sýnir manninn sem varð fyrir árásinni blóðugan að henni lokinni. Myndin er eignuð Enoki þar sem að Snapchat-nafn hans er uppi í öðru horni skjáskotsins. Ómar spurði manninn sem varð fyrir árásinni hvort hann vissi til þess að átt hefði verið við myndina í photoshop eða í öðru myndvinnsluforriti. Einnig spurði hann hvort það væri einfalt að breyta notendanafni á Snapchat og þannig láta líta út fyrir að einhver annar hefði sent myndefnið. „Hvað er þessi gæji að reyna að jumpa OGV [óþekkt tjákn] Gekk ekki vel,“ stóð í umræddu skjáskoti, en nokkuð var spurt út í þessa skammstöfun: OGV. Sá sem varð fyrir árásinni sagði þetta vera nafn á vinahópi, sem Enok væri hluti af, og hefðu á árum áður spilað tölvuleiki saman, meðal annars leikinn Fortnite. Einnig var bent á að fatalína Enoks héti þessu nafni. Ómar spurði hvort mögulegt væri að um misritun væri að ræða í skjáskotinu: hvort þarna hefði átt að standa „og“. Sá sem varð fyrir árásinni taldi það ólíklegt, sérstaklega vegna þess að svokölluð tjákn eða broskallar kæmu á eftir „OGV“ í skilaboðunum. „Ég skil ekki alveg greinamerki hjá ungu fólki í dag þannig ég þarf að spyrja út í þetta,“ sagði Ómar. Leggur til að Enok fái skilorðsbundinn dóm Pétur saksóknari lagði til fyrir dómi í gær að Enok yrði dæmdur til fimm til sex mánaða langrar skilorðsbundinnar refsingar, en frændinn í tveggja til þriggja mánaða langt skilorðsbundið fangelsi. Hann minntist á að meta yrði Enoki til refsilækkunar að hann hefði einungis verið nítján ára gamall þegar brotin hefðu verið framin, hann hefði ekki hlotið dóm áður. Þar að auki hefði hann snúið til betri vegar og væri nýbakaður faðir.
Dómsmál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira