Tamningakona sýknuð af bótakröfu vegna reiðslyss Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2024 19:03 Slysið átti sér stað í gerði við hesthús árið 2018. Ekki kemur fram í dómnum hvar slysið varð. Myndin er frá Kópavogi og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti sýknu tamningakonu af skaðabótakröfu ungrar konu sem slasaðist alvarlega í reiðslysi þegar hún var unglingur. Unga konan missti hluta af nýra og hefur glímt við aðrar líkamlegar og andlegar afleiðingar eftir slysið. Slysið átti sér stað í júní árið 2018 þegar ungan konan var sextán ára gömul. Þegar hún fór á hest í eigu tamningakonunnar tók hann á rás með hrekkjum. Ungu konunni tókst að halda sér á baki um stund en á endanum snarstoppaði hesturinn þannig að hún flaug af baki og lenti með síðuna á stálgrindargerði. Stúlkan lá á gjörgæsludeild þar sem fylgst var með lífsmörkum hennar í tvo sólarhringa og dvaldi á sjúkrahúsi í rúman hálfan mánuð eftir slysið. Hún missti að minnsta kosti þriðjung af vinstra nýra og hlaut áverka á hrygg. Þá var hún greind með áfallastreitu og kvíða í kjölfar slyssins. Hún stefndi tamningakonunni til greiðslu skaðabóta á þeim forsendum að sem eiganda hrossins bæri hún ábyrgð á líkamstjóni hennar. Eigandi hestsins hefði sýnt af sér saknæma hegðun með því að fela ólögráða barni það hættulega verk að fara á bak hestinum sem unga konan byggði á að hefði verið lítil taminn og þekktur fyrir að vera hrekkjóttur. Hún hafi ekki viljað fara á bak hestinum. Mikil aðstöðumaður hafi verið á henni og eiganda hestsins sem var tamningakona með áralanga reynslu. Ekki sannað að hesturinn hefði verið lítið taminn Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði tamningakonuna í desember 2022 en báðir aðilar áfrýjuðu til Landsréttar. Landsréttur taldi ekki sannað að hesturinn hefði verið lítið taminn. Vitni sem bar um að augljóst hefði hrossið hefði verið lítið eða ekkert tamið hefði ekki þekkt hestinn fyrir slysið og ekki haft forsendur til þess að fullyrða neitt um tamningu hans. Þá taldi rétturinn ekki sannað það sem unga konan byggði á henni hefði verið skylt að hreyfa hestinn samkvæmt samkomulagi við tamningakonuna um að hún tæki að sér að hreyfa hesta í eigu tamningakonunnar gegn því að fá að halda eigin hest í hesthúsi hennar. Tamningakonan hafnaði því að slíkt samkomulag hefði verið til staðar og að hún hefði skipað ungu konunni að hreyfa hestinn daginn sem slysið varð. Því staðfesti Landsréttur sýknudóminn úr héraði, þar á meðal um málskostnað og gjafsóknarkostnað ungu konunnar. Málskostnaður í Landsrétti var felldur niður og ríkissjóður greiðir gjafsókn ungu konunnar, eina milljón króna. Hestar Dómsmál Mest lesið Hvað var Trú og líf? Innlent Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Erlent Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Innlent Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Innlent Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Innlent Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Innlent Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Innlent Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Erlent Fleiri fréttir „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunni Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Tilbúinn að leiða flokkinn áfram Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Fréttamynd ársins er af sprunguleit í Grindavík Ferðamönnum til landsins fækkar og fækkar Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Tveir ríkisráðsfundir á morgun Hnífstunguárás á Ingólfstorgi og léttir íbúa í Hafnarfirði Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til hafnar Hvað var Trú og líf? Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns Sjá meira
Slysið átti sér stað í júní árið 2018 þegar ungan konan var sextán ára gömul. Þegar hún fór á hest í eigu tamningakonunnar tók hann á rás með hrekkjum. Ungu konunni tókst að halda sér á baki um stund en á endanum snarstoppaði hesturinn þannig að hún flaug af baki og lenti með síðuna á stálgrindargerði. Stúlkan lá á gjörgæsludeild þar sem fylgst var með lífsmörkum hennar í tvo sólarhringa og dvaldi á sjúkrahúsi í rúman hálfan mánuð eftir slysið. Hún missti að minnsta kosti þriðjung af vinstra nýra og hlaut áverka á hrygg. Þá var hún greind með áfallastreitu og kvíða í kjölfar slyssins. Hún stefndi tamningakonunni til greiðslu skaðabóta á þeim forsendum að sem eiganda hrossins bæri hún ábyrgð á líkamstjóni hennar. Eigandi hestsins hefði sýnt af sér saknæma hegðun með því að fela ólögráða barni það hættulega verk að fara á bak hestinum sem unga konan byggði á að hefði verið lítil taminn og þekktur fyrir að vera hrekkjóttur. Hún hafi ekki viljað fara á bak hestinum. Mikil aðstöðumaður hafi verið á henni og eiganda hestsins sem var tamningakona með áralanga reynslu. Ekki sannað að hesturinn hefði verið lítið taminn Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði tamningakonuna í desember 2022 en báðir aðilar áfrýjuðu til Landsréttar. Landsréttur taldi ekki sannað að hesturinn hefði verið lítið taminn. Vitni sem bar um að augljóst hefði hrossið hefði verið lítið eða ekkert tamið hefði ekki þekkt hestinn fyrir slysið og ekki haft forsendur til þess að fullyrða neitt um tamningu hans. Þá taldi rétturinn ekki sannað það sem unga konan byggði á henni hefði verið skylt að hreyfa hestinn samkvæmt samkomulagi við tamningakonuna um að hún tæki að sér að hreyfa hesta í eigu tamningakonunnar gegn því að fá að halda eigin hest í hesthúsi hennar. Tamningakonan hafnaði því að slíkt samkomulag hefði verið til staðar og að hún hefði skipað ungu konunni að hreyfa hestinn daginn sem slysið varð. Því staðfesti Landsréttur sýknudóminn úr héraði, þar á meðal um málskostnað og gjafsóknarkostnað ungu konunnar. Málskostnaður í Landsrétti var felldur niður og ríkissjóður greiðir gjafsókn ungu konunnar, eina milljón króna.
Hestar Dómsmál Mest lesið Hvað var Trú og líf? Innlent Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Erlent Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Innlent Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Innlent Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Innlent Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Innlent Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Innlent Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Erlent Fleiri fréttir „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunni Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Tilbúinn að leiða flokkinn áfram Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Fréttamynd ársins er af sprunguleit í Grindavík Ferðamönnum til landsins fækkar og fækkar Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Tveir ríkisráðsfundir á morgun Hnífstunguárás á Ingólfstorgi og léttir íbúa í Hafnarfirði Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til hafnar Hvað var Trú og líf? Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns Sjá meira