Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2024 20:30 Árni Guðmundsson hefur lengi barist gegn áfengi í verslanir. arnar halldórsson Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. Forsvarsmenn Hagkaups ætla að slást í hóp þeirra sem bjóða upp á netverslun með áfengi. Í næsta mánuði munu viðskiptavinir verslunarinnar geta pantað áfengi og sótt í Hagkaup Skeifunni. Forvarnarsérfræðingur segir ákvörðunina alveg út í hött. „Þetta er ekki bílskúr úti á Granda sem er að selja áfengi út um bílskúrshurðina. Þetta er stórfyrirtæki, stórmarkaður og hann verður að hafa sómakennd og siðferðisstandard sem felst í því að menn fari eftir lögum. Þetta er algjörlega fyrir neðan allar hellur,“ segir Árni Guðmundsson, forvarnarsérfræðingur. Hann gengur það langt að saka forsvarsmenn Hagkaups um brot á áfengislögum og segir engu máli skipta hvort áfengið verði geymt í læstum hirslum og úr sjón neytenda líkt og til stendur. „Lögin eru bara skýr, ÁTVR hefur einkaleyfi á að selja áfengi og það þarf þá að breyta lögum ef menn vilja gera eitthvað annað. Hagkaup getur bara beðið eins og við hin.“ Aðspurður hvernig hann svari þeim sem segja netsölu áfengis standast lög segir hann. „Ég segi bara lesið áfengislögin. Það er enginn lögfræðingur eða stjórnmálamaður sem hefur verið í frontinum í svona málum sem hefur aldrei viðurkennt að þetta sé eitthvað löglegt. Það eru einstaka þingmenn sem hafa það á tilfinningunni eða finnast þetta vera eitthvað.“ Árni furðar sig á sinnuleysi lögreglu í málaflokknum og segir stjórnvaldið komið með fjögur hundruð kærur á sitt borð vegna áfengisauglýsinga. Sjálfur kærði hann sjálfan sig eftirminnilega til lögreglunnar fyrir áfengiskaup í gegnum netsölu en hefur engin viðbrögð fengið. „Það er bara á tali hjá lögreglunni. Ég veit ekki alveg hvað lögreglan er að gera og þá fer maður að velta því fyrir sér... Erum við að byggja samfélag þannig að þú getir bara fengið þínu fram ef þú ert nógu stór og lögreglan gerir ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég spyr bara hvar er lögreglan í þessu landi í þessu máli?“ Hann segir ekkert neyðarástand í sölu áfengis í landinu og tekur undir orð félags- og vinnumarkaðsráðherra sem segir ÁTVR duga og markaðssamkeppni óþarfa. „Þetta yrði bara mesta lýðheilsuslys Íslandssögunnar ef þetta verður að veruleika, í boði Hagkaupa.“ Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Börn og uppeldi Netverslun með áfengi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Forsvarsmenn Hagkaups ætla að slást í hóp þeirra sem bjóða upp á netverslun með áfengi. Í næsta mánuði munu viðskiptavinir verslunarinnar geta pantað áfengi og sótt í Hagkaup Skeifunni. Forvarnarsérfræðingur segir ákvörðunina alveg út í hött. „Þetta er ekki bílskúr úti á Granda sem er að selja áfengi út um bílskúrshurðina. Þetta er stórfyrirtæki, stórmarkaður og hann verður að hafa sómakennd og siðferðisstandard sem felst í því að menn fari eftir lögum. Þetta er algjörlega fyrir neðan allar hellur,“ segir Árni Guðmundsson, forvarnarsérfræðingur. Hann gengur það langt að saka forsvarsmenn Hagkaups um brot á áfengislögum og segir engu máli skipta hvort áfengið verði geymt í læstum hirslum og úr sjón neytenda líkt og til stendur. „Lögin eru bara skýr, ÁTVR hefur einkaleyfi á að selja áfengi og það þarf þá að breyta lögum ef menn vilja gera eitthvað annað. Hagkaup getur bara beðið eins og við hin.“ Aðspurður hvernig hann svari þeim sem segja netsölu áfengis standast lög segir hann. „Ég segi bara lesið áfengislögin. Það er enginn lögfræðingur eða stjórnmálamaður sem hefur verið í frontinum í svona málum sem hefur aldrei viðurkennt að þetta sé eitthvað löglegt. Það eru einstaka þingmenn sem hafa það á tilfinningunni eða finnast þetta vera eitthvað.“ Árni furðar sig á sinnuleysi lögreglu í málaflokknum og segir stjórnvaldið komið með fjögur hundruð kærur á sitt borð vegna áfengisauglýsinga. Sjálfur kærði hann sjálfan sig eftirminnilega til lögreglunnar fyrir áfengiskaup í gegnum netsölu en hefur engin viðbrögð fengið. „Það er bara á tali hjá lögreglunni. Ég veit ekki alveg hvað lögreglan er að gera og þá fer maður að velta því fyrir sér... Erum við að byggja samfélag þannig að þú getir bara fengið þínu fram ef þú ert nógu stór og lögreglan gerir ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég spyr bara hvar er lögreglan í þessu landi í þessu máli?“ Hann segir ekkert neyðarástand í sölu áfengis í landinu og tekur undir orð félags- og vinnumarkaðsráðherra sem segir ÁTVR duga og markaðssamkeppni óþarfa. „Þetta yrði bara mesta lýðheilsuslys Íslandssögunnar ef þetta verður að veruleika, í boði Hagkaupa.“
Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Börn og uppeldi Netverslun með áfengi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira