„Það er svo ótrúlega erfitt að vera synjað um að hitta börnin sín” Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. maí 2024 08:01 Undirbúningur er mikilvægur til að stuðla að farsælli endurkomu fangelsaðra foreldra út í samfélagið á ný og sömuleiðis dregur úr líkum á endurkomu þei Vísir/Vilhelm „Hvað hafa börnin mín gert? Það var ég sem braut af mér en ekki börnin mín. En samt voru það börnin mín sem þurftu örugglega að gjalda mest fyrir þetta. Það er mjög erfitt fyrir mig að díla við það, ég er bara hérna einn á meðan fjölskyldan mín er heima að líða ömurlega. Ég er ekki í neinni aðstöðu til að vera til staðar fyrir börnin,“ segir íslenskur karlmaður sem afplánar dóm í fangelsi. Maðurinn er einn af fimm fangelsuðum feðrum sem Selma Dögg Björgvinsdóttir ræddi við í tengslum við lokaverkefni sitt til MA prófs hjá Menntavísindasviði við Háskóla Íslands en markmið rannsóknarinnar var að kalla eftir sýn fangelsaðra feðra af stuðningi sem býðst í afplánun og hvernig staðið er að undirbúningi fyrir foreldrahlutverkið að afplánun lokinni. Engin sambærileg rannsókn hefur áður verið framkvæmd hér á landi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að fangelsuðum feðrum á Íslandi bjóðist lítill sem enginn stuðningur þegar kemur að foreldrahlutverkinu og samskiptum við eigin börn. Sömuleiðis sé enginn markviss undirbúningur fyrir foreldrahlutverkið að afplánun lokinni. Stuðningur við fangelsaða foreldra, eins og með fræðslu og ráðgjöf um uppeldi, nýtist ekki síður börnum fanganna en þeim sjálfum og hefur þar af leiðandi samfélagslegan ávinning. Börn fanga eru í áhættuhópi Selma starfaði áður sem lögreglumaður og lauk BA námi í lögreglufræðum áður en hún fór í meistaranám í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Hún segir að reynslan úr meistaranáminu, sem og reynsla hennar úr lögreglustarfinu hafi kveikt áhuga hennar á þessu viðfangsefni. Selma er sjálf móðir og kemur úr úr stórum systkinahópi og segir þetta málefni, það er segja velferð barna, standa sér afar nærri. Hún bendir á að þó svo að áherslupunktur meistaraverksins sé fangelsaðir feður þá sé uppspretta hugmyndarinnar að rannsókninni komin út frá áhættuhegðun þeirra barna sem eiga foreldri í fangelsi og hvað er sem veldur slíkri áhættuhegðun. Rannsóknir hafa sýnt að börn, sem alast upp við erfiðar aðstæður eða verða fyrir áföllum, til dæmis að foreldri fari í fangelsi eru í áhættuhópi að leiðast út í afbrotahegðun og enda sjálf í fangelsi. Eitt af viðfangsefnunum í meistaranáminu hjá Selmu í uppeldis-og menntunarfræði voru málefni foreldra í fangelsi. „Og þar eiginlega spratt áhuginn fyrir alvöru og í kjölfarið fór ég að kanna nánar hvernig aðstæðurnar eru hér á landi, það er að segja stuðningur við foreldra í fangelsi. Og það blasti strax við að það er nánast ekkert í boði.“ Umræðan um málefni fanga og réttindi þeirra getur oft orðið ansi óvægin. Viðhorf almennings í garð brotamanna er oft litað af heift. Selma telur mikilvægt að hagsmunir barnanna séu hafðir að leiðarljósi í þessum efnum. „Ég skil það mjög vel að þetta „triggeri“ marga þá sem sitja hinu megin, það er að segja þolendur afbrota og aðstandendur þeirra. Það má auðvitað ekki gleyma þeim. Maður tekur eftir því að í samfélaginu er alveg viss vorkunn með börnum fanga, svona „æ, greyið þau“ hugsun. Viðhorfið til þeirra sem eru foreldrar og fara í fangelsi virðist vera litað af þeirra hugsun að þessir einstaklingar geti sjálfum sér um kennt; þeir hafi valið að fara að þessa leið og það sé þeim að kenna að þetta sé að hafa þessi áhrif á börnin þeirra,“ segir hún. „Staðreyndin er hins vegar sú að langflestir af þessum foreldrum áttu sjálfir hræðilega æsku sem er lituð af áföllum, sem hefur gert það að verkum að þeir feta þennan veg í lífinu. Það sem mér finnst standa upp úr varðandi þessa rannsókn er það að ef við hjálpum foreldrum í fangelsi og veitum þeim stuðning og tækifæri til að sinna börnunum sínum þá á það eftir að skapa jákvæða keðjuverkun. Við getum komið þannig í veg fyrir að afbrotahegðun berist á milli kynslóða.“ Skelfilegar frásagnir Sem fyrr segir ræddi Selma við fimm karlmenn í tengslum við rannsóknina sem allir eiga það sameiginlegt að hafa afplánað fangelsisdóm á Íslandi, ásamt því að vera feður og hafa átt börn þegar þeir afplánuðu fangelsisdóm. Mennirnir afplánuðu dóm allt frá níu mánuðum upp í sjö ár og voru allir nema einn í sambúð. Auk fyrrum fanganna ræddi Selma einnig við tvo starfandi félagsráðgjafa fangelsismálastofnunnar, Guðmund Inga Þóroddsson formann afstöðu fanga og annara áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun og Pál E. Winkel fangelsismálastjóra. Selma segir að það hafi þó ekki verið vandkvæðalaust að fá fyrrum fangana til viðtals, en það hafðist að lokum. „Það er auðvitað allt annað en auðvelt að koma fram og segja frá erfiðum aðstæðum eða reynslu í æsku, vankunáttu í foreldrahlutverkinu eða að hafa brugðist börnunum sínum á einhvern hátt. Það spilaði líka kanski eitthvað inn í að ég er fyrrum lögreglumaður, og margir af þeim sem sitja inn í hafa slæma reynslu af lögreglunni.“ Æskufrásagnir mannanna fimm sem Selma ræddi við eru margar hverjar átakanlegar og einkennast flestar af fátækt, vanrækslu, slitróttri skólagöngu, ADHD greiningu, áhættuhegðun, ofbeldi og síðast en ekki síst áföllum. Ítrekað kom fram að þeir töldu upptalin atriði eiga stóran þátt í mótun þeirra sem manneskjur og síðar sem brotamenn. Fangelsið Litla Hraun á Eyrarbakka. Vísir/Vilhelm Einn úr hópnum, sem gefið er nafnið Rökkvi, lýsir til að mynda mikilli vanrækslu í æsku vegna mikillar áfengisdrykkju og óreglu hjá móður hans, sem var hans eini umönnunaraðili á æskuárum. Hann upplifði gífurlegt heimilisofbeldi af hálfu stjúpföður síns eða „kallsins.“ Lögreglan kom á heimilið tvisvar til þrisvar í viku, þó svo að aldrei hafi hafi aðstoð borist. „Það voru allir barðir og misnotaðir, brenndir og hengdir og kýldir á þessu heimili. Svo þegar ég er orðinn 11 eða 12 ára þá er ég farinn að reyna að slást við hann frekar en að horfa á hann berja mömmu mína. Þá uppgötvaði kallinn það að mér myndi finnast það verra ef hann væri að gera eitthvað við mömmu, því mér fannst allt í lagi ef hann væri að gera eitthvað við mig. En þá var hann bara farinn að læsa hana inni í herbergi og brenna hana með sígarettum svo að ég myndi heyra það í gegn.“ Annar úr hópnum, sem gefið er nafnið Hektor, segir að allir í fangelsi komi úr hörðum bakgrunni. Allir nema „bankakarlarnir. “ „Þeir koma frá ömurlegu heimili, slæmu uppeldi, strákarnir yfirleitt föðurlausir. Við bara kunnum þetta ekki. Yirleitt gerum við eins og aðstæðurnar sem við komum úr. Ég ákvað að taka alveg hina leiðina en ég sá það mjög oft að menn gerðu bara eins og fyrir þeim var haft þegar þeir voru yngri.“ Á öðrum stað segir Hektor að hann hafi ekki fengið neinn undirbúning fyrir afplánuna, þá sérstaklega þegar kom að því að undirbúa börnin hans. Í hans tilfelli var hann „hirtur af lögreglunni með vopnavaldi út á götu og hent niður á Hverfisgötu -og svo þaðan í klefann á Hólmsheiði í einagrunarvist.“ „Pabbi er að vinna á sjónum“ Fyrrum fanganir lýsa einnig þeim tilfinningum sem fangar sýndu í afplánun tengdu því að vera í burtu frá börnunum sínum. Rökkvi segir það hafa komið sér á óvart hvað menn sýndu miklar tilfinningar tengdar gríðalegum söknuði og að „hörðustu menn hafi grenjað á kvöldin“. Annar úr hópnum, sem gefið er nafnið Styrkár, segir menn tala „afskaplega fallega um börnin sín.“ „Það elska allir börnin sín, það sakna allir barna sinna og hlakka til að hitta þau í dagsleyfi. Menn ljómuðu alveg og ég held það sé alveg gegnumgangandi að menn elski börnin sín, hvort þeir séu síðan góðir feður þegar á reynir þegar neysla, fjölskylduaðstæður og annað svoleiðis er komið inn það er annar hlutur.“ Misjafnt var hversu miklar upplýsingar börn mannanna fimm fengu um ástæður fangelsisvistar og sum börn fengu ekki að vita sannleikan um fjarveru þeirra. Styrkár segir mjög algengt að börnum sé sagt að faðir þeirra „sé á sjónum að vinna.“ Til dæmis sagðist Rökkvi vera að „vinna í sveitinni “og Hektor sagði yngsta barninu sínu að hann væri bóndi á bóndabæ. Í tilfelli Hektors var hins vegar ómögulegt að halda því leyndu frá eldri börnunum að hann væri á leið í fangelsi þar sem lögreglan mætti heim til þeirra, framkvæmdi húsleit og að hans sögn „snéri húsinu þeirra á hvolf, í viðurvist barnanna“. Hann bætir við að á þessum tímapunkti hafi honum og barnsmóður hans ekki boðist nein aðstoð. „Það var engin aðstoð fyrir hana né börnin og sama átti við um mig, það var engin aðstoð fyrir mig. Það er enginn sem grípur einn eða neinn í þessum aðstæðum.“ Rökkvi segir jafnframt að mikil þörf sé á þverfaglegu teymi í fangelsin, og þá sérstaklega þegar kemur að stuðningi við foreldrahlutverkið: „Hugsaðu þér bara mikilvægi þess að þú komir inn og það er einhver sem getur leiðbeint þér með samskipti og umgengni við börnin þín. Það er bara krúsíal. Þegar menn eru í góðum samskiptum við börnin sín þá eru þeir rólegri. Þá ertu með betri mann, það er bara staðreynd. Og ef það er klippt á það þá eru menn miklu bilaðri en áður en þeir áttu börnin, það er svo ótrúlega erfitt að vera synjað um að hitta börnin sín.” Djúpstæð áhrif Mennirnir fimm minnast einnig allir á að fjölskyldumeðlimir þeirra hafi þurft að upplifa margvíslega erfiðleika vegna fangelsisvistarinnar. Á bakvið hvern fanga er fjöldi fólks, hvort sem það eru fjölskyldur, vinir, samfélagið eða börn þeirra. „Það vantar allt í þetta kerfi til þess að hlúa að aðstandendum, eins og foreldrum, mökum og börnum, það vantar allt fyrir þau, líf þeirra fer líka bara á hold,“ segir Flóki. Þeir greina einnig frá erfiðleikum barna sinna við að eiga föður í fangelsi. Einn þeirra bendir á að margir átti sig ekki á því hversu djúpstæð áhrif fangelsisvist getur haft á börnin. Þá segir Flóki það sorglega staðreynd að börnum fanga bjóðist enginn stuðningur. Þau séu engu að síður fórnarlömbin í þessu öllu saman. Viðmælendurnir sögðu að enginn markviss stuðningur stæði til boða fyrir fangelsaða foreldra, hvorki í formi foreldrafræðslu, uppeldisráðgjafar eða annarra námskeiða tengdum foreldrahlutverkinu.Vísir/Vilhelm Mennirnir greina einnig frá neikvæðum áhrifum fangelsisvistar þeirra á börnin þeirra, sem þurfi að upplifa gríðarlega mikla sorg. Þeir segja erfitt að enginn faglegur stuðningur bjóðist börnum og að öllu jöfnu þurfi foreldrar að „finna upp hjólið“ í hvert sinn. Flóki nefnir sem að dæmi að barnið hans hafi þurft mörg ár til að fyrirgefa honum að yfirgefa sig þegar hann fór í fangelsi. Barnið upplifði mikla höfnun þegar hann fór í fangelsi og þegar hann lauk fangelsisvistinni hafi hann ekki mátt koma nálægt því fyrst um sinn. Segir hann fangelsisvistina hafa gert það að verkum að samband þeirra hefur aldrei orðið eins og það var fyrir afplánun. Þegar fyrrum fangarnir fimm eru spurðir út í heimsóknir í fangelsin segir Rökkvi að heimsóknirnir hafi reynst börnunum hans erfiðar þar sem umhverfið í fangelsum sé „ekki barnvænt, mikið um öskur, brjálæði og óeðlilegar aðstæður fyrir börn að koma í.“ Flóki er á sama máli og segir „börn eiga ekkert heima í fangelsi.“ „En þetta var það eina sem maður gat.“ Þörf á barnafulltrúum Selma segist vona að rannsóknin muni leiða til aukins stuðnings við foreldrahlutverk fanga til þess að sem minnstur skaði verði á tengslum milli foreldris og barns, í og eftir afplánun. Sömuleiðis að gera fangelsaða foreldra meira tilbúna að takast á við foreldrahlutverkið að afplánun lokinni. Þá telur hún að þörf sé á sérfræðingum úr velferðarkerfinu til að styðja við fangelsaða foreldra en einnig sérstökum barnafulltrúum sem hafa það markmið að styðja og hlúa að börnum fangelsaðra foreldra. Bendir hún á að slíkir fulltrúar er til staðar í fangelsum allstaðar á Norðurlöndum. „Með því að styðja við fangelsaða foreldra, verða börn þeirra fyrir minni skaða af völdum fangelsunar foreldris en ella, sem þar af leiðandi dregur úr líkum á keðjuverkun fangelsunar.“ Hún bendir á að það sé mikilvægt að þeir sem koma að fangelsismálum séu meðvitaðir um áhrif æskunnar á fangelsaða foreldra og lögð sé meiri áhersla á að styðja við þá til að koma í veg fyrir að börn þeirra verði fyrir sams konar áhrifum. „Fyrir barn að eiga foreldri í fangelsi er áfall út af fyrir sig en að eiga foreldri sem skortir hæfni í sjálfu foreldrahlutverkinu vegna þess að það þekki ekkert annað er vandamál sem hægt er að koma í veg fyrir með því að veita foreldrinu viðeigandi stuðning við foreldrahlutverkið.“ Fangelsismál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Réttindi barna Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Maðurinn er einn af fimm fangelsuðum feðrum sem Selma Dögg Björgvinsdóttir ræddi við í tengslum við lokaverkefni sitt til MA prófs hjá Menntavísindasviði við Háskóla Íslands en markmið rannsóknarinnar var að kalla eftir sýn fangelsaðra feðra af stuðningi sem býðst í afplánun og hvernig staðið er að undirbúningi fyrir foreldrahlutverkið að afplánun lokinni. Engin sambærileg rannsókn hefur áður verið framkvæmd hér á landi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að fangelsuðum feðrum á Íslandi bjóðist lítill sem enginn stuðningur þegar kemur að foreldrahlutverkinu og samskiptum við eigin börn. Sömuleiðis sé enginn markviss undirbúningur fyrir foreldrahlutverkið að afplánun lokinni. Stuðningur við fangelsaða foreldra, eins og með fræðslu og ráðgjöf um uppeldi, nýtist ekki síður börnum fanganna en þeim sjálfum og hefur þar af leiðandi samfélagslegan ávinning. Börn fanga eru í áhættuhópi Selma starfaði áður sem lögreglumaður og lauk BA námi í lögreglufræðum áður en hún fór í meistaranám í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Hún segir að reynslan úr meistaranáminu, sem og reynsla hennar úr lögreglustarfinu hafi kveikt áhuga hennar á þessu viðfangsefni. Selma er sjálf móðir og kemur úr úr stórum systkinahópi og segir þetta málefni, það er segja velferð barna, standa sér afar nærri. Hún bendir á að þó svo að áherslupunktur meistaraverksins sé fangelsaðir feður þá sé uppspretta hugmyndarinnar að rannsókninni komin út frá áhættuhegðun þeirra barna sem eiga foreldri í fangelsi og hvað er sem veldur slíkri áhættuhegðun. Rannsóknir hafa sýnt að börn, sem alast upp við erfiðar aðstæður eða verða fyrir áföllum, til dæmis að foreldri fari í fangelsi eru í áhættuhópi að leiðast út í afbrotahegðun og enda sjálf í fangelsi. Eitt af viðfangsefnunum í meistaranáminu hjá Selmu í uppeldis-og menntunarfræði voru málefni foreldra í fangelsi. „Og þar eiginlega spratt áhuginn fyrir alvöru og í kjölfarið fór ég að kanna nánar hvernig aðstæðurnar eru hér á landi, það er að segja stuðningur við foreldra í fangelsi. Og það blasti strax við að það er nánast ekkert í boði.“ Umræðan um málefni fanga og réttindi þeirra getur oft orðið ansi óvægin. Viðhorf almennings í garð brotamanna er oft litað af heift. Selma telur mikilvægt að hagsmunir barnanna séu hafðir að leiðarljósi í þessum efnum. „Ég skil það mjög vel að þetta „triggeri“ marga þá sem sitja hinu megin, það er að segja þolendur afbrota og aðstandendur þeirra. Það má auðvitað ekki gleyma þeim. Maður tekur eftir því að í samfélaginu er alveg viss vorkunn með börnum fanga, svona „æ, greyið þau“ hugsun. Viðhorfið til þeirra sem eru foreldrar og fara í fangelsi virðist vera litað af þeirra hugsun að þessir einstaklingar geti sjálfum sér um kennt; þeir hafi valið að fara að þessa leið og það sé þeim að kenna að þetta sé að hafa þessi áhrif á börnin þeirra,“ segir hún. „Staðreyndin er hins vegar sú að langflestir af þessum foreldrum áttu sjálfir hræðilega æsku sem er lituð af áföllum, sem hefur gert það að verkum að þeir feta þennan veg í lífinu. Það sem mér finnst standa upp úr varðandi þessa rannsókn er það að ef við hjálpum foreldrum í fangelsi og veitum þeim stuðning og tækifæri til að sinna börnunum sínum þá á það eftir að skapa jákvæða keðjuverkun. Við getum komið þannig í veg fyrir að afbrotahegðun berist á milli kynslóða.“ Skelfilegar frásagnir Sem fyrr segir ræddi Selma við fimm karlmenn í tengslum við rannsóknina sem allir eiga það sameiginlegt að hafa afplánað fangelsisdóm á Íslandi, ásamt því að vera feður og hafa átt börn þegar þeir afplánuðu fangelsisdóm. Mennirnir afplánuðu dóm allt frá níu mánuðum upp í sjö ár og voru allir nema einn í sambúð. Auk fyrrum fanganna ræddi Selma einnig við tvo starfandi félagsráðgjafa fangelsismálastofnunnar, Guðmund Inga Þóroddsson formann afstöðu fanga og annara áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun og Pál E. Winkel fangelsismálastjóra. Selma segir að það hafi þó ekki verið vandkvæðalaust að fá fyrrum fangana til viðtals, en það hafðist að lokum. „Það er auðvitað allt annað en auðvelt að koma fram og segja frá erfiðum aðstæðum eða reynslu í æsku, vankunáttu í foreldrahlutverkinu eða að hafa brugðist börnunum sínum á einhvern hátt. Það spilaði líka kanski eitthvað inn í að ég er fyrrum lögreglumaður, og margir af þeim sem sitja inn í hafa slæma reynslu af lögreglunni.“ Æskufrásagnir mannanna fimm sem Selma ræddi við eru margar hverjar átakanlegar og einkennast flestar af fátækt, vanrækslu, slitróttri skólagöngu, ADHD greiningu, áhættuhegðun, ofbeldi og síðast en ekki síst áföllum. Ítrekað kom fram að þeir töldu upptalin atriði eiga stóran þátt í mótun þeirra sem manneskjur og síðar sem brotamenn. Fangelsið Litla Hraun á Eyrarbakka. Vísir/Vilhelm Einn úr hópnum, sem gefið er nafnið Rökkvi, lýsir til að mynda mikilli vanrækslu í æsku vegna mikillar áfengisdrykkju og óreglu hjá móður hans, sem var hans eini umönnunaraðili á æskuárum. Hann upplifði gífurlegt heimilisofbeldi af hálfu stjúpföður síns eða „kallsins.“ Lögreglan kom á heimilið tvisvar til þrisvar í viku, þó svo að aldrei hafi hafi aðstoð borist. „Það voru allir barðir og misnotaðir, brenndir og hengdir og kýldir á þessu heimili. Svo þegar ég er orðinn 11 eða 12 ára þá er ég farinn að reyna að slást við hann frekar en að horfa á hann berja mömmu mína. Þá uppgötvaði kallinn það að mér myndi finnast það verra ef hann væri að gera eitthvað við mömmu, því mér fannst allt í lagi ef hann væri að gera eitthvað við mig. En þá var hann bara farinn að læsa hana inni í herbergi og brenna hana með sígarettum svo að ég myndi heyra það í gegn.“ Annar úr hópnum, sem gefið er nafnið Hektor, segir að allir í fangelsi komi úr hörðum bakgrunni. Allir nema „bankakarlarnir. “ „Þeir koma frá ömurlegu heimili, slæmu uppeldi, strákarnir yfirleitt föðurlausir. Við bara kunnum þetta ekki. Yirleitt gerum við eins og aðstæðurnar sem við komum úr. Ég ákvað að taka alveg hina leiðina en ég sá það mjög oft að menn gerðu bara eins og fyrir þeim var haft þegar þeir voru yngri.“ Á öðrum stað segir Hektor að hann hafi ekki fengið neinn undirbúning fyrir afplánuna, þá sérstaklega þegar kom að því að undirbúa börnin hans. Í hans tilfelli var hann „hirtur af lögreglunni með vopnavaldi út á götu og hent niður á Hverfisgötu -og svo þaðan í klefann á Hólmsheiði í einagrunarvist.“ „Pabbi er að vinna á sjónum“ Fyrrum fanganir lýsa einnig þeim tilfinningum sem fangar sýndu í afplánun tengdu því að vera í burtu frá börnunum sínum. Rökkvi segir það hafa komið sér á óvart hvað menn sýndu miklar tilfinningar tengdar gríðalegum söknuði og að „hörðustu menn hafi grenjað á kvöldin“. Annar úr hópnum, sem gefið er nafnið Styrkár, segir menn tala „afskaplega fallega um börnin sín.“ „Það elska allir börnin sín, það sakna allir barna sinna og hlakka til að hitta þau í dagsleyfi. Menn ljómuðu alveg og ég held það sé alveg gegnumgangandi að menn elski börnin sín, hvort þeir séu síðan góðir feður þegar á reynir þegar neysla, fjölskylduaðstæður og annað svoleiðis er komið inn það er annar hlutur.“ Misjafnt var hversu miklar upplýsingar börn mannanna fimm fengu um ástæður fangelsisvistar og sum börn fengu ekki að vita sannleikan um fjarveru þeirra. Styrkár segir mjög algengt að börnum sé sagt að faðir þeirra „sé á sjónum að vinna.“ Til dæmis sagðist Rökkvi vera að „vinna í sveitinni “og Hektor sagði yngsta barninu sínu að hann væri bóndi á bóndabæ. Í tilfelli Hektors var hins vegar ómögulegt að halda því leyndu frá eldri börnunum að hann væri á leið í fangelsi þar sem lögreglan mætti heim til þeirra, framkvæmdi húsleit og að hans sögn „snéri húsinu þeirra á hvolf, í viðurvist barnanna“. Hann bætir við að á þessum tímapunkti hafi honum og barnsmóður hans ekki boðist nein aðstoð. „Það var engin aðstoð fyrir hana né börnin og sama átti við um mig, það var engin aðstoð fyrir mig. Það er enginn sem grípur einn eða neinn í þessum aðstæðum.“ Rökkvi segir jafnframt að mikil þörf sé á þverfaglegu teymi í fangelsin, og þá sérstaklega þegar kemur að stuðningi við foreldrahlutverkið: „Hugsaðu þér bara mikilvægi þess að þú komir inn og það er einhver sem getur leiðbeint þér með samskipti og umgengni við börnin þín. Það er bara krúsíal. Þegar menn eru í góðum samskiptum við börnin sín þá eru þeir rólegri. Þá ertu með betri mann, það er bara staðreynd. Og ef það er klippt á það þá eru menn miklu bilaðri en áður en þeir áttu börnin, það er svo ótrúlega erfitt að vera synjað um að hitta börnin sín.” Djúpstæð áhrif Mennirnir fimm minnast einnig allir á að fjölskyldumeðlimir þeirra hafi þurft að upplifa margvíslega erfiðleika vegna fangelsisvistarinnar. Á bakvið hvern fanga er fjöldi fólks, hvort sem það eru fjölskyldur, vinir, samfélagið eða börn þeirra. „Það vantar allt í þetta kerfi til þess að hlúa að aðstandendum, eins og foreldrum, mökum og börnum, það vantar allt fyrir þau, líf þeirra fer líka bara á hold,“ segir Flóki. Þeir greina einnig frá erfiðleikum barna sinna við að eiga föður í fangelsi. Einn þeirra bendir á að margir átti sig ekki á því hversu djúpstæð áhrif fangelsisvist getur haft á börnin. Þá segir Flóki það sorglega staðreynd að börnum fanga bjóðist enginn stuðningur. Þau séu engu að síður fórnarlömbin í þessu öllu saman. Viðmælendurnir sögðu að enginn markviss stuðningur stæði til boða fyrir fangelsaða foreldra, hvorki í formi foreldrafræðslu, uppeldisráðgjafar eða annarra námskeiða tengdum foreldrahlutverkinu.Vísir/Vilhelm Mennirnir greina einnig frá neikvæðum áhrifum fangelsisvistar þeirra á börnin þeirra, sem þurfi að upplifa gríðarlega mikla sorg. Þeir segja erfitt að enginn faglegur stuðningur bjóðist börnum og að öllu jöfnu þurfi foreldrar að „finna upp hjólið“ í hvert sinn. Flóki nefnir sem að dæmi að barnið hans hafi þurft mörg ár til að fyrirgefa honum að yfirgefa sig þegar hann fór í fangelsi. Barnið upplifði mikla höfnun þegar hann fór í fangelsi og þegar hann lauk fangelsisvistinni hafi hann ekki mátt koma nálægt því fyrst um sinn. Segir hann fangelsisvistina hafa gert það að verkum að samband þeirra hefur aldrei orðið eins og það var fyrir afplánun. Þegar fyrrum fangarnir fimm eru spurðir út í heimsóknir í fangelsin segir Rökkvi að heimsóknirnir hafi reynst börnunum hans erfiðar þar sem umhverfið í fangelsum sé „ekki barnvænt, mikið um öskur, brjálæði og óeðlilegar aðstæður fyrir börn að koma í.“ Flóki er á sama máli og segir „börn eiga ekkert heima í fangelsi.“ „En þetta var það eina sem maður gat.“ Þörf á barnafulltrúum Selma segist vona að rannsóknin muni leiða til aukins stuðnings við foreldrahlutverk fanga til þess að sem minnstur skaði verði á tengslum milli foreldris og barns, í og eftir afplánun. Sömuleiðis að gera fangelsaða foreldra meira tilbúna að takast á við foreldrahlutverkið að afplánun lokinni. Þá telur hún að þörf sé á sérfræðingum úr velferðarkerfinu til að styðja við fangelsaða foreldra en einnig sérstökum barnafulltrúum sem hafa það markmið að styðja og hlúa að börnum fangelsaðra foreldra. Bendir hún á að slíkir fulltrúar er til staðar í fangelsum allstaðar á Norðurlöndum. „Með því að styðja við fangelsaða foreldra, verða börn þeirra fyrir minni skaða af völdum fangelsunar foreldris en ella, sem þar af leiðandi dregur úr líkum á keðjuverkun fangelsunar.“ Hún bendir á að það sé mikilvægt að þeir sem koma að fangelsismálum séu meðvitaðir um áhrif æskunnar á fangelsaða foreldra og lögð sé meiri áhersla á að styðja við þá til að koma í veg fyrir að börn þeirra verði fyrir sams konar áhrifum. „Fyrir barn að eiga foreldri í fangelsi er áfall út af fyrir sig en að eiga foreldri sem skortir hæfni í sjálfu foreldrahlutverkinu vegna þess að það þekki ekkert annað er vandamál sem hægt er að koma í veg fyrir með því að veita foreldrinu viðeigandi stuðning við foreldrahlutverkið.“
Fangelsismál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Réttindi barna Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira