Þrátt fyrir heldur slakt tímabil þá stendur PSG uppi sem tvöfaldur meistari. Liðið var ekki sannfærandi í frönsku deildinni og féll svo úr leik í Meistaradeild Evrópu gegn Borussia Dortmund. Á sama tíma hefur Lyon risið upp frá dauðum en félagið virtist svo gott sem fallið um jólin.
PSG reyndist þó of stór biti fyrir Lyon í dag þar sem Ousmane Dembélé og Fabián Ruiz komu Parísarliðinu 2-0 yfir í fyrri hálfleik.
Jake O‘Brien minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik en nær komst Lyon ekki og PSG franskur bikarmeistari árið 2024.