Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2024 08:34 Rútan valt utan vegar með 26 farþega innanborðs. Aðsend Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekkert enn vitað um tildrög slyssins. Veðuraðstæður hafi verið góðar á slysstað. „Það eru engar fréttir af fólkinu. Það er sama og í gærkvöldi. Það voru allir fluttir á sjúkrastofnun og þeir sem eru enn inni eru í aðhlynningu. Ég hef ekki frekari upplýsingar um líðan en það mun koma í ljós í dag,“ segir Jón Gunnar og að áverkar hafi verið allt frá marblettum til annarra alvarlegri meiðsla. „Síðast þegar ég vissi voru allir stabílir.“ Slysið átti sér stað nærri bænum Stokkalæk. Blái punkturinn á kortinu er bærinn.Mynd/Kortavefsjá Skýrslutökur muni taka tíma Jón Gunnar segir tildrög slyssins enn í rannsókn. Það eigi eftir að taka skýrslu af rútubílstjóranum og farþegum. Mögulega verði rætt við bílstjórann og einhverja farþega í dag. „Það er alveg möguleiki að það verði rætt við bílstjórann, en svo á eftir að ræða við alla farþega. Þetta á eftir að taka smá tíma.“ Mikill viðbúnaður var í gær vegna slyssins.Aðsend Virkjuðu hópslysaáætlun Eins og kom fram í fréttum í gær voru 26 farþegar í rútunni auk bílstjóra. Fólkið var saman í hópferð. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Sjö voru fluttir á slysadeild í Reykjavík með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Aðrir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eftir að tilkynning um slysið barst var hópslysaáætlun virkjuð og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Sjúkraflutningarmenn HSU sinntu slösuðum og sendi slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þrjá sjúkrabíla á vettvang. Tugir viðbragðsaðila voru að störfum á vettvangi. Rauði krossinn á Íslandi opnaði í gær söfnunarsvæði aðstandenda vegna slyssins á Eyrarvegi 23 á Selfossi í húsnæði Rauða krossins í Árnessýslu. Rangárþing ytra Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekkert enn vitað um tildrög slyssins. Veðuraðstæður hafi verið góðar á slysstað. „Það eru engar fréttir af fólkinu. Það er sama og í gærkvöldi. Það voru allir fluttir á sjúkrastofnun og þeir sem eru enn inni eru í aðhlynningu. Ég hef ekki frekari upplýsingar um líðan en það mun koma í ljós í dag,“ segir Jón Gunnar og að áverkar hafi verið allt frá marblettum til annarra alvarlegri meiðsla. „Síðast þegar ég vissi voru allir stabílir.“ Slysið átti sér stað nærri bænum Stokkalæk. Blái punkturinn á kortinu er bærinn.Mynd/Kortavefsjá Skýrslutökur muni taka tíma Jón Gunnar segir tildrög slyssins enn í rannsókn. Það eigi eftir að taka skýrslu af rútubílstjóranum og farþegum. Mögulega verði rætt við bílstjórann og einhverja farþega í dag. „Það er alveg möguleiki að það verði rætt við bílstjórann, en svo á eftir að ræða við alla farþega. Þetta á eftir að taka smá tíma.“ Mikill viðbúnaður var í gær vegna slyssins.Aðsend Virkjuðu hópslysaáætlun Eins og kom fram í fréttum í gær voru 26 farþegar í rútunni auk bílstjóra. Fólkið var saman í hópferð. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Sjö voru fluttir á slysadeild í Reykjavík með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Aðrir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eftir að tilkynning um slysið barst var hópslysaáætlun virkjuð og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Sjúkraflutningarmenn HSU sinntu slösuðum og sendi slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þrjá sjúkrabíla á vettvang. Tugir viðbragðsaðila voru að störfum á vettvangi. Rauði krossinn á Íslandi opnaði í gær söfnunarsvæði aðstandenda vegna slyssins á Eyrarvegi 23 á Selfossi í húsnæði Rauða krossins í Árnessýslu.
Rangárþing ytra Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36