Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2024 08:34 Rútan valt utan vegar með 26 farþega innanborðs. Aðsend Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekkert enn vitað um tildrög slyssins. Veðuraðstæður hafi verið góðar á slysstað. „Það eru engar fréttir af fólkinu. Það er sama og í gærkvöldi. Það voru allir fluttir á sjúkrastofnun og þeir sem eru enn inni eru í aðhlynningu. Ég hef ekki frekari upplýsingar um líðan en það mun koma í ljós í dag,“ segir Jón Gunnar og að áverkar hafi verið allt frá marblettum til annarra alvarlegri meiðsla. „Síðast þegar ég vissi voru allir stabílir.“ Slysið átti sér stað nærri bænum Stokkalæk. Blái punkturinn á kortinu er bærinn.Mynd/Kortavefsjá Skýrslutökur muni taka tíma Jón Gunnar segir tildrög slyssins enn í rannsókn. Það eigi eftir að taka skýrslu af rútubílstjóranum og farþegum. Mögulega verði rætt við bílstjórann og einhverja farþega í dag. „Það er alveg möguleiki að það verði rætt við bílstjórann, en svo á eftir að ræða við alla farþega. Þetta á eftir að taka smá tíma.“ Mikill viðbúnaður var í gær vegna slyssins.Aðsend Virkjuðu hópslysaáætlun Eins og kom fram í fréttum í gær voru 26 farþegar í rútunni auk bílstjóra. Fólkið var saman í hópferð. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Sjö voru fluttir á slysadeild í Reykjavík með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Aðrir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eftir að tilkynning um slysið barst var hópslysaáætlun virkjuð og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Sjúkraflutningarmenn HSU sinntu slösuðum og sendi slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þrjá sjúkrabíla á vettvang. Tugir viðbragðsaðila voru að störfum á vettvangi. Rauði krossinn á Íslandi opnaði í gær söfnunarsvæði aðstandenda vegna slyssins á Eyrarvegi 23 á Selfossi í húsnæði Rauða krossins í Árnessýslu. Rangárþing ytra Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Upplifði að hann hefði dáið eftir stunguárás í sumarbústað Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira
Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekkert enn vitað um tildrög slyssins. Veðuraðstæður hafi verið góðar á slysstað. „Það eru engar fréttir af fólkinu. Það er sama og í gærkvöldi. Það voru allir fluttir á sjúkrastofnun og þeir sem eru enn inni eru í aðhlynningu. Ég hef ekki frekari upplýsingar um líðan en það mun koma í ljós í dag,“ segir Jón Gunnar og að áverkar hafi verið allt frá marblettum til annarra alvarlegri meiðsla. „Síðast þegar ég vissi voru allir stabílir.“ Slysið átti sér stað nærri bænum Stokkalæk. Blái punkturinn á kortinu er bærinn.Mynd/Kortavefsjá Skýrslutökur muni taka tíma Jón Gunnar segir tildrög slyssins enn í rannsókn. Það eigi eftir að taka skýrslu af rútubílstjóranum og farþegum. Mögulega verði rætt við bílstjórann og einhverja farþega í dag. „Það er alveg möguleiki að það verði rætt við bílstjórann, en svo á eftir að ræða við alla farþega. Þetta á eftir að taka smá tíma.“ Mikill viðbúnaður var í gær vegna slyssins.Aðsend Virkjuðu hópslysaáætlun Eins og kom fram í fréttum í gær voru 26 farþegar í rútunni auk bílstjóra. Fólkið var saman í hópferð. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Sjö voru fluttir á slysadeild í Reykjavík með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Aðrir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eftir að tilkynning um slysið barst var hópslysaáætlun virkjuð og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Sjúkraflutningarmenn HSU sinntu slösuðum og sendi slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þrjá sjúkrabíla á vettvang. Tugir viðbragðsaðila voru að störfum á vettvangi. Rauði krossinn á Íslandi opnaði í gær söfnunarsvæði aðstandenda vegna slyssins á Eyrarvegi 23 á Selfossi í húsnæði Rauða krossins í Árnessýslu.
Rangárþing ytra Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Upplifði að hann hefði dáið eftir stunguárás í sumarbústað Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira
Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36