Þetta snýst um orkuna Hildur Sif Thorarensen skrifar 26. maí 2024 18:02 Flestir halda að forsetaembættið sé puntembætti sem snýst mest um að taka í hendina á ráðamönnum og mæta prúðbúinn í teboð. Raunin er hins vegar sú að í þessu embætti felst mikið meira og mikilvægara hlutverk og því má ekki gleyma þegar krossinn er settur við þann frambjóðanda er við teljum að muni sinna embættinu best. Undanfarin ár hafa raddir um orkuöryggi, orkuskort og græna orku farið hærra og hærra og með hverri áttundinni sem þær hækka, þeim mun verðmætari verða orkuinnviðir íslensku þjóðarinnar. Við höldum eflaust mörg að Landsvirkjun verði aldrei seld frá okkur, því þjóðin muni ekki leyfa það, en í því samhengi skulum við líta til HS Orku sem við héldum einnig að færi aldrei úr höndum sveitarfélaganna. Árið 2011 var hún hins vegar seld að fullu og er nú í meirihlutaeigu útlendinga. Samkvæmt fréttum hefur hún á þeim tíma tvöfaldast í verði og því töpuðu sveitarfélögin á Reykjanesinu svo sannarlega á þessari sölu. Auðlindirnar eru hins vegar ekki eingöngu orkan en þær eru einnig firðirnir, náttúran og íslenska drykkjarvatnið og því tel ég að það sé fátt mikilvægara en að velja sér frambjóðanda sem almenningur treystir til að verja þessar gersemar. Valið er vissulega erfitt því margir eru möguleikarnir og miklir eru kostir hvers og eins. Þrátt fyrir það þá ætla ég að leyfa mér að undanskilja einn möguleika því viðkomandi hefur, eins og Maya Angelou komst svo vel að orði, sýnt mér hver hún er og ég kýs að trúa henni. Að svíkja kjósendur sína með umsókn um Evrópusambandið, og tilheyrandi innleiðingu á evrópureglugerðum í íslensk lög, kveikir á langrækni og óánægju innra með mér sem ég á bágt með að kyngja. Þegar ég vel mér forseta þá velti ég því fyrir mér hvaða forseta ég treysti til að verja hagsmuni mína. Ég legg upp úr því að forsetinn tali gott mál, sé vinsamlegur í viðmóti og komi vel fyrir því hans hlutverk mun vera að tala mínu máli við erlenda þjóðhöfðingja. Það yljar mér um hjartarætur að sjá hversu margir frambjóðendur eru sannir Íslendingar sem þekkja bæði landsbyggðina og höfuðborgina og maður finnur næstum ilminn af nýslegnu heyi þegar maður hlustar á þá tala. Það er nefnilega mikilvægt að forsetinn sé þjóð sinni til sóma og táknmynd hennar í hugsunum og fasi. Valið í ár er svo sannarlega ekki auðvelt og ég skil vel að þjóðin skiptist nokkuð jafnt á milli þeirra frambjóðenda sem fremstir standa. Ég tel hins vegar að með innsæi getum við fundið þann frambjóðanda sem hentar okkur og því sem við teljum vera mikilvægast. Fyrir mér er það fyrsta sem ég set á oddinn Landsvirkjun og salan á henni. Ég mun aldrei samþykkja að hún fari úr þjóðareigu. Það næsta er Evrópusambandið, en eins og áður kom fram, þá hef ég sérstaka andúð á því og set það fyrir mig ef frambjóðendur myndu sjálfir hafa hug á að ganga í það. Það þriðja sem skiptir mig máli er íslenskan og áhugi einstaklingsins á landi og þjóð. Eftir að hafa lagt saman öll þau atriði sem skipta mig máli þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Halla Hrund Logadóttir sé minn forseti og því ætla ég mér að kjósa hana. Ekki kemur það heldur að sök að ég hef kannast við manninn hennar síðan við spiluðum saman fótbolta á Austurbæjarskólalóðinni í denn. Kristján, eða Krissi eins og ég þekki hann, er harðduglegur, skynsamur og góður maður. Hann vill öllum vel og hefur alla tíð nálgast vandamál af innsæi og miklum kjarki. Krissi mun standa eins og óbifanleg stoð við bakið á henni Höllu sinni og ég veit fyrir víst að hann verður þjóðinni til sóma. Að lokum vil ég skora á Arnar Þór að bjóða sig fram á þing aftur því ég tel hans góðu kraftar muni nýtast betur þar. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jarðhiti Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Flestir halda að forsetaembættið sé puntembætti sem snýst mest um að taka í hendina á ráðamönnum og mæta prúðbúinn í teboð. Raunin er hins vegar sú að í þessu embætti felst mikið meira og mikilvægara hlutverk og því má ekki gleyma þegar krossinn er settur við þann frambjóðanda er við teljum að muni sinna embættinu best. Undanfarin ár hafa raddir um orkuöryggi, orkuskort og græna orku farið hærra og hærra og með hverri áttundinni sem þær hækka, þeim mun verðmætari verða orkuinnviðir íslensku þjóðarinnar. Við höldum eflaust mörg að Landsvirkjun verði aldrei seld frá okkur, því þjóðin muni ekki leyfa það, en í því samhengi skulum við líta til HS Orku sem við héldum einnig að færi aldrei úr höndum sveitarfélaganna. Árið 2011 var hún hins vegar seld að fullu og er nú í meirihlutaeigu útlendinga. Samkvæmt fréttum hefur hún á þeim tíma tvöfaldast í verði og því töpuðu sveitarfélögin á Reykjanesinu svo sannarlega á þessari sölu. Auðlindirnar eru hins vegar ekki eingöngu orkan en þær eru einnig firðirnir, náttúran og íslenska drykkjarvatnið og því tel ég að það sé fátt mikilvægara en að velja sér frambjóðanda sem almenningur treystir til að verja þessar gersemar. Valið er vissulega erfitt því margir eru möguleikarnir og miklir eru kostir hvers og eins. Þrátt fyrir það þá ætla ég að leyfa mér að undanskilja einn möguleika því viðkomandi hefur, eins og Maya Angelou komst svo vel að orði, sýnt mér hver hún er og ég kýs að trúa henni. Að svíkja kjósendur sína með umsókn um Evrópusambandið, og tilheyrandi innleiðingu á evrópureglugerðum í íslensk lög, kveikir á langrækni og óánægju innra með mér sem ég á bágt með að kyngja. Þegar ég vel mér forseta þá velti ég því fyrir mér hvaða forseta ég treysti til að verja hagsmuni mína. Ég legg upp úr því að forsetinn tali gott mál, sé vinsamlegur í viðmóti og komi vel fyrir því hans hlutverk mun vera að tala mínu máli við erlenda þjóðhöfðingja. Það yljar mér um hjartarætur að sjá hversu margir frambjóðendur eru sannir Íslendingar sem þekkja bæði landsbyggðina og höfuðborgina og maður finnur næstum ilminn af nýslegnu heyi þegar maður hlustar á þá tala. Það er nefnilega mikilvægt að forsetinn sé þjóð sinni til sóma og táknmynd hennar í hugsunum og fasi. Valið í ár er svo sannarlega ekki auðvelt og ég skil vel að þjóðin skiptist nokkuð jafnt á milli þeirra frambjóðenda sem fremstir standa. Ég tel hins vegar að með innsæi getum við fundið þann frambjóðanda sem hentar okkur og því sem við teljum vera mikilvægast. Fyrir mér er það fyrsta sem ég set á oddinn Landsvirkjun og salan á henni. Ég mun aldrei samþykkja að hún fari úr þjóðareigu. Það næsta er Evrópusambandið, en eins og áður kom fram, þá hef ég sérstaka andúð á því og set það fyrir mig ef frambjóðendur myndu sjálfir hafa hug á að ganga í það. Það þriðja sem skiptir mig máli er íslenskan og áhugi einstaklingsins á landi og þjóð. Eftir að hafa lagt saman öll þau atriði sem skipta mig máli þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Halla Hrund Logadóttir sé minn forseti og því ætla ég mér að kjósa hana. Ekki kemur það heldur að sök að ég hef kannast við manninn hennar síðan við spiluðum saman fótbolta á Austurbæjarskólalóðinni í denn. Kristján, eða Krissi eins og ég þekki hann, er harðduglegur, skynsamur og góður maður. Hann vill öllum vel og hefur alla tíð nálgast vandamál af innsæi og miklum kjarki. Krissi mun standa eins og óbifanleg stoð við bakið á henni Höllu sinni og ég veit fyrir víst að hann verður þjóðinni til sóma. Að lokum vil ég skora á Arnar Þór að bjóða sig fram á þing aftur því ég tel hans góðu kraftar muni nýtast betur þar. Höfundur er verkfræðingur.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun