Dæmi um að börn þori ekki út í frímínútur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2024 19:16 Björn Páll Fálki Valsson, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla. Vísir/Rúnar Foreldrafélög grunnskóla í Hafnarfirði hafa stóreflt foreldrarölt vegna manns sem veist hefur að börnum. Börn eru mörg hver afar slegin vegna málsins. Fyrir helgi var greint frá því að lögregla hefði hert leit að manni sem veist hefur að börnum í Hafnarfirði, alls fjórum sinnum. Fyrsta atvikið átti sér stað við Víðistaðatún í upphafi mánaðar. Viku síðar kom upp mál við Engidalsskóla, fyrir rúmri viku var karlmaður sagður hafa elt barn og boðið því nammi. Síðastliðinn miðvikudag veittist maður að stúlku á göngustíg skammt frá Víðistaðaskóla. Skipta sér niður á skólalóðina Foreldrafélag Víðistaðaskóla hefur stóreflt foreldrarölt sitt vegna málsins, á meðan lögregla leitar mannsins. „Við ákváðum að gera það á fimmtudaginn í síðustu viku og skipulögðum foreldrarölt. Við erum að hittast hér við inngang Víðistaðaskóla hálf átta á morgnana, kannski sex til átta foreldrar, og skiptum okkur niður á skólalóðina og erum til staðar börnin okkar,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla. Fleiri foreldrafélög hafi gert sams konar ráðstafanir. „Ég veit að foreldrafélag Engidalsskóla gerði þetta líka, ákvað að hafa foreldravakt að morgni og líka seinni partinn. Það er eitthvað sem við munum skoða líka, hvort það sé þörf á því.“ Börnin mætist á miðri leið Björn á sjálfur þrjú börn í Víðistaðaskóla, og segir málið hafa mjög slæm áhrif á foreldra. „Þeir foreldrar sem eiga þessi börn sem hafa lent í þessu, ég hef rætt aðeins við þau. Þau eru mjög slegin, þetta er mjög erfitt fyrir þau.“ Börnin í skólanum séu afar meðvituð um málið, og finnist það óþægilegt. „Skólastjórinn sagði fyrir helgi að sum börn hafi bara brostið í grát og meira að segja ekki viljað fara út í frímínútur, sem er mjög leiðinlegt. Ég veit að skólinn hefur aukið eftirlit í frímínútum, það fara fleiri kennarar út, og við þökkum kærlega fyrir það. Ég veit að mörg börnin eiga erfitt með að labba til vina sinna, bara núna um helgina. Þau hafa þá gert það að labba á móti hvort öðru eða fengið eldra systkini með. Þannig að þetta er allt mjög skrýtið,“ segir Björn. Foreldrar voni að maðurinn náist, og komist undir læknis hendur. „Við vitum að lögreglan hefur stóraukið eftirlit hérna, við höfum séð þá, bæði einkennisklæddir og óeinkennisklæddir hér í kringum skólann, og tekið röltið með okkur á foreldravaktinni. Við þökkum fyrir það.“ Hafnarfjörður Börn og uppeldi Lögreglumál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Sjá meira
Fyrir helgi var greint frá því að lögregla hefði hert leit að manni sem veist hefur að börnum í Hafnarfirði, alls fjórum sinnum. Fyrsta atvikið átti sér stað við Víðistaðatún í upphafi mánaðar. Viku síðar kom upp mál við Engidalsskóla, fyrir rúmri viku var karlmaður sagður hafa elt barn og boðið því nammi. Síðastliðinn miðvikudag veittist maður að stúlku á göngustíg skammt frá Víðistaðaskóla. Skipta sér niður á skólalóðina Foreldrafélag Víðistaðaskóla hefur stóreflt foreldrarölt sitt vegna málsins, á meðan lögregla leitar mannsins. „Við ákváðum að gera það á fimmtudaginn í síðustu viku og skipulögðum foreldrarölt. Við erum að hittast hér við inngang Víðistaðaskóla hálf átta á morgnana, kannski sex til átta foreldrar, og skiptum okkur niður á skólalóðina og erum til staðar börnin okkar,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla. Fleiri foreldrafélög hafi gert sams konar ráðstafanir. „Ég veit að foreldrafélag Engidalsskóla gerði þetta líka, ákvað að hafa foreldravakt að morgni og líka seinni partinn. Það er eitthvað sem við munum skoða líka, hvort það sé þörf á því.“ Börnin mætist á miðri leið Björn á sjálfur þrjú börn í Víðistaðaskóla, og segir málið hafa mjög slæm áhrif á foreldra. „Þeir foreldrar sem eiga þessi börn sem hafa lent í þessu, ég hef rætt aðeins við þau. Þau eru mjög slegin, þetta er mjög erfitt fyrir þau.“ Börnin í skólanum séu afar meðvituð um málið, og finnist það óþægilegt. „Skólastjórinn sagði fyrir helgi að sum börn hafi bara brostið í grát og meira að segja ekki viljað fara út í frímínútur, sem er mjög leiðinlegt. Ég veit að skólinn hefur aukið eftirlit í frímínútum, það fara fleiri kennarar út, og við þökkum kærlega fyrir það. Ég veit að mörg börnin eiga erfitt með að labba til vina sinna, bara núna um helgina. Þau hafa þá gert það að labba á móti hvort öðru eða fengið eldra systkini með. Þannig að þetta er allt mjög skrýtið,“ segir Björn. Foreldrar voni að maðurinn náist, og komist undir læknis hendur. „Við vitum að lögreglan hefur stóraukið eftirlit hérna, við höfum séð þá, bæði einkennisklæddir og óeinkennisklæddir hér í kringum skólann, og tekið röltið með okkur á foreldravaktinni. Við þökkum fyrir það.“
Hafnarfjörður Börn og uppeldi Lögreglumál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Sjá meira