Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2024 11:07 Ragna María Sverrisdóttir dúxaði með tíu í einkunn en hún er átján ára síðan í febrúar. Hér er hún með Guðrúnu Ingu skólastjóra. Verzló Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri flutti nemendum kveðjuorð sín þar sem hún hvatti nemendur til að vera óhrædda við að prófa nýjar leiðir þar sem þeirra kynslóð stæði frammi fyrir miklum áskorunum hvort sem horft væri til heimsmála eða tækniþróunar. Hún lagði einnig áherslu á hversu mikilvægt það væri að halda tengslum og rækta vináttuna sem myndast hefur í Verzló. Að tilheyra hópi, árgangi sem útskrifast saman, sé dýrmætt. Nói Pétur, annar frá hægri, varð semídúx með 9,9.Verzló Að vanda var úthlutað úr VÍ 100 sjóðnum en hann var stofnaður í tilefni af 100 ára afmæli skólans. Fyrrverandi nemendur skólans lögðu fé í sjóðinn og í skipulagsskrá fyrir sjóðinn segir meðal annars að árlega skuli hann styrkja valda nemendur með fjárframlagi, þegar þeir flytjast milli bekkja eða ljúka stúdentsprófi. Skal við það miðað að styrkþegar hafi sýnt afburða námsárangur eða lagt verulega af mörkum til skólastarfsins á annan hátt. Dúx skólans var Ragna María Sverrisdóttir í 3-X, með I. ágætiseinkunn; 10,0. Hlaut hún bókagjöf og námsstyrk. Semidúxinn var Nói Pétur Á. Guðnason í 3-D, með I. ágætiseinkunn; 9,9 og hlaut hann bókagjöf og námsstyrk. Nemendur með 9,5 og hærra fengu einnig bókagjafir og námsstyrk og voru það eftirfarandi nemendur: Róbert Dennis Solomon 9,8 Selma Sól Sigurjónsdóttir 9,7 Salka Heiður Högnadóttir 9,7 Kolbrún Hilda Gunnarsdóttir 9,6 Mikael Bjarki Ómarsson 9,5 Bjartþór Steinn Alexandersson 9,5 Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir bestan námsárangur að loknu 1. og 2. ári og voru það eftirfarandi nemendur: Vilhjálmur Geir Geirsson 9,9 Vala Katrín Guðmundsdóttir 9,7 Inga Júlíana Jónsdóttir 9,7 Nýútskrifaðir Verzlingar héldu í morgun í útskriftarferð til Króatíu. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Aflýsa þurfti flugferðinni eftir að þjónustubíll rakst utan í ítalska leiguflugvél. Hluti hópsins komst með annarri vél en opnunarteiti sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað um sólarhring til að tryggja að allur hópurinn verði kominn utan. Hefurðu upplýsingar um einstakan námsárangur? Eða einhvern sem að barðist fyrir því að ná stúdentsprófunum með kjafti og klóm? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Framhaldsskólar Tímamót Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri flutti nemendum kveðjuorð sín þar sem hún hvatti nemendur til að vera óhrædda við að prófa nýjar leiðir þar sem þeirra kynslóð stæði frammi fyrir miklum áskorunum hvort sem horft væri til heimsmála eða tækniþróunar. Hún lagði einnig áherslu á hversu mikilvægt það væri að halda tengslum og rækta vináttuna sem myndast hefur í Verzló. Að tilheyra hópi, árgangi sem útskrifast saman, sé dýrmætt. Nói Pétur, annar frá hægri, varð semídúx með 9,9.Verzló Að vanda var úthlutað úr VÍ 100 sjóðnum en hann var stofnaður í tilefni af 100 ára afmæli skólans. Fyrrverandi nemendur skólans lögðu fé í sjóðinn og í skipulagsskrá fyrir sjóðinn segir meðal annars að árlega skuli hann styrkja valda nemendur með fjárframlagi, þegar þeir flytjast milli bekkja eða ljúka stúdentsprófi. Skal við það miðað að styrkþegar hafi sýnt afburða námsárangur eða lagt verulega af mörkum til skólastarfsins á annan hátt. Dúx skólans var Ragna María Sverrisdóttir í 3-X, með I. ágætiseinkunn; 10,0. Hlaut hún bókagjöf og námsstyrk. Semidúxinn var Nói Pétur Á. Guðnason í 3-D, með I. ágætiseinkunn; 9,9 og hlaut hann bókagjöf og námsstyrk. Nemendur með 9,5 og hærra fengu einnig bókagjafir og námsstyrk og voru það eftirfarandi nemendur: Róbert Dennis Solomon 9,8 Selma Sól Sigurjónsdóttir 9,7 Salka Heiður Högnadóttir 9,7 Kolbrún Hilda Gunnarsdóttir 9,6 Mikael Bjarki Ómarsson 9,5 Bjartþór Steinn Alexandersson 9,5 Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir bestan námsárangur að loknu 1. og 2. ári og voru það eftirfarandi nemendur: Vilhjálmur Geir Geirsson 9,9 Vala Katrín Guðmundsdóttir 9,7 Inga Júlíana Jónsdóttir 9,7 Nýútskrifaðir Verzlingar héldu í morgun í útskriftarferð til Króatíu. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Aflýsa þurfti flugferðinni eftir að þjónustubíll rakst utan í ítalska leiguflugvél. Hluti hópsins komst með annarri vél en opnunarteiti sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað um sólarhring til að tryggja að allur hópurinn verði kominn utan. Hefurðu upplýsingar um einstakan námsárangur? Eða einhvern sem að barðist fyrir því að ná stúdentsprófunum með kjafti og klóm? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.
Hefurðu upplýsingar um einstakan námsárangur? Eða einhvern sem að barðist fyrir því að ná stúdentsprófunum með kjafti og klóm? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.
Framhaldsskólar Tímamót Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira