Sjálfstæði eða fall? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 27. maí 2024 13:45 Þann 1. júní næstkomandi kjósum við okkur forseta. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að velja í stólinn sterkan einstakling sem talar skýrt og óhikað um nauðsyn þess að koma í veg fyrir afsal íslenskra auðlinda. Þó ekki með fallegu tali kringum hluti til að snapa inn fölsk atkvæði, heldur með skýru tali um að Landsvirkjun verði ekki seld til erlendra fjármálaafla á hans vakt og vindmyllum í eigu erlendra fjármálaafla verði ekki hleypt inn á orkukerfi landsins til að arðræna og menga með fölskum fyrirheitum og lygum um „græna“ orku. Við skulum líka ekki gleyma að það styttist í næstu alþingiskosningar og úlfarnir nú þegar lagðir af stað að slá ryki í augu fólks. Gleymum ekki Icesave þar sem Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, síðar forsætisráðherra björguðu þjóðinni undan grimmum skuldaörlögum sem bæði Vinstri grænum og Samfylkingunni fannst sjálfsagt að leggja ofan á þegar nauðbeygð bök þjóðarinnar. Örlög sem ullu því að einn forsetaframbjóðandi fékk skyndilegt minnisleysi yfir þegar spurður út í nýlega. Gleymum ekki heldur loforði þessa tveggja flokka um skjaldborg heimilanna sem skyndilega breyttist í skjaldborg fjármálaaflanna. Þegar Kristrún Frostadóttir steig fram sem nýr formaður Samfylkingar og lýsti yfir að innganga í ESB yrði ekki í forgangi fyrir næstu alþingiskosningar var ljóst að daðrið beindist að Sjálfstæðisflokknum. Flokk sem fyrir löngu hefur yfirgefið grunngildi sín, þ.e. að verja sjálfstæði landsins. Nú höfum við í framboði til forseta fyrrum forsætisráðherra núverandi ríkisstjórnar og formann flokks sem skiptir litum oftar en kamelljón, sem skilur eftir sig þjóðarbú í molum en tekst á einhvern óskiljanlegan hátt að ná hylli með fallegu brosi og umbúðatali kringum hlutina án þess að þurfa að taka beina afstöðu til neins. Höfum við ekki lært neitt á undanförnum árum? Auðlindir hverrar þjóðar er kjarni sjálfstæðis hennar. Kjósum forseta sem þekkir sinn lit (pólitískan eður ei) sem er óhræddur við að hafa skoðanir og stendur með þeim. Við þurfum ekki á forseta að halda sem telur sitt hlutverk vera tipl milli skips og bryggju til að sækjast eftir viðurkenningu allra. Slíkur forseti endar að lokum á hundasundi blautur og kaldur í sjónum ásamt sjálfstæði landsins! Við skulum hafa í huga að við stöndum í stríði. Stríði um yfirráð auðlinda okkar sem erlend fjármálaöfl gera mikið til að komast yfir. Þessi öfl ráðast ekki í slíkar herferðir vegna þess að þjóðir eru fátækar heldur vegna þess að þær eru ríkar af auðlindum en innviðir og stjórnsýsla eru veikbyggð og/eða spillt. Forsetinn er sá eini sem hefur vald til að bregðast við þegar Alþingi bregst hlutverki sínu. Höfundur varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Miðflokkurinn Ágústa Ágústsdóttir Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun VI. Sköpunarsaga þjóðsögu – plottið í Síðumúla raunar hápólitískt Hafþór S. Ciesielski Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Þann 1. júní næstkomandi kjósum við okkur forseta. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að velja í stólinn sterkan einstakling sem talar skýrt og óhikað um nauðsyn þess að koma í veg fyrir afsal íslenskra auðlinda. Þó ekki með fallegu tali kringum hluti til að snapa inn fölsk atkvæði, heldur með skýru tali um að Landsvirkjun verði ekki seld til erlendra fjármálaafla á hans vakt og vindmyllum í eigu erlendra fjármálaafla verði ekki hleypt inn á orkukerfi landsins til að arðræna og menga með fölskum fyrirheitum og lygum um „græna“ orku. Við skulum líka ekki gleyma að það styttist í næstu alþingiskosningar og úlfarnir nú þegar lagðir af stað að slá ryki í augu fólks. Gleymum ekki Icesave þar sem Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, síðar forsætisráðherra björguðu þjóðinni undan grimmum skuldaörlögum sem bæði Vinstri grænum og Samfylkingunni fannst sjálfsagt að leggja ofan á þegar nauðbeygð bök þjóðarinnar. Örlög sem ullu því að einn forsetaframbjóðandi fékk skyndilegt minnisleysi yfir þegar spurður út í nýlega. Gleymum ekki heldur loforði þessa tveggja flokka um skjaldborg heimilanna sem skyndilega breyttist í skjaldborg fjármálaaflanna. Þegar Kristrún Frostadóttir steig fram sem nýr formaður Samfylkingar og lýsti yfir að innganga í ESB yrði ekki í forgangi fyrir næstu alþingiskosningar var ljóst að daðrið beindist að Sjálfstæðisflokknum. Flokk sem fyrir löngu hefur yfirgefið grunngildi sín, þ.e. að verja sjálfstæði landsins. Nú höfum við í framboði til forseta fyrrum forsætisráðherra núverandi ríkisstjórnar og formann flokks sem skiptir litum oftar en kamelljón, sem skilur eftir sig þjóðarbú í molum en tekst á einhvern óskiljanlegan hátt að ná hylli með fallegu brosi og umbúðatali kringum hlutina án þess að þurfa að taka beina afstöðu til neins. Höfum við ekki lært neitt á undanförnum árum? Auðlindir hverrar þjóðar er kjarni sjálfstæðis hennar. Kjósum forseta sem þekkir sinn lit (pólitískan eður ei) sem er óhræddur við að hafa skoðanir og stendur með þeim. Við þurfum ekki á forseta að halda sem telur sitt hlutverk vera tipl milli skips og bryggju til að sækjast eftir viðurkenningu allra. Slíkur forseti endar að lokum á hundasundi blautur og kaldur í sjónum ásamt sjálfstæði landsins! Við skulum hafa í huga að við stöndum í stríði. Stríði um yfirráð auðlinda okkar sem erlend fjármálaöfl gera mikið til að komast yfir. Þessi öfl ráðast ekki í slíkar herferðir vegna þess að þjóðir eru fátækar heldur vegna þess að þær eru ríkar af auðlindum en innviðir og stjórnsýsla eru veikbyggð og/eða spillt. Forsetinn er sá eini sem hefur vald til að bregðast við þegar Alþingi bregst hlutverki sínu. Höfundur varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun