Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2024 14:40 Vegasamgöngur eru þriðjungur af samfélagslosun Íslands. Losun frá þeim jókst um átta prósent árið 2022 á sama tíma og samfélagslosun stóð annars í stað. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að Íslands nái losunarskuldbindingum sínum á fyrstu tveimur árum Parísarsamkomulagsins samkvæmt nýjum tölum Umhverfisstofnunar. Heildarlosun jókst um eitt prósent en samfélagslosun stóð í stað. Íslensk stjórnvöld hafa nú skilað landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda til Evrópusambandsins en Ísland á í samstarfi við það um losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar var samfélagslosun, sú sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda, verið undir skuldbindingum fyrstu tvö ár Parísarsamkomulagsins. Samfélagslosun nam 2,8 milljónum tonna koltvísýringsígilda árið 2022 og stóð í stað á milli ára. Hún var 1,3 prósentum undir árlegri losunarúthlutun Íslands. Stærstu þættirnir í samfélagslosun eru vegasamgöngur (33 prósent), landbúnaður (22 prósent) og fiskiskip (sautján prósent). Losun vegna vegasamgangna jókst um átta prósent á milli ára vegna aukinna eldsneytiskaupa á sama tíma og losun frá landbúnaði dróst saman um þrjú prósent vegna fækkunar sauðfjár og frá fiskipum um fimmtán prósent vegna minni eldsneytiskaupa á Íslandi. Fiskimjölsverksmiðjur juku losun sína um 463 prósent á milli ára vegna skerðingar á raforku. Umhverfisstofnun að samfélagslosunin hafi verið undir árlegri losunarúthlutun Íslands samkvæmt skuldbindingum landsins og nettólosun vegna landnotkunar hafi dregist saman miðað við tímabilið 2005 til 2009. Því stefni í að Íslandi standist skuldbindingar sínar um samdrátt í samfélagslosun og nettólosunar vegna landnotkunar 2021 og 2022. Losun frá landbúnaði dróst saman um þrjú prósent á milli 2021 og 2022 vegna fækkunar sauðfjár.Vísir/Vilhelm Enn þriðjungi minni losun en fyrir heimsfaraldur Útblástur frá alþjóðaflugi og siglingum jókst verulega á milli 2021 og 2022 þegar efnahagsumsvif tóku að nálgast fyrra horf eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar sem hófst árið 2020. Losun frá alþjóðasiglingum jókst um 124 prósent en frá alþjóðaflugi um 77 prósent. Alþjóðasamgöngur ollu losun á rúmlega milljón tonnum af koltvísýringsígildum árið 2022 en hún nam um einni og hálfri milljón tonnum árið 2018. Kísilmálmverksmiðjur voru ástæða þess að losun sem heyrir undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) jókst um tæplega tvö prósent á tímabilinu. Losun kísilmálmverksmiðjanna jókst um níu prósent á milli áranna 2021 og 2022. Þó að losun vegna landnotkunar hafi aukist um eitt prósent á milli ára nam binding skóglendis meira en hálfri milljón tonna koltvísýringsíglda. Bindingin er sögð hafa sautjánfaldast frá árinu 1990. Stærsta einstaka uppspretta losunar vegna landnotkunar er framræst votlendi. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14 Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. 19. apríl 2023 09:01 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa nú skilað landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda til Evrópusambandsins en Ísland á í samstarfi við það um losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar var samfélagslosun, sú sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda, verið undir skuldbindingum fyrstu tvö ár Parísarsamkomulagsins. Samfélagslosun nam 2,8 milljónum tonna koltvísýringsígilda árið 2022 og stóð í stað á milli ára. Hún var 1,3 prósentum undir árlegri losunarúthlutun Íslands. Stærstu þættirnir í samfélagslosun eru vegasamgöngur (33 prósent), landbúnaður (22 prósent) og fiskiskip (sautján prósent). Losun vegna vegasamgangna jókst um átta prósent á milli ára vegna aukinna eldsneytiskaupa á sama tíma og losun frá landbúnaði dróst saman um þrjú prósent vegna fækkunar sauðfjár og frá fiskipum um fimmtán prósent vegna minni eldsneytiskaupa á Íslandi. Fiskimjölsverksmiðjur juku losun sína um 463 prósent á milli ára vegna skerðingar á raforku. Umhverfisstofnun að samfélagslosunin hafi verið undir árlegri losunarúthlutun Íslands samkvæmt skuldbindingum landsins og nettólosun vegna landnotkunar hafi dregist saman miðað við tímabilið 2005 til 2009. Því stefni í að Íslandi standist skuldbindingar sínar um samdrátt í samfélagslosun og nettólosunar vegna landnotkunar 2021 og 2022. Losun frá landbúnaði dróst saman um þrjú prósent á milli 2021 og 2022 vegna fækkunar sauðfjár.Vísir/Vilhelm Enn þriðjungi minni losun en fyrir heimsfaraldur Útblástur frá alþjóðaflugi og siglingum jókst verulega á milli 2021 og 2022 þegar efnahagsumsvif tóku að nálgast fyrra horf eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar sem hófst árið 2020. Losun frá alþjóðasiglingum jókst um 124 prósent en frá alþjóðaflugi um 77 prósent. Alþjóðasamgöngur ollu losun á rúmlega milljón tonnum af koltvísýringsígildum árið 2022 en hún nam um einni og hálfri milljón tonnum árið 2018. Kísilmálmverksmiðjur voru ástæða þess að losun sem heyrir undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) jókst um tæplega tvö prósent á tímabilinu. Losun kísilmálmverksmiðjanna jókst um níu prósent á milli áranna 2021 og 2022. Þó að losun vegna landnotkunar hafi aukist um eitt prósent á milli ára nam binding skóglendis meira en hálfri milljón tonna koltvísýringsíglda. Bindingin er sögð hafa sautjánfaldast frá árinu 1990. Stærsta einstaka uppspretta losunar vegna landnotkunar er framræst votlendi.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14 Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. 19. apríl 2023 09:01 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14
Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. 19. apríl 2023 09:01