Kjósum húmanista – Konu hugsjóna og framkvæmdargleði Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 27. maí 2024 17:15 Síðan ég byrjaði í félagsfræði og hagfræði í menntaskóla, fyrir hátt í hálfri öld síðan, hefur mig dreymt um að hagvöxtur gangi ekki aðeins út á efnahagslegan vöxt heldur sé tekið með í reikninginn hvernig samfélagið kemur fram við alla þegna sína. Viðskipti og hagfræðin hafi líka réttlæti og jafnrétti að leiðarljósi og nú sjálfbærni að auki. Þegar ég heyrði um B Team kynnti ég mér forsetaframboð Höllu Tómasdóttur. Ég hef nánast legið yfir kynningarefni og viðtölum við alla forsetaframbjóðendurna og gert upp hug minn. Framboð Höllu Tómasardóttur byggir á brennandi þörf fyrir að bæta samfélagið, hún vill starfa til góðs fyrir íslenskt þjóðfélag. Hún sér að unga kynslóðin lifir alla aðra tíma en við sem erum á mínum aldri og að þau óttast gjarnan um framtíð sína. Hún sér einmana og fátæka eldri borgara og fleiri þjóðfélagshópa í sömu stöðu. Henni þykir ómögulegt að grunnlaun fólks dugi ekki til framfærslu. Hún hefur þörf fyrir að heyra rödd og um líðan Íslendinga af erlendu bergi brotnu. Halla Tómasdóttir talar fyrir því að framkvæmdavaldið aðhafist ekkert það sem getur orðið til skaða fyrir komandi kynslóðir. Selji hvorki né gefi náttúrulauðlindir okkar og að nýting þeirra og framleiðslukerfið sé ekki mengandi. Hún talar ekki síður fyrir friðsömum lausnum á alþjóðavettvangi. Hún hefur mikla reynslu af störfum erlendis og öflug alþjóðleg tengsl og hefur þannig öðlast ómetanlega innsýn í stöðu og þýðingu Íslands í alþjóðlegu samhengi. Einkum þegar kemur að málefnum sem tengjast jafnrétti, loftslagsmálum og náttúru. Til að framkvæma hugsjónir sínar vill Halla Tómasdóttir leiða þjóðina og ólíka hópa til samtals, meðal annars í þágu kynslóðajafnréttis. Miðla málum og tala fyrir góðum gildum. Í þeim efnum hefur Halla Tómasdóttir farsæla reynslu. Hún var meðal þeirra sem skipulögðu Þjóðfund árið 2009, þar sem þátttakendur, slembiúrtak þjóðarinnar, völdu sér sameiginleg gildi sem voru heiðarleiki, jafnrétti, réttlæti, virðing og ábyrgð. Hún hefur bent á að þjóðin kaus sér nýja stjórnarskrá árið 2012. Sem forstjóri B Team hefur hún unnið að því að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptalífnu og hvetja það til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Hefur unnið að því að stjórnvöld tryggi að leikreglur viðskiptalífsins stuðli að velferð fólks og umhverfis. Reuters valdi Höllu sem eina af 20 áhrifaríkustu konum heims þegar kemur að loftlags- og umhverfismálum og spilaði þar inn í að hún hefur leitt ungt fólk að borðinu. Hún situr einnig í ráðgjafaráði Time í loftslagsmálum. Halla Tómasdóttir er af alþýðufólki komin, var lengi í sveit sem barn og vann á unglingsárum í fiski. Hún hefur ekki lítalausa fortíð og hún er fyrst kvenna til að viðurkenna það. Hver á flekklausa fortíð? Hver viðurkennir það opinberlega? Til þess þarf hugrekki í góðri samblöndu við bjartsýni og jákvæðni sem einkennir Höllu Tómasdóttur í ríku mæli. Það þarf líka hugrekki til að snúa stemmingunni við í þjóðfélagi háværra óánægjuradda, það þarf hugrekki í kerfisbreytingar. Halla Tómasdóttir á sannanlega eftir að vera forseti sem gustar af í þágu góðra málefna. Höfundur er fyrrverandi landbúnaðar- og fiskverkakona, sjókona, mannfræðingur, framkvæmdastjóri og markþjálfi. Núverandi kennari, en umfram annað amma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Síðan ég byrjaði í félagsfræði og hagfræði í menntaskóla, fyrir hátt í hálfri öld síðan, hefur mig dreymt um að hagvöxtur gangi ekki aðeins út á efnahagslegan vöxt heldur sé tekið með í reikninginn hvernig samfélagið kemur fram við alla þegna sína. Viðskipti og hagfræðin hafi líka réttlæti og jafnrétti að leiðarljósi og nú sjálfbærni að auki. Þegar ég heyrði um B Team kynnti ég mér forsetaframboð Höllu Tómasdóttur. Ég hef nánast legið yfir kynningarefni og viðtölum við alla forsetaframbjóðendurna og gert upp hug minn. Framboð Höllu Tómasardóttur byggir á brennandi þörf fyrir að bæta samfélagið, hún vill starfa til góðs fyrir íslenskt þjóðfélag. Hún sér að unga kynslóðin lifir alla aðra tíma en við sem erum á mínum aldri og að þau óttast gjarnan um framtíð sína. Hún sér einmana og fátæka eldri borgara og fleiri þjóðfélagshópa í sömu stöðu. Henni þykir ómögulegt að grunnlaun fólks dugi ekki til framfærslu. Hún hefur þörf fyrir að heyra rödd og um líðan Íslendinga af erlendu bergi brotnu. Halla Tómasdóttir talar fyrir því að framkvæmdavaldið aðhafist ekkert það sem getur orðið til skaða fyrir komandi kynslóðir. Selji hvorki né gefi náttúrulauðlindir okkar og að nýting þeirra og framleiðslukerfið sé ekki mengandi. Hún talar ekki síður fyrir friðsömum lausnum á alþjóðavettvangi. Hún hefur mikla reynslu af störfum erlendis og öflug alþjóðleg tengsl og hefur þannig öðlast ómetanlega innsýn í stöðu og þýðingu Íslands í alþjóðlegu samhengi. Einkum þegar kemur að málefnum sem tengjast jafnrétti, loftslagsmálum og náttúru. Til að framkvæma hugsjónir sínar vill Halla Tómasdóttir leiða þjóðina og ólíka hópa til samtals, meðal annars í þágu kynslóðajafnréttis. Miðla málum og tala fyrir góðum gildum. Í þeim efnum hefur Halla Tómasdóttir farsæla reynslu. Hún var meðal þeirra sem skipulögðu Þjóðfund árið 2009, þar sem þátttakendur, slembiúrtak þjóðarinnar, völdu sér sameiginleg gildi sem voru heiðarleiki, jafnrétti, réttlæti, virðing og ábyrgð. Hún hefur bent á að þjóðin kaus sér nýja stjórnarskrá árið 2012. Sem forstjóri B Team hefur hún unnið að því að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptalífnu og hvetja það til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Hefur unnið að því að stjórnvöld tryggi að leikreglur viðskiptalífsins stuðli að velferð fólks og umhverfis. Reuters valdi Höllu sem eina af 20 áhrifaríkustu konum heims þegar kemur að loftlags- og umhverfismálum og spilaði þar inn í að hún hefur leitt ungt fólk að borðinu. Hún situr einnig í ráðgjafaráði Time í loftslagsmálum. Halla Tómasdóttir er af alþýðufólki komin, var lengi í sveit sem barn og vann á unglingsárum í fiski. Hún hefur ekki lítalausa fortíð og hún er fyrst kvenna til að viðurkenna það. Hver á flekklausa fortíð? Hver viðurkennir það opinberlega? Til þess þarf hugrekki í góðri samblöndu við bjartsýni og jákvæðni sem einkennir Höllu Tómasdóttur í ríku mæli. Það þarf líka hugrekki til að snúa stemmingunni við í þjóðfélagi háværra óánægjuradda, það þarf hugrekki í kerfisbreytingar. Halla Tómasdóttir á sannanlega eftir að vera forseti sem gustar af í þágu góðra málefna. Höfundur er fyrrverandi landbúnaðar- og fiskverkakona, sjókona, mannfræðingur, framkvæmdastjóri og markþjálfi. Núverandi kennari, en umfram annað amma.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar