Segir of snemmt að kalla sig drottningu leirsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. maí 2024 20:02 Vill ekki vera kölluð drottning leirsins strax. EPA-EFE/TERESA SUAREZ Hin pólska Iga Świątek byrjaði Opna franska meistaramótið í tennis af miklum krafti þegar hún gekk frá Leolia Jeanjean í fyrstu umferð. Świątek trónir á toppi heimslistans um þessar mundir og stefnir á að vera fyrsta konan síðan 2007 til að vinna Opna franska þrjú ár í röð. Świątek er aðeins 22 ára gömul en virðist hreinlega vera komin til að vera. Hún hefur nú þegar unnið Opna franska þrívegis og Opna bandaríska einu sinni. Takist henni að sigra Opna franska í ár þá verður það þriðji sigurinn í röð en hún vann mótið fyrst árið 2020. The defending champion returns 😎Catch up on the best moments from @iga_swiatek's emphatic 6-1, 6-2 win against Jeanjean on Day 2. #RolandGarros pic.twitter.com/38sl4yyFhr— Roland-Garros (@rolandgarros) May 27, 2024 Justine Henin vann Opna franska í þriðja sinn í röð árið 2007 og stefnir Świątek á að feta í fótspor hennar. Henni virðist líða ofboðslega vel á völlum úr leir og var grínast með það í viðtali að hún gæti verið drottning leirsins. Er þar verið að vitna í gælunafn hins 37 ára gamla Rafael Nadal en sá hefur unnið Opna franska 14 sinnum. „Mér líður eins og heima hjá mér. Vonandi verð ég hérna eins lengi og hægt er. Ég er mjög stolt af afrekum mínum og þetta hefur alltaf verið mitt uppáhalds yfirborð til að keppa á,“ sagði Świątek eftir sigurinn í fyrstu umferð. „Mér finnst það of snemmt,“ sagði Świątek svo er hún var aðspurð hvort hún væri orðin drottning leirsins líkt og Nadal er kóngur leirsins. From on court to in the stands at Philippe-Chatrier 😎@iga_swiatek capturing her own Rafa memories 🤳#RolandGarros pic.twitter.com/88K8o7OG9l— wta (@WTA) May 27, 2024 Hinn 37 ára gamli Nadal mun hins vegar ekki vinna Opna franska í 15. sinn í ár þar sem hann féll úr leik gegn Alexander Zverev í 1. umferð fyrr í dag. Świątek getur hins vegar unnið mótið í fjórða sinn og ljóst er að hún ætlar að gera allt sem hún getur til að feta í fótspor Nadal. Tennis Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira
Świątek er aðeins 22 ára gömul en virðist hreinlega vera komin til að vera. Hún hefur nú þegar unnið Opna franska þrívegis og Opna bandaríska einu sinni. Takist henni að sigra Opna franska í ár þá verður það þriðji sigurinn í röð en hún vann mótið fyrst árið 2020. The defending champion returns 😎Catch up on the best moments from @iga_swiatek's emphatic 6-1, 6-2 win against Jeanjean on Day 2. #RolandGarros pic.twitter.com/38sl4yyFhr— Roland-Garros (@rolandgarros) May 27, 2024 Justine Henin vann Opna franska í þriðja sinn í röð árið 2007 og stefnir Świątek á að feta í fótspor hennar. Henni virðist líða ofboðslega vel á völlum úr leir og var grínast með það í viðtali að hún gæti verið drottning leirsins. Er þar verið að vitna í gælunafn hins 37 ára gamla Rafael Nadal en sá hefur unnið Opna franska 14 sinnum. „Mér líður eins og heima hjá mér. Vonandi verð ég hérna eins lengi og hægt er. Ég er mjög stolt af afrekum mínum og þetta hefur alltaf verið mitt uppáhalds yfirborð til að keppa á,“ sagði Świątek eftir sigurinn í fyrstu umferð. „Mér finnst það of snemmt,“ sagði Świątek svo er hún var aðspurð hvort hún væri orðin drottning leirsins líkt og Nadal er kóngur leirsins. From on court to in the stands at Philippe-Chatrier 😎@iga_swiatek capturing her own Rafa memories 🤳#RolandGarros pic.twitter.com/88K8o7OG9l— wta (@WTA) May 27, 2024 Hinn 37 ára gamli Nadal mun hins vegar ekki vinna Opna franska í 15. sinn í ár þar sem hann féll úr leik gegn Alexander Zverev í 1. umferð fyrr í dag. Świątek getur hins vegar unnið mótið í fjórða sinn og ljóst er að hún ætlar að gera allt sem hún getur til að feta í fótspor Nadal.
Tennis Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira