Ætlar að spila á ný þrátt fyrir að hafa verið við dauðans dyr Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2024 07:00 Var í lykilhlutverki áður en hann veiktist illa fyrr á árinu. Foto Olimpik/Getty Images) Kristoffer Olsson, leikmaður Danmerkurmeistara Midtjylland, segist ætla að spila fótbolta á nýjan leik þrátt fyrir að hafa verið við dauðans dyr fyrr á þessu ári. Eins og Vísir greindi ítarlega frá fyrr á árinu þá veiktist hinn 28 ára gamli Olsson illa og missti meðvitund á heimili sínu seint í febrúar. Í kjölfarið kom í ljós að hann var með fjölda lítilla blóðtappa í heila og þá í báðum heilahvelum. Var honum haldið í öndunarvél í margar vikur en er nú kominn á stjá og mætti hann á leikinn þar sem Midtjylland varð Danmerkurmeistari í gær, sunnudag. „Mér líður frábærlega. Ég mun spila fótbolta á nýjan leik. Ég get hreyft mig, ég get hlaupið og minnið mitt er gott. Ég finn að ég verð betri með hverjum deginum. Ég var með allskyns slöngur í mér meðan ég var á spítalanum en nú er ég aðeins með þetta litla dót sem hjálpar mér að pissa,“ sagði sænski landsliðsmaðurinn í viðtali við Aftonbladet. Vores svenske supermand 🖤❤️ pic.twitter.com/QBFvX1cUbA— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) May 27, 2024 „Ég var bókstaflega að deyja. Ég man ekkert eftir því,“ sagði Olsson um fyrstu vikurnar eftir að hann hneig niður á heimili sínu. Olsson á að baki 47 A-landsleiki. Hann vaknaði úr dáinu í apríl og lét sig dreyma um að spila undir lok tímabilsins. Eftir stutt spjall við læknana sem meðhöndluðu hann áttaði hann sig á því að það væri óraunhæft. Hann er hins vegar staðráðinn í að spila aftur á ferlinum og væri vitlaust að veðja gegn þessum þrautseiga miðjumanni. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Eins og Vísir greindi ítarlega frá fyrr á árinu þá veiktist hinn 28 ára gamli Olsson illa og missti meðvitund á heimili sínu seint í febrúar. Í kjölfarið kom í ljós að hann var með fjölda lítilla blóðtappa í heila og þá í báðum heilahvelum. Var honum haldið í öndunarvél í margar vikur en er nú kominn á stjá og mætti hann á leikinn þar sem Midtjylland varð Danmerkurmeistari í gær, sunnudag. „Mér líður frábærlega. Ég mun spila fótbolta á nýjan leik. Ég get hreyft mig, ég get hlaupið og minnið mitt er gott. Ég finn að ég verð betri með hverjum deginum. Ég var með allskyns slöngur í mér meðan ég var á spítalanum en nú er ég aðeins með þetta litla dót sem hjálpar mér að pissa,“ sagði sænski landsliðsmaðurinn í viðtali við Aftonbladet. Vores svenske supermand 🖤❤️ pic.twitter.com/QBFvX1cUbA— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) May 27, 2024 „Ég var bókstaflega að deyja. Ég man ekkert eftir því,“ sagði Olsson um fyrstu vikurnar eftir að hann hneig niður á heimili sínu. Olsson á að baki 47 A-landsleiki. Hann vaknaði úr dáinu í apríl og lét sig dreyma um að spila undir lok tímabilsins. Eftir stutt spjall við læknana sem meðhöndluðu hann áttaði hann sig á því að það væri óraunhæft. Hann er hins vegar staðráðinn í að spila aftur á ferlinum og væri vitlaust að veðja gegn þessum þrautseiga miðjumanni.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira