Þess vegna er Halla Hrund efst Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir skrifar 28. maí 2024 12:01 Þegar Halla Hrund tilkynnti framboð sitt, skaust hún upp í skoðanakönnunum og situr enn hæst. Hún er því besti kostur okkar til að fá forseta sem kemur úr röðum almennings. Hún er góður kostur fyrir margar sakir og framboð hennar á sér svipaða upprunarsögu og framboð tveggja frábærra forseta, Vigdísar og Guðna. Forsetaferill Vigdísar og Guðna Vigdís ætlaði aldrei að verða forseti. Það var ekki fyrr en fólk fór að skrifa greinar í dagblöðin til að hvetja hana til framboðs að hún tók málið alvarlega. Sama gerðist með Guðna; hann ætlaði aldrei að verða forseti en mætti í Kastljóssviðtal til að ræða sögulegt gildi forsetaembættisins, og fólk tók eftir því að hann var tilvalinn forseti. Það sama gerðist með Höllu Hrund. Þegar orkumálastjórinn mætti í þáttinn hjá Gísla Marteini og spilaði þar á harmonikku, varð hún svo forsetaleg að stofnaður var Facebook-hópur af fólki sem vildi Höllu Hrund sem forseta. Forsetaembættið er í sjálfu sér mjög valddreifandi, og því þykir mér hughreystandi að hafa þar einstakling sem sækist ekki eftir völdum, heldur svarar ákalli landsmanna um að þjóna þjóðinni. Skilningur á orku- og auðlindamálum Halla Hrund hefur góðan skilning og hugsjón í orku- og auðlindamálum, sem ég tel muni verða eitt af stærstu úrlausnarmálum næstu ára. Íslenska þjóðin þarf að ákveða hversu mikið og hverjir fá að nýta auðlindir okkar. Þess vegna tel ég mikilvægt að forsetinn skilji mikilvægi náttúruauðlinda bæði sem stóran hluta af framþróun Íslands og mikilvægi verndunar þeirra. Samstaða í loftslagsmálum Of oft skiptumst við í hópa, og ein stærsta hindrun okkar í loftslagsmálum er að við getum ekki komið okkur saman um hvernig við ætlum að nýta auðlindir okkar. Forsetinn þarf að geta talað til beggja hópa, og það getur Halla Hrund svo sannarlega, komið með framtíðarsýn sem tekur mið af báðum markmiðum: framþróun og verndun. Þessi eiginleiki, að geta skilið báðar hliðar samfélagsins og talað til allra, er einn mikilvægasti eiginleiki forseta, og eiginleiki sem ég hef séð skýrt hjá Höllu Hrund. Traust og heiðarleiki Halla hefur sýnt í starfi sínu sem Orkumálastjóri að hún leyfir ekki sérhagsmunaöflum að fá hvað sem þau vilja, heldur heiðrar hún ávallt að almenningur er eigandi auðlinda Íslands. Þannig manneskju vil ég í forsetaembættið, því auðvitað liggur þar neyðarhemillinn ef myndast hefur gjá milli þjóðar og þings. Ég treysti Höllu Hrund til þess að taka ákvörðun sem byggir á því að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar. Listinn af ástæðum til þess að kjósa Höllu er langur, og því kemur ekki á óvart að hún mælist hæst. Höfundur er nemandi við hagfræðideild Harvard-háskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Orkumál Loftslagsmál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Halla Hrund tilkynnti framboð sitt, skaust hún upp í skoðanakönnunum og situr enn hæst. Hún er því besti kostur okkar til að fá forseta sem kemur úr röðum almennings. Hún er góður kostur fyrir margar sakir og framboð hennar á sér svipaða upprunarsögu og framboð tveggja frábærra forseta, Vigdísar og Guðna. Forsetaferill Vigdísar og Guðna Vigdís ætlaði aldrei að verða forseti. Það var ekki fyrr en fólk fór að skrifa greinar í dagblöðin til að hvetja hana til framboðs að hún tók málið alvarlega. Sama gerðist með Guðna; hann ætlaði aldrei að verða forseti en mætti í Kastljóssviðtal til að ræða sögulegt gildi forsetaembættisins, og fólk tók eftir því að hann var tilvalinn forseti. Það sama gerðist með Höllu Hrund. Þegar orkumálastjórinn mætti í þáttinn hjá Gísla Marteini og spilaði þar á harmonikku, varð hún svo forsetaleg að stofnaður var Facebook-hópur af fólki sem vildi Höllu Hrund sem forseta. Forsetaembættið er í sjálfu sér mjög valddreifandi, og því þykir mér hughreystandi að hafa þar einstakling sem sækist ekki eftir völdum, heldur svarar ákalli landsmanna um að þjóna þjóðinni. Skilningur á orku- og auðlindamálum Halla Hrund hefur góðan skilning og hugsjón í orku- og auðlindamálum, sem ég tel muni verða eitt af stærstu úrlausnarmálum næstu ára. Íslenska þjóðin þarf að ákveða hversu mikið og hverjir fá að nýta auðlindir okkar. Þess vegna tel ég mikilvægt að forsetinn skilji mikilvægi náttúruauðlinda bæði sem stóran hluta af framþróun Íslands og mikilvægi verndunar þeirra. Samstaða í loftslagsmálum Of oft skiptumst við í hópa, og ein stærsta hindrun okkar í loftslagsmálum er að við getum ekki komið okkur saman um hvernig við ætlum að nýta auðlindir okkar. Forsetinn þarf að geta talað til beggja hópa, og það getur Halla Hrund svo sannarlega, komið með framtíðarsýn sem tekur mið af báðum markmiðum: framþróun og verndun. Þessi eiginleiki, að geta skilið báðar hliðar samfélagsins og talað til allra, er einn mikilvægasti eiginleiki forseta, og eiginleiki sem ég hef séð skýrt hjá Höllu Hrund. Traust og heiðarleiki Halla hefur sýnt í starfi sínu sem Orkumálastjóri að hún leyfir ekki sérhagsmunaöflum að fá hvað sem þau vilja, heldur heiðrar hún ávallt að almenningur er eigandi auðlinda Íslands. Þannig manneskju vil ég í forsetaembættið, því auðvitað liggur þar neyðarhemillinn ef myndast hefur gjá milli þjóðar og þings. Ég treysti Höllu Hrund til þess að taka ákvörðun sem byggir á því að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar. Listinn af ástæðum til þess að kjósa Höllu er langur, og því kemur ekki á óvart að hún mælist hæst. Höfundur er nemandi við hagfræðideild Harvard-háskóla
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun