Körfubolti

Pavel hættur hjá Tinda­stóli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pavel Ermonlinskij fagnar Íslandsmeistaratitlinum síðasta vor.
Pavel Ermonlinskij fagnar Íslandsmeistaratitlinum síðasta vor. vísir/hulda margrét

Pavel Ermolinskij hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta.

Pavel tók við Tindastóli í janúar í fyrra og gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrsta sinn síðasta vor.

Þann 12. mars síðastliðinn var svo greint frá því að Pavel væri kominn í veikindaleyfi frá störfum sínum sem þjálfari Tindastóls.

Í frétt á Feyki segir að Pavel og Tindastóll hafi nú komist að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu.

„Ég og fjölskylda mín erum mjög þakklát fyrir tíma okkar í Skagafirði og höfum eignast vini fyrir lífstíð. Að hafa fengið að fagna titli með samfélaginu hér var einstök stund á mínum ferli og sá einlægi stuðningur sem ég fann frá fyrsta degi var ekki eingöngu bundinn við körfuboltavöllinn. Ég hef líka notið hans utan vallar og það hefur verið mér ómetanlegt,“ sagði Pavel í fréttinni á Feyki. 

„Hér standa allir saman gegnum sigra og töp. Ég hlakka til að fá loksins að koma í Síkið sem venjulegur áhorfandi og njóta mín með ykkur,“ bætti Pavel við.

Svavar Atli Birgisson stýrði Tindastóli eftir að Pavel fór í veikindaleyfi. Liðið tapaði fyrir Keflavík í bikarúrslitum og Grindavík í átta liða úrslitum Subway deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×