Mótor bátsins var of stór og mennirnir ekki í björgunarvestum Árni Sæberg skrifar 28. maí 2024 14:13 Mikill viðbúnaður var við Njarðvíkurhöfn. Aðsend Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur aðalorsök sjóslyss utan við Njarðvík síðasta sumar hafa verið of stór og öflugur utanborðsmótor á bátnum. Karlmaður á sjötugsaldri lést í slysinu en félagi hans komst lífs af. Alvarlegt sjóslys varð þann 22. júlí í fyrra þegar tveir menn enduðu í sjónum út undan Njarðvíkurhöfn. Annar þeirra var úrskurðaður látinn við komu á Landspítalann í Fossvogi. Báturinn sökk og fannst daginn eftir Í atvikalýsingu í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að klukkan 19:41 hafi Vaktstöð siglinga borist tilkynning um tvo menn í sjónum um það bil 400 metra utan við Njarðvík. Þeir hafi verið á sundi. Hæsta viðbragð hafi þegar verið virkjað og björgunarbáturinn Njörður lagt af stað úr Grófinni í Keflavík klukkan 20:03. Klukkan 20:09 hafi áhöfn Njarðar komið að mönnunum, náð um borð og hafið þegar endurlífgun en þeir hafi þá báðir verið meðvitundarlausir. Annar hafi komist til meðvitundar en endurlífgun á hinum hafi verið haldið áfram meðan siglt var til Njarðvíkurhafnar þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ beið. Hinum meðvitundarlausa hafi verið flogið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á meðan endurlífgun var haldið áfram. Hann hafi verið úrskurðaður látinn á sjúkrahúsinu. Báturinn hafi sokkið til botns og hans leitað af björgunarbátnum Stefni 7747 frá Björgunarsveitinni í Kópavogi, sérsveit Ríkislögreglustjóra og rannsakendum RNSA. Vonin KE 10 frá köfunarþjónustu Sigurðar hafi verið notuð en um borð í henni sé neðansjávardróni af gerðinni Chasing M2 pro. Báturinn hafi fundist undir morgun þann 23. júlí og fluttur til rannsóknar hjá RNSA. Óskoðunarskyldur bátur en mikilvægt að fylgja leiðbeiningum Í skýrslunni segir að við skoðun á bátnum, sem hafi verið af gerðinni Flipper 515 HT, hafi komið í ljós að á honum væri 90 hestafla utanborðsmótor af gerðinni Mercury. Bátar af gerðinni Flipper 515 HT, sem ekki séu skoðunarskyldir, séu að hámarki gerðir fyrir 70 hestafla utanborðsmótora en 90 hestafla Mercury mótor sé um 60 kílóum þyngri en 70 hestafla. Þegar báturinn var hífður af hafsbotni hafi mótorinn verið í uppréttri stöðu, sem hafi líklegast orsakast af rafmagnssamslætti í handfangi bátsins. Báturinn hafi verið búinn að missa allt rafmagn en þegar hann var tengdur við rafmagn af rannsakendum hafi komið í ljós samsláttur sem lyfti mótornum. Stjórntæki bátsins hafi verið stjórnborðsmegin. Sætunum í bátnum hafi verið hægt að snúa aftur og sætið bakborðsmegin hafi snúið aftur en hitt snúið um það bil 90 gráður þegar báturinn var hífður af hafsbotni. Það sé í samræmi við frásögn þess sem komst lífs af. Eldsneytisgjöfin hafi verið í botni. Örin bendir á eldsneytisgjöf bátsins.RNSA Nokkur björgunarvesti um borð Í skýrslunni segir að um borð í bátnum hafi verið nokkur björgunarvesti og einn björgunarbúningur. Sá sem komst lífs af hafi verið klæddur gallabuxum, í stuttermabol og vinnuskyrtu þar utanyfir. Hann hafi einni verið í flíspeysu og úlpu. Hann hafi verið í Dunlop gúmmístígvélum. Hinn látni, sem var stjórnandi bátsins, hafi verið klæddur Jobman-buxum og bol innundir neoprene vöðlum. Hann hafi að auki verið klæddur Kinetic-vöðlujakka. Samkvæmt frásögn eftirlifandi bátsverja hafi stjórnandi bátsins ætlað að færa hann til þegar báturinn fór á botnkeyrslu, stefnið lyftist upp og afturendinn tók inn á sig sjó. Við það hafi stjórnandi bátsins henst fyrir borð en hinn fallið frá borði stuttu síðar. Báturinn hafi sokkið með skutinn á undan. Mennirnir hafi á þeim tíma báðir verið með meðvitund og geta kallast á en ekki greint orðaskil. Fólk í landi hafi orðið vart við mennina í sjónum og gert neyðarlínu viðvart. Út frá sjónarhorni sjónarvotta hafi verið hægt að áætla líklegasta staðinn þar sem báturinn sökk. Áfengi hafi mælst í blóði þess sem komst lífs af en í hinum látna hafi óverulegt magn áfengis greinst. Í niðurstöðukafla RNSA segir að nefndin telji að meginorsök þess að báturinn sökk hafi verið að utanborðsmótor bátsins var aflmeiri og þyngri en ráðleggingar framleiðanda bátsins mæltu fyrir um. Nefndin vekji athygli á mikilvægi þess að ávallt séu notuð björgunarvesti þegar siglt er á opnum bátum. Samgönguslys Landhelgisgæslan Reykjanesbær Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Alvarlegt sjóslys varð þann 22. júlí í fyrra þegar tveir menn enduðu í sjónum út undan Njarðvíkurhöfn. Annar þeirra var úrskurðaður látinn við komu á Landspítalann í Fossvogi. Báturinn sökk og fannst daginn eftir Í atvikalýsingu í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að klukkan 19:41 hafi Vaktstöð siglinga borist tilkynning um tvo menn í sjónum um það bil 400 metra utan við Njarðvík. Þeir hafi verið á sundi. Hæsta viðbragð hafi þegar verið virkjað og björgunarbáturinn Njörður lagt af stað úr Grófinni í Keflavík klukkan 20:03. Klukkan 20:09 hafi áhöfn Njarðar komið að mönnunum, náð um borð og hafið þegar endurlífgun en þeir hafi þá báðir verið meðvitundarlausir. Annar hafi komist til meðvitundar en endurlífgun á hinum hafi verið haldið áfram meðan siglt var til Njarðvíkurhafnar þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ beið. Hinum meðvitundarlausa hafi verið flogið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á meðan endurlífgun var haldið áfram. Hann hafi verið úrskurðaður látinn á sjúkrahúsinu. Báturinn hafi sokkið til botns og hans leitað af björgunarbátnum Stefni 7747 frá Björgunarsveitinni í Kópavogi, sérsveit Ríkislögreglustjóra og rannsakendum RNSA. Vonin KE 10 frá köfunarþjónustu Sigurðar hafi verið notuð en um borð í henni sé neðansjávardróni af gerðinni Chasing M2 pro. Báturinn hafi fundist undir morgun þann 23. júlí og fluttur til rannsóknar hjá RNSA. Óskoðunarskyldur bátur en mikilvægt að fylgja leiðbeiningum Í skýrslunni segir að við skoðun á bátnum, sem hafi verið af gerðinni Flipper 515 HT, hafi komið í ljós að á honum væri 90 hestafla utanborðsmótor af gerðinni Mercury. Bátar af gerðinni Flipper 515 HT, sem ekki séu skoðunarskyldir, séu að hámarki gerðir fyrir 70 hestafla utanborðsmótora en 90 hestafla Mercury mótor sé um 60 kílóum þyngri en 70 hestafla. Þegar báturinn var hífður af hafsbotni hafi mótorinn verið í uppréttri stöðu, sem hafi líklegast orsakast af rafmagnssamslætti í handfangi bátsins. Báturinn hafi verið búinn að missa allt rafmagn en þegar hann var tengdur við rafmagn af rannsakendum hafi komið í ljós samsláttur sem lyfti mótornum. Stjórntæki bátsins hafi verið stjórnborðsmegin. Sætunum í bátnum hafi verið hægt að snúa aftur og sætið bakborðsmegin hafi snúið aftur en hitt snúið um það bil 90 gráður þegar báturinn var hífður af hafsbotni. Það sé í samræmi við frásögn þess sem komst lífs af. Eldsneytisgjöfin hafi verið í botni. Örin bendir á eldsneytisgjöf bátsins.RNSA Nokkur björgunarvesti um borð Í skýrslunni segir að um borð í bátnum hafi verið nokkur björgunarvesti og einn björgunarbúningur. Sá sem komst lífs af hafi verið klæddur gallabuxum, í stuttermabol og vinnuskyrtu þar utanyfir. Hann hafi einni verið í flíspeysu og úlpu. Hann hafi verið í Dunlop gúmmístígvélum. Hinn látni, sem var stjórnandi bátsins, hafi verið klæddur Jobman-buxum og bol innundir neoprene vöðlum. Hann hafi að auki verið klæddur Kinetic-vöðlujakka. Samkvæmt frásögn eftirlifandi bátsverja hafi stjórnandi bátsins ætlað að færa hann til þegar báturinn fór á botnkeyrslu, stefnið lyftist upp og afturendinn tók inn á sig sjó. Við það hafi stjórnandi bátsins henst fyrir borð en hinn fallið frá borði stuttu síðar. Báturinn hafi sokkið með skutinn á undan. Mennirnir hafi á þeim tíma báðir verið með meðvitund og geta kallast á en ekki greint orðaskil. Fólk í landi hafi orðið vart við mennina í sjónum og gert neyðarlínu viðvart. Út frá sjónarhorni sjónarvotta hafi verið hægt að áætla líklegasta staðinn þar sem báturinn sökk. Áfengi hafi mælst í blóði þess sem komst lífs af en í hinum látna hafi óverulegt magn áfengis greinst. Í niðurstöðukafla RNSA segir að nefndin telji að meginorsök þess að báturinn sökk hafi verið að utanborðsmótor bátsins var aflmeiri og þyngri en ráðleggingar framleiðanda bátsins mæltu fyrir um. Nefndin vekji athygli á mikilvægi þess að ávallt séu notuð björgunarvesti þegar siglt er á opnum bátum.
Samgönguslys Landhelgisgæslan Reykjanesbær Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira