Ofgreiddar lífeyrisgreiðslur nærri tvöfölduðust á milli ára Lovísa Arnardóttir skrifar 28. maí 2024 14:22 Tíu þúsund eiga inneign hjá Tryggingastofnun sem verður greidd út næsta laugardag. Miðgildi þeirra er 73 þúsund. Mynd/Tryggingastofnun Alls fengu um 52 þúsund einstaklingar ofgreiddar lífeyrisgreiðslur í fyrra og þurfa að greiða þær til baka. Miðgildi ofgreiðslna árið 2023 var rúmlega 122.000 krónur en var árið 2022 rúmar 66.000 krónur. Ofgreiðslan nærri tvöfaldast því á milli ára. Á sama tíma eiga um tíu þúsund einstaklingar einneign hjá Tryggingastofnun vegna þess að þau fengu of lítið greitt. Miðgildi inneigna er rúmlega 73.000 krónur og lækkaði lítillega frá árinu áður þegar það var 77 þúsund. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Tryggingastofnun, TR. Þau sem eiga inneign fá hana greidda næsta laugardag, 1. júní. Þar kemur einnig fram að fjöldi þeirra sem fengu ofgreitt er svipaður milli ára, eða 78 prósent árið 2023 miðað við 74 prósent árið 2022. Verðbólga og vextir ástæðan Breytinguna í ofgreiðslu má, samkvæmt tilkynningu, fyrst og fremst rekja til verðbólgu og vaxtastigs. Það hafi haft mikil áhrif á lífeyrissjóðsgreiðslur og fjármagnstekjur. Í tilkynningu segir að misræmið sé vegna þess að greiðslur frá Tryggingastofnun byggja á tekjuáætlunum lífeyrisþega. Það er hvað þeir telja að þeir muni hafa í tekjur á komandi ári. „Endurreikningurinn sem birtist nú byggir á tekjuupplýsingum úr staðfestum skattframtölum fyrir árið 2023. Þessi samanburður leiðir í ljós hvort lífeyrisþegi hafi fengið greitt í samræmi við réttindi sín, eða hvort frávik valdi því að um van – eða ofgreiðslu hafi verið að ræða á síðastliðnu ári. Eðlilegt er að frávik á greiðslum komi fram við endurreikning þar sem erfitt getur reynst að áætla tekjur fram í tímann,“ segir í tilkynningunni. Bæta upplýsingaflæði Þar kemur einnig fram að þótt svo að lífeyrisþegar beri ábyrgð á að tekjuskráning sín sé sem réttust sé starfsfólk TR stöðugt að leita leiða til þess að draga úr því misræmi sem getur orðið á milli tekjuáætlunar og rauntekna. Þannig er sífellt unnið að betra upplýsingaflæði milli TR og lífeyrissjóða sem og við skattyfirvöld. Í vor var undirritað samkomulag við lífeyrissjóði um stafræna miðlun upplýsinga varðandi umsóknir til lífeyrissjóða. Þá hvetja þau lífeyrisþegar til að breyta tekjuáætlunum sínum inni á Mínum síðum TR ef tekjur breytast. Þá hefur TR kynnt nýtt greiðslufyrirkomulag þar sem viðkomandi fær eina greiðslu á ári. Það geti hentað þeim vel þeim sem fái tiltölulega lágar greiðslur mánaðarlega. Á heimasíðu TR er hægt að fá nánari upplýsingar um það hvernig er hægt að haga endurgreiðslu vegna ofgreiðslu. Efnahagsmál Eldri borgarar Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Á sama tíma eiga um tíu þúsund einstaklingar einneign hjá Tryggingastofnun vegna þess að þau fengu of lítið greitt. Miðgildi inneigna er rúmlega 73.000 krónur og lækkaði lítillega frá árinu áður þegar það var 77 þúsund. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Tryggingastofnun, TR. Þau sem eiga inneign fá hana greidda næsta laugardag, 1. júní. Þar kemur einnig fram að fjöldi þeirra sem fengu ofgreitt er svipaður milli ára, eða 78 prósent árið 2023 miðað við 74 prósent árið 2022. Verðbólga og vextir ástæðan Breytinguna í ofgreiðslu má, samkvæmt tilkynningu, fyrst og fremst rekja til verðbólgu og vaxtastigs. Það hafi haft mikil áhrif á lífeyrissjóðsgreiðslur og fjármagnstekjur. Í tilkynningu segir að misræmið sé vegna þess að greiðslur frá Tryggingastofnun byggja á tekjuáætlunum lífeyrisþega. Það er hvað þeir telja að þeir muni hafa í tekjur á komandi ári. „Endurreikningurinn sem birtist nú byggir á tekjuupplýsingum úr staðfestum skattframtölum fyrir árið 2023. Þessi samanburður leiðir í ljós hvort lífeyrisþegi hafi fengið greitt í samræmi við réttindi sín, eða hvort frávik valdi því að um van – eða ofgreiðslu hafi verið að ræða á síðastliðnu ári. Eðlilegt er að frávik á greiðslum komi fram við endurreikning þar sem erfitt getur reynst að áætla tekjur fram í tímann,“ segir í tilkynningunni. Bæta upplýsingaflæði Þar kemur einnig fram að þótt svo að lífeyrisþegar beri ábyrgð á að tekjuskráning sín sé sem réttust sé starfsfólk TR stöðugt að leita leiða til þess að draga úr því misræmi sem getur orðið á milli tekjuáætlunar og rauntekna. Þannig er sífellt unnið að betra upplýsingaflæði milli TR og lífeyrissjóða sem og við skattyfirvöld. Í vor var undirritað samkomulag við lífeyrissjóði um stafræna miðlun upplýsinga varðandi umsóknir til lífeyrissjóða. Þá hvetja þau lífeyrisþegar til að breyta tekjuáætlunum sínum inni á Mínum síðum TR ef tekjur breytast. Þá hefur TR kynnt nýtt greiðslufyrirkomulag þar sem viðkomandi fær eina greiðslu á ári. Það geti hentað þeim vel þeim sem fái tiltölulega lágar greiðslur mánaðarlega. Á heimasíðu TR er hægt að fá nánari upplýsingar um það hvernig er hægt að haga endurgreiðslu vegna ofgreiðslu.
Efnahagsmál Eldri borgarar Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira