Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2024 14:16 Lögreglan rannsakar nú andlát sambýlisfólks á sjötugsaldri sem fannst í heimahúsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. Lögreglumenn fundu lík karls og konu á sjötugsaldri þegar þeir fóru inn í einbýlishús við Hlíðarveg í Bolungarvík í gærkvöldi. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var flogið vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að aðstoða við rannsóknina. Í yfirlýsingu sem lögreglan á Vestfjörðum sendi frá sér í morgun kom fram að ekkert benti til þess að saknæmur atburður hefði átt sér stað „eins og staðan er“. Helgi Jensson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir Vísi að enginn hafi stöðu grunaðs við rannsóknina. „Krufningin mun kannski leiða eitthvað annað í ljós, við vitum það ekki. Það er bara það sem gæti hugsanlega breytt þessu,“ segir hann. Líkin hafa þegar verið send suður til Reykjavíkur og segist Helgi vonast til þess að þau verið krufin strax í þessari viku. Helgi segist hvorki geta tjáð sig um hvort að áverkar hafi verið á líkum fólksins þegar þau fundust né hvort að vopn hafi fundist í húsinu á þessu stigi málsins. Hann getur þó staðfest að fólkið hafi líklega verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fóru inn í húsið. Krufning skýri mögulega frekar hvenær fólkið lést nákvæmlega. Skrýtin tilviljun þegar tvennt finnst látið Spurður að því hvers vegna tæknideildin var kölluð til aðstoðar með slíkum hraða segir Helgi ástæðuna fyrst og fremst þá að tvær manneskjur hafi fundist látnar á sama tíma. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum.Stjórnarráðið „Bara af því að það finnast tvö lík. Það er náttúrulega alvanalegt að það finnist eitt lík af öldruðu fólki í heimahúsi. Það kemur fyrir af og til og það er auðvitað rannsakað en við erum kannski alltaf að biðja um tæknideild þá ef það eru ekki neinar vísbendingar um neitt. En þegar það eru tveir þá er það dálítið skrýtin tilviljun. Þess vegna var það bara ástæða fyrir okkur að fara í alvöru rannsókn strax,“ segir lögreglustjórinn. Lögreglumál Bolungarvík Tengdar fréttir Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37 „Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. 28. maí 2024 11:10 Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Lögreglumenn fundu lík karls og konu á sjötugsaldri þegar þeir fóru inn í einbýlishús við Hlíðarveg í Bolungarvík í gærkvöldi. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var flogið vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að aðstoða við rannsóknina. Í yfirlýsingu sem lögreglan á Vestfjörðum sendi frá sér í morgun kom fram að ekkert benti til þess að saknæmur atburður hefði átt sér stað „eins og staðan er“. Helgi Jensson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir Vísi að enginn hafi stöðu grunaðs við rannsóknina. „Krufningin mun kannski leiða eitthvað annað í ljós, við vitum það ekki. Það er bara það sem gæti hugsanlega breytt þessu,“ segir hann. Líkin hafa þegar verið send suður til Reykjavíkur og segist Helgi vonast til þess að þau verið krufin strax í þessari viku. Helgi segist hvorki geta tjáð sig um hvort að áverkar hafi verið á líkum fólksins þegar þau fundust né hvort að vopn hafi fundist í húsinu á þessu stigi málsins. Hann getur þó staðfest að fólkið hafi líklega verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fóru inn í húsið. Krufning skýri mögulega frekar hvenær fólkið lést nákvæmlega. Skrýtin tilviljun þegar tvennt finnst látið Spurður að því hvers vegna tæknideildin var kölluð til aðstoðar með slíkum hraða segir Helgi ástæðuna fyrst og fremst þá að tvær manneskjur hafi fundist látnar á sama tíma. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum.Stjórnarráðið „Bara af því að það finnast tvö lík. Það er náttúrulega alvanalegt að það finnist eitt lík af öldruðu fólki í heimahúsi. Það kemur fyrir af og til og það er auðvitað rannsakað en við erum kannski alltaf að biðja um tæknideild þá ef það eru ekki neinar vísbendingar um neitt. En þegar það eru tveir þá er það dálítið skrýtin tilviljun. Þess vegna var það bara ástæða fyrir okkur að fara í alvöru rannsókn strax,“ segir lögreglustjórinn.
Lögreglumál Bolungarvík Tengdar fréttir Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37 „Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. 28. maí 2024 11:10 Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37
„Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. 28. maí 2024 11:10
Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47