„Stórkostlegt fyrir íslenskt íþróttalíf“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. maí 2024 08:01 Óskar Bjarni Óskarsson er enn að ná sér niður eftir sigurinn sem var sérlega sætur. Vísir/Diego Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, kveðst enn vera að ná sér niður eftir sögulegan árangur liðsins sem náðist með sigri á Olympiakos í Evrópuúrslitum um helgina. Það gekk á ýmsu í aðdraganda leiksins þar sem leikurinn var færður til á milli keppnishalla og þurftu Valsmenn að færa sig um hótel, til að mynda. Leikurinn var þá seint um kvöld að staðartíma og biðin óbærileg. „Biðin er oft erfið en þetta var svakaleg bið. Þetta hefur ekki verið svona síðan ég beið var fimm ár að bíða eftir jólunum í Stallaseli í gamla daga,“ segir Óskar Bjarni léttur. Valur mætti með fjögurra marka forystu í leikinn eftir þann fyrri á Hlíðarenda en það gekk allt á afturfótunum framan af leik. „Ef við náðum skoti á markið, varði hann allt. Við ætluðum að hlaupa en hlupum ekkert á meðan þeir skoruðu úr hraðaupphlaupum. Vörnin náði sér ekki á strik og þar af leiðandi náði Björgvin ekki að verja,“ segir Óskar Bjarni. Skrifað í skýin En sigurinn vannst við þessar erfiðu aðstæður og tilfinningarnar miklar í leikslok. „Það var mikill hiti í húsinu og heyrðist lítið. Það voru 7.500 manns þarna og flestir á þeirra bandi. En ég hugsaði ef við náum í vítakeppni, hlýtur það að vera skrifað í skýin að við náum klára þetta. Það var stórkostlegt úr því hvernig leikurinn var, að fá þetta í vítkappeni við þessar krefjandi aðstæður. Það var eiginlega frábært,“ segir Óskar Bjarni. Valssamfélagið kom saman Um var að ræða fjórtánda leik Vals í keppninni í vetur og sigurinn ekki síður stór fyrir alla þá sjálfboðaliða sem hafa komið að þessu stóra verkefni. „Afrekið er auðvitað alveg stórkostlegt fyrir íslenskt íþróttalíf og handboltann. Og fyrir strákana og okkur inni á vellinum. En svo er þetta mikill sigur fyrir fólkið sem er að vinna í kringum þetta. Að þau hafi verið, 80 manna hópur með okkur, að fanga með þeim eftir leik fannst mér alveg magnað,“ „Að fá að vera með öllum þeim sem eru að draga út stúkuna, hjálpa okkur að safna fé og gera allt klárt. Þetta er eitt samfélag og þetta er svona í öllum íþróttafélögunum,“ segir Óskar Bjarni. En er Óskar Bjarni ekkert búinn á því eftir þetta allt saman? „Það er smá þreyta í dag, ég viðurkenni það. En nei, nei. Þetta er svo gaman. Eins og amma mín sagði: Maður er aldrei þreyttur þegar maður er glaður,“ segir Óskar Bjarni. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Það gekk á ýmsu í aðdraganda leiksins þar sem leikurinn var færður til á milli keppnishalla og þurftu Valsmenn að færa sig um hótel, til að mynda. Leikurinn var þá seint um kvöld að staðartíma og biðin óbærileg. „Biðin er oft erfið en þetta var svakaleg bið. Þetta hefur ekki verið svona síðan ég beið var fimm ár að bíða eftir jólunum í Stallaseli í gamla daga,“ segir Óskar Bjarni léttur. Valur mætti með fjögurra marka forystu í leikinn eftir þann fyrri á Hlíðarenda en það gekk allt á afturfótunum framan af leik. „Ef við náðum skoti á markið, varði hann allt. Við ætluðum að hlaupa en hlupum ekkert á meðan þeir skoruðu úr hraðaupphlaupum. Vörnin náði sér ekki á strik og þar af leiðandi náði Björgvin ekki að verja,“ segir Óskar Bjarni. Skrifað í skýin En sigurinn vannst við þessar erfiðu aðstæður og tilfinningarnar miklar í leikslok. „Það var mikill hiti í húsinu og heyrðist lítið. Það voru 7.500 manns þarna og flestir á þeirra bandi. En ég hugsaði ef við náum í vítakeppni, hlýtur það að vera skrifað í skýin að við náum klára þetta. Það var stórkostlegt úr því hvernig leikurinn var, að fá þetta í vítkappeni við þessar krefjandi aðstæður. Það var eiginlega frábært,“ segir Óskar Bjarni. Valssamfélagið kom saman Um var að ræða fjórtánda leik Vals í keppninni í vetur og sigurinn ekki síður stór fyrir alla þá sjálfboðaliða sem hafa komið að þessu stóra verkefni. „Afrekið er auðvitað alveg stórkostlegt fyrir íslenskt íþróttalíf og handboltann. Og fyrir strákana og okkur inni á vellinum. En svo er þetta mikill sigur fyrir fólkið sem er að vinna í kringum þetta. Að þau hafi verið, 80 manna hópur með okkur, að fanga með þeim eftir leik fannst mér alveg magnað,“ „Að fá að vera með öllum þeim sem eru að draga út stúkuna, hjálpa okkur að safna fé og gera allt klárt. Þetta er eitt samfélag og þetta er svona í öllum íþróttafélögunum,“ segir Óskar Bjarni. En er Óskar Bjarni ekkert búinn á því eftir þetta allt saman? „Það er smá þreyta í dag, ég viðurkenni það. En nei, nei. Þetta er svo gaman. Eins og amma mín sagði: Maður er aldrei þreyttur þegar maður er glaður,“ segir Óskar Bjarni. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira