Bíða krufningar til að varpa ljósi á atburðarásina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2024 20:56 Bolvíkingum er brugðið vegna málsins. Vísir/Arnar Sambýlisfólk á sjötugsaldri sem fannst látið í heimahúsi í Bolungarvík hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögregla fékk ábendingu um málið. Lögreglustjórinn segir krufningu geta leitt í ljós hvort eitthvað saknæmt átti sér stað, og hvenær fólkið lést. Lögreglunni barst ábending frá íbúa í bænum um kvöldmatarleytið í gær, um að ekki væri allt með felldu í húsinu. Lögreglan braut sér í kjölfarið leið inn um glugga, þar sem húsið var læst. „Við köllum síðan, þegar við sjáum hvernig þetta lítur út, eftir aðstoð frá tæknideild. Það komu tveir menn frá tæknideild og svo kom réttarmeinafræðingur á staðinn,“ segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum Vettvangsrannsókn lauk í nótt, en Helgi segist ekki geta gefið upp hvers eðlis ábendingin sem barst var. Enginn með réttarstöðu sakbornings Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að eins og staðan væri benti ekkert til þess að saknæmur atburður hefði átt sér stað. „Eins og vettvangurinn leit út þá teljum við að það séu ekki miklar líkur á því. En við vitum það ekki almennilega fyrr en krufningin er búin. Þegar við fáum niðurstöður krufningarinnar, þá getum við sagt meira.“ Því sé enginn með réttarstöðu sakbornings á þessari stundu. Helgi gat ekki tjáð sig um hvort vopn hefði fundist á vettvangi, né hversu langt er síðan fólkið lést. „En væntanlega mun krufningin líka leiða það betur í ljós.“ Lík fólksins hafa þegar verið flutt til Reykjavíkur til krufningar, sem verði vonandi í þessari viku. Mikilvægt að tala um hlutina og standa saman Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir Bolvíkingum brugðið vegna málsins. „Þetta eru náttúrulega mikil tíðindi í okkar friðsæla litla samfélagi. Og nú tekur kannski það við að halda utan um hvort annað, þétta raðirnar og huga að þeim sem eiga um sárt að binda. Það er mikilvægast verkefni okkar, þessa stundina,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri. Eðlilega vakni upp sterkar tilfinningar hjá fólki, sama hvort það tengist málinu með beinum hætti eða ekki. „Þá er mjög mikilvægt að halda utan um hvort annað og tala um hlutina.“ Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. 28. maí 2024 14:16 Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Lögreglunni barst ábending frá íbúa í bænum um kvöldmatarleytið í gær, um að ekki væri allt með felldu í húsinu. Lögreglan braut sér í kjölfarið leið inn um glugga, þar sem húsið var læst. „Við köllum síðan, þegar við sjáum hvernig þetta lítur út, eftir aðstoð frá tæknideild. Það komu tveir menn frá tæknideild og svo kom réttarmeinafræðingur á staðinn,“ segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum Vettvangsrannsókn lauk í nótt, en Helgi segist ekki geta gefið upp hvers eðlis ábendingin sem barst var. Enginn með réttarstöðu sakbornings Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að eins og staðan væri benti ekkert til þess að saknæmur atburður hefði átt sér stað. „Eins og vettvangurinn leit út þá teljum við að það séu ekki miklar líkur á því. En við vitum það ekki almennilega fyrr en krufningin er búin. Þegar við fáum niðurstöður krufningarinnar, þá getum við sagt meira.“ Því sé enginn með réttarstöðu sakbornings á þessari stundu. Helgi gat ekki tjáð sig um hvort vopn hefði fundist á vettvangi, né hversu langt er síðan fólkið lést. „En væntanlega mun krufningin líka leiða það betur í ljós.“ Lík fólksins hafa þegar verið flutt til Reykjavíkur til krufningar, sem verði vonandi í þessari viku. Mikilvægt að tala um hlutina og standa saman Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir Bolvíkingum brugðið vegna málsins. „Þetta eru náttúrulega mikil tíðindi í okkar friðsæla litla samfélagi. Og nú tekur kannski það við að halda utan um hvort annað, þétta raðirnar og huga að þeim sem eiga um sárt að binda. Það er mikilvægast verkefni okkar, þessa stundina,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri. Eðlilega vakni upp sterkar tilfinningar hjá fólki, sama hvort það tengist málinu með beinum hætti eða ekki. „Þá er mjög mikilvægt að halda utan um hvort annað og tala um hlutina.“
Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. 28. maí 2024 14:16 Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. 28. maí 2024 14:16
Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37