Öllu tjaldað til við opnun nýrra undirganga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2024 22:51 Börn úr Sjálandsskóla koma hjólandi í gegnum göngin. Vísir/Vésteinn Ný göng undir Arnarneshæð, sem eiga að stórbæta umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, voru formlega tekin í gagnið í dag. Göngin voru opnuð við hátíðlega athöfn, þar sem fulltrúar Vegagerðar, Garðabæjar, Betri samgangna og Sjálandsskóla í Garðabæ klipptu á forláta borða. Með tilkomu ganganna þurfa gangandi og hjólandi ekki lengur að fara yfir umferðargötuna sem liggur á Arnarneshæð í Garðabæ, þar sem bílaumferð getur oft verið nokkuð þung. Fjöldi barna úr Sjálandsskóla var viðstaddur athöfnina, og spennan yfir nýju göngunum leyndi sér ekki, líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni í spilaranum hér að neðan. Þá vakti sirkusatriði ekki síðri kátínu en göngin sjálf. Bæjarfulltrúi í Garðabæ tók í sama streng og börnin, þó með örlítið meiri áherslu á samgöngubótina sem í göngunum felst, en samkvæmt næsta teljara Borgarvefsjár á Arnarnesvegi gengu tæplega 5.000 manns um stiginn sem liggur að göngunum í þessum mánuði. „Áður en þessi undirgöng komu þá urðu gangandi og hjólandi vegfarendur að fara yfir Arnarneshálsinn, yfir umferðarþunga götu. Nú er þetta komið í undirgöng og þetta er sérstaklega vel hannað með það að það er ekki mikil upphækkun í þessu. En þetta hefur aðallega með það að gera að við erum koma gangandi og hjólandi frá akandi umferð, og auka öryggi þeirra þannig,“ segir Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ.Vísir/Einar Þá gætu göngin fljótt komist á spjöld sögunnar. „Hver veit nema að nýr forseti Íslands muni nýta sér þessa leið til þess að komast á Bessastaði 1. ágúst, þegar hann festir þar búsetu?“ Garðabær Samgöngur Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira
Göngin voru opnuð við hátíðlega athöfn, þar sem fulltrúar Vegagerðar, Garðabæjar, Betri samgangna og Sjálandsskóla í Garðabæ klipptu á forláta borða. Með tilkomu ganganna þurfa gangandi og hjólandi ekki lengur að fara yfir umferðargötuna sem liggur á Arnarneshæð í Garðabæ, þar sem bílaumferð getur oft verið nokkuð þung. Fjöldi barna úr Sjálandsskóla var viðstaddur athöfnina, og spennan yfir nýju göngunum leyndi sér ekki, líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni í spilaranum hér að neðan. Þá vakti sirkusatriði ekki síðri kátínu en göngin sjálf. Bæjarfulltrúi í Garðabæ tók í sama streng og börnin, þó með örlítið meiri áherslu á samgöngubótina sem í göngunum felst, en samkvæmt næsta teljara Borgarvefsjár á Arnarnesvegi gengu tæplega 5.000 manns um stiginn sem liggur að göngunum í þessum mánuði. „Áður en þessi undirgöng komu þá urðu gangandi og hjólandi vegfarendur að fara yfir Arnarneshálsinn, yfir umferðarþunga götu. Nú er þetta komið í undirgöng og þetta er sérstaklega vel hannað með það að það er ekki mikil upphækkun í þessu. En þetta hefur aðallega með það að gera að við erum koma gangandi og hjólandi frá akandi umferð, og auka öryggi þeirra þannig,“ segir Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ.Vísir/Einar Þá gætu göngin fljótt komist á spjöld sögunnar. „Hver veit nema að nýr forseti Íslands muni nýta sér þessa leið til þess að komast á Bessastaði 1. ágúst, þegar hann festir þar búsetu?“
Garðabær Samgöngur Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira