Innlent

Undir yfir­borði kosninga­bar­áttunnar kraumi svæsinn slagur

Jón Þór Stefánsson skrifar
Snorri Másson og Örn Úlfar Sævarsson voru sammála um að ekki væri allt sem sýnist í kosningabaráttunni.
Snorri Másson og Örn Úlfar Sævarsson voru sammála um að ekki væri allt sem sýnist í kosningabaráttunni. Vísir/Vilhelm

Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs.

„En undir niðri kraumar svæsið skeytasendinga- samfélagsmiðla- jarðhræri- kvikuinnskot,“ sagði Örn í Pallborðinu á Vísi í dag þar sem hann, Ólöf Skaftatadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, og Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans ræddu um komandi forsetakosningar.

„Það er alveg ótrúlegur munur á því sem við sjáum, og því sem okkur er sent,“ sagði Örn og líkti baráttunni við fegurðarsamkeppni.

Nöfnurnar faðmast.Vísir/Vilhelm
Katrín skellihlær, líklega eftir brandara JónsVísir/Vilhelm

Snorri tók undir þetta og sagði að undir yfirborðinu væri ekki allt fallegt. Hann sagðist finna mikið fyrir þessu í sínum eigin störfum hjá Ritstjóranum.

„Ég er með vikulegan þátt þar sem ég skýt í allar áttir, stundum á þennan og stundum á hinn. Og alltaf eru viðbrögðin hjá andstæðingunum mjög vinsamleg: „Þetta var virkilega gott hjá þér.““

Snorri sagðist þá hugsa með sér: „Bíddu bara þangað til ég tek þinn fyrir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×