„Við skuldum sjálfum okkur alvöru frammistöðu á útivelli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 11:01 Ólafur Ólafsson með Dedrick Basile en þeir eru báðir í stórum hlutverkum hjá Grindavík. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavík geta í kvöld unnið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meira en áratug. Stefán Árni Pálsson ræddi við fyrirliði Grindvíkinga um leikinn við Val sem fer fram fyrir fram troðfullan Hlíðarenda. „Mér líður ósköp vel og er bara spenntur. Það er ekki að hverjum degi sem þú færð að spila oddaleik fyrir Íslandsmeistaratitlinum. Ég er fullur tilhlökkunar,“ sagði Ólafur Ólafsson. Grindavík varð síðast Íslandsmeistari árið 2013 en liðið tapaði oddaleik um titilinn vorið 2017. Það eru allir að tala um leikinn og fólk hlýtur að vera ræða mikið um hann við Ólaf. Fluttur inn í innri Njarðvík „Ég er fluttur inn í innri Njarðvík þannig að það er erfiðara að hitta mig. Ég held að mitt hús sé eina húsið í hverfinu sem er tilbúið,“ sagði Ólafur sposkur en hélt svo áfram: „Þegar ég hitti fólk þá er mikið verið að ræða þetta. Ég kannski forðast ekki fólk en ég læt minna fara fyrir mér. Ég er bara að einbeita mér að því verkefni sem er framundan. Það er alltaf gaman að hitta fólk og ræða þetta því það eru allir mjög spenntir og þá sérstaklega Grindvíkingarnir,“ sagði Ólafur. En hvað með ásókn í miða á leikinn. Hversu mörg skilaboð er Ólafur búinn að fá um miða á leikinn? Reddaði öllum í fjölskyldunni „Ég er búinn að fá nokkur en ég hef heyrt að fleiri séu búnir að fá einhverja tugi skilaboða. Ég sem betur fer náði að redda öllum mínum fjölskyldumeðlimum miðum. Það er bara meira konfekt að það sé verið að sækjast eftir því að koma að horfa á þennan leik. Þetta verður eiginlega bara ennþá skemmtilegra,“ sagði Ólafur. Hvernig er skrokkurinn eftir alla þessa leiki? „Hann er fínn. Eymsli hér og þar. Laga það fyrir leikinn og ég verð allan daginn klár á miðvikudaginn (í kvöld). Það er alveg saman hvort ég hefði slitið eitthvað ég hefði bara sprautað mig niður. Ég hefði allan daginn spilað þennan leik,“ sagði Ólafur. Ólafur segir að það sé örugglega verra fyrir stuðningsfólkið að bíða eftir leikinn en fyrir hann. „Fyrir mér þá er þetta eins og hver annar leikur þótt að þetta sé stærsti leikurinn sem við erum að fara að spila á okkar ferli. Það eru bara þrír dagar á milli leikja og þetta er bara sama prógrammið. Maður tæklar það þannig. Ég er ekki að fara of hátt eða of lágt. Ég er bara í endurhæfingu og er að hugsa um líkamann hjá mér,“ sagði Ólafur. Bara alvöru frammistaða í einum útileik Allir leikir í úrslitaeinvíginu hafa unnist á heimavelli og Grindvíkingar hafa tapað síðustu fjórum útileikjum sínum í úrslitakeppninni. Er það ekkert stressandi staðreynd fyrir Ólaf? „Við skuldum sjálfum okkur alvöru frammistöðu á útivelli. Við erum búnir að sýna alvöru frammistöðu í einum útileik og það var á móti Tindastól. Við náum ekki upp tempó á útivelli á móti Keflavík og Val. Ef þú mætir ekki klár í oddaleik um titilinn þá átti að gera eitthvað annað,“ sagði Ólafur. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Klippa: Ólafur: Þetta verður eiginlega bara ennþá skemmtilegra Subway-deild karla UMF Grindavík Valur Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
„Mér líður ósköp vel og er bara spenntur. Það er ekki að hverjum degi sem þú færð að spila oddaleik fyrir Íslandsmeistaratitlinum. Ég er fullur tilhlökkunar,“ sagði Ólafur Ólafsson. Grindavík varð síðast Íslandsmeistari árið 2013 en liðið tapaði oddaleik um titilinn vorið 2017. Það eru allir að tala um leikinn og fólk hlýtur að vera ræða mikið um hann við Ólaf. Fluttur inn í innri Njarðvík „Ég er fluttur inn í innri Njarðvík þannig að það er erfiðara að hitta mig. Ég held að mitt hús sé eina húsið í hverfinu sem er tilbúið,“ sagði Ólafur sposkur en hélt svo áfram: „Þegar ég hitti fólk þá er mikið verið að ræða þetta. Ég kannski forðast ekki fólk en ég læt minna fara fyrir mér. Ég er bara að einbeita mér að því verkefni sem er framundan. Það er alltaf gaman að hitta fólk og ræða þetta því það eru allir mjög spenntir og þá sérstaklega Grindvíkingarnir,“ sagði Ólafur. En hvað með ásókn í miða á leikinn. Hversu mörg skilaboð er Ólafur búinn að fá um miða á leikinn? Reddaði öllum í fjölskyldunni „Ég er búinn að fá nokkur en ég hef heyrt að fleiri séu búnir að fá einhverja tugi skilaboða. Ég sem betur fer náði að redda öllum mínum fjölskyldumeðlimum miðum. Það er bara meira konfekt að það sé verið að sækjast eftir því að koma að horfa á þennan leik. Þetta verður eiginlega bara ennþá skemmtilegra,“ sagði Ólafur. Hvernig er skrokkurinn eftir alla þessa leiki? „Hann er fínn. Eymsli hér og þar. Laga það fyrir leikinn og ég verð allan daginn klár á miðvikudaginn (í kvöld). Það er alveg saman hvort ég hefði slitið eitthvað ég hefði bara sprautað mig niður. Ég hefði allan daginn spilað þennan leik,“ sagði Ólafur. Ólafur segir að það sé örugglega verra fyrir stuðningsfólkið að bíða eftir leikinn en fyrir hann. „Fyrir mér þá er þetta eins og hver annar leikur þótt að þetta sé stærsti leikurinn sem við erum að fara að spila á okkar ferli. Það eru bara þrír dagar á milli leikja og þetta er bara sama prógrammið. Maður tæklar það þannig. Ég er ekki að fara of hátt eða of lágt. Ég er bara í endurhæfingu og er að hugsa um líkamann hjá mér,“ sagði Ólafur. Bara alvöru frammistaða í einum útileik Allir leikir í úrslitaeinvíginu hafa unnist á heimavelli og Grindvíkingar hafa tapað síðustu fjórum útileikjum sínum í úrslitakeppninni. Er það ekkert stressandi staðreynd fyrir Ólaf? „Við skuldum sjálfum okkur alvöru frammistöðu á útivelli. Við erum búnir að sýna alvöru frammistöðu í einum útileik og það var á móti Tindastól. Við náum ekki upp tempó á útivelli á móti Keflavík og Val. Ef þú mætir ekki klár í oddaleik um titilinn þá átti að gera eitthvað annað,“ sagði Ólafur. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Klippa: Ólafur: Þetta verður eiginlega bara ennþá skemmtilegra
Subway-deild karla UMF Grindavík Valur Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira