Hansi Flick formlega staðfestur sem stjóri Barcelona Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2024 12:04 Hansi Flick náði ótrúlegum árangri í starfi hjá Bayern Munchen og vonast til að leika það eftir hjá spænska stórveldinu. vísir/getty Barcelona hefur staðfest ráðningu Hansi Flick sem nýjan þjálfara liðsins eftir að Xavi Hernandéz var sagt upp störfum á dögunum. Ráðningin átti sér langan aðdraganda, Xavi sagði frá því í janúar að hann myndi ekki halda áfram störfum og þá fór Hansi Flick strax að æfa spænskuna. Xavi samþykkti svo beiðni Barcelona um að halda áfram en var rekinn í síðustu viku eftir að hafa gagnrýnt fjárhagsstöðu félagsins. Hansi Flick var ávallt talinn líklegasti eftirmaður hans, raunar virtist enginn annar koma til greina í umræðunni. Nú hefur ráðningin verið staðfest og Flick skrifar undir samning sem gildir til 30. júní 2026. „Með ráðningu Hansi Flick hefur félagið valið mann sem er þekktur fyrir hápressu, ákafa og áræðna spilamennsku, sem hefur notið velgengni á landsliðs- og félagsliðafótbolta og unnið nánast allt sem hægt er að vinna,“ segir í tilkynningu Barcelona. Á sínum tíma sem leikmaður var Flick miðjumaður í liði Bayern Munchen árin 1985-90 þegar félagið fagnaði fjórum deildarmeistaratitlum, einum bikartitli og lék til úrslita í Evrópubikarnum. Þjálfaraferilinn hóf hann sem aðstoðarmaður Joachim Löw hjá þýska landsliðinu árið 2006. Því starfi sinnti hann til ársins 2014 þegar Þýskaland varð heimsmeistari. Hann söðlaði um og endaði svo hjá Bayern Munchen árið 2019, fyrst sem aðstoðarmaður Niko Kovac en var fljótt orðinn aðalþjálfari liðsins. Í lok árs 2020 hafði hann stýrt liðinu til sigurs í Meistaradeildinni, þýska bikarnum, þýsku deildinni, UEFA ofurbikarnum og á HM félagsliða. Titlafimma, árangur sem aðeins Barcelona hafði afrekað áður, árið 2009 undir stjórn Pep Guardiola. Hann tók svo við af læriföður sínum Joachim Löw hjá þýska landsliðinu árið 2021 en hefur verið atvinnulaus síðan þýska knattspyrnusambandið sagði honum upp störfum í september á síðasta ári. Spænski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira
Ráðningin átti sér langan aðdraganda, Xavi sagði frá því í janúar að hann myndi ekki halda áfram störfum og þá fór Hansi Flick strax að æfa spænskuna. Xavi samþykkti svo beiðni Barcelona um að halda áfram en var rekinn í síðustu viku eftir að hafa gagnrýnt fjárhagsstöðu félagsins. Hansi Flick var ávallt talinn líklegasti eftirmaður hans, raunar virtist enginn annar koma til greina í umræðunni. Nú hefur ráðningin verið staðfest og Flick skrifar undir samning sem gildir til 30. júní 2026. „Með ráðningu Hansi Flick hefur félagið valið mann sem er þekktur fyrir hápressu, ákafa og áræðna spilamennsku, sem hefur notið velgengni á landsliðs- og félagsliðafótbolta og unnið nánast allt sem hægt er að vinna,“ segir í tilkynningu Barcelona. Á sínum tíma sem leikmaður var Flick miðjumaður í liði Bayern Munchen árin 1985-90 þegar félagið fagnaði fjórum deildarmeistaratitlum, einum bikartitli og lék til úrslita í Evrópubikarnum. Þjálfaraferilinn hóf hann sem aðstoðarmaður Joachim Löw hjá þýska landsliðinu árið 2006. Því starfi sinnti hann til ársins 2014 þegar Þýskaland varð heimsmeistari. Hann söðlaði um og endaði svo hjá Bayern Munchen árið 2019, fyrst sem aðstoðarmaður Niko Kovac en var fljótt orðinn aðalþjálfari liðsins. Í lok árs 2020 hafði hann stýrt liðinu til sigurs í Meistaradeildinni, þýska bikarnum, þýsku deildinni, UEFA ofurbikarnum og á HM félagsliða. Titlafimma, árangur sem aðeins Barcelona hafði afrekað áður, árið 2009 undir stjórn Pep Guardiola. Hann tók svo við af læriföður sínum Joachim Löw hjá þýska landsliðinu árið 2021 en hefur verið atvinnulaus síðan þýska knattspyrnusambandið sagði honum upp störfum í september á síðasta ári.
Spænski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira