Eitt glæsilegasta byggingarsvæði höfuðborgarsvæðisins Mosfellsbær 3. júní 2024 08:30 Suðurhlíðar Helgafells eru eitt glæsilegasta byggingarsvæði á höfuðborgarsvæðinu segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Mosfellsbær hefur opnað fyrir úthlutun skjólríkra útsýnislóða í hverfinu. Mynd: Axel Sigurðarson. Mosfellsbær hefur opnað fyrir úthlutun skjólsælla útsýnislóða í suðurhlíðum Helgfellshverfis. Flestar lóðirnar eru einbýlishúsa- og parhúsalóðir auk einnar raðhúsalóðar, samtals 50 lóðir. Umsóknarfrestur er til og með 19. júní 2024. „Það er óhætt að segja að Úugata, í suðurhlíðum Helgafells, sé eitt glæsilegasta byggingarsvæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Við gerum ráð fyrir því að lóðirnar verði mjög eftirsóttar enda eru ekki margar suðurhlíðar eftir á höfuðborgarsvæðinu. Því má segja að þetta sé einstakt tækifæri. Við erum með nýjan og glæsilegan grunnskóla á svæðinu, Helgafellsskóla, sem einnig er með leikskóladeild og verður fullbyggður með um 700 nemendur. Auk þess erum við að byggja íþróttahús við skólann og nýjan 120 - 150 barna leikskóla sem tekur til starfa haustið 2025 og þar með verða leikskólarnir orðnir tveir í hverfinu.” Göturnar í Helgfellshverfi heita allar eftir kvenpersónum í bókum Halldórs Laxness en Úa er persóna í bókinni Kristnihald undir jökli. Helgafellshverfi er skjólgott hverfi en Helgafell skýlir fyrir norðanáttinni. Mynd/Vilhelm. Helgafellshverfi er skjólgott hverfi og snýr vel við sól og fallegu útsýni enda sitja lóðirnar hátt í landinu. Auk þess er hverfið stutt frá miðbæ Mosfellsbæjar og allri þeirri þjónustu sem þar er í boði. „Það er lögð áhersla á fjölbreytta og manneskjulega byggð í þessu hverfi og einblínt á vandaða umhverfismótun og góða tengingu við útivistarsvæði og náttúru sem stuðlar að velferð íbúanna,“ segir Regína en Mosfellsbær er einmitt oft kallaður heilsubærinn. Helgafellsskóli er nýr og glæsilegur grunnskóla á svæðinu sem hefur einnig leikskóladeild. Auk er verið að byggja íþróttahús við skólann og nýjan 150 barna leikskóla sem tekur til starfa haustið 2025. Myndir/Gunnar Freyr Steinsson. Hún nefnir að nýja hverfið sé í nálægð við stór og fjölbreytt útivistarsvæði, bæði hverfisverndarsvæði meðfram Varmá og Skammadalslæk auk þess að vera í nálægð við Stekkjarflöt, Ævintýragarðinn og ósnortna náttúru í hlíðum Helgafells. Stutt er síðan á nokkur fell í nágrenninu. „Ég er sjálf búin að búa hér í tvö ár og bærinn er alltaf að koma mér ánægjulega á óvart. Nálægðin við náttúruna er svo áþreifanleg með öll þessi fallegu fell og grænu svæðin. Umhverfið kallar hreinlega á útivist. Svo er menningar- og íþróttalífið mjög blómlegt og mannlífið gott.” Alls eru til sölu 50 lóðir við Úugötu í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ, 30 einbýlishúsalóðir, 8 parhúsalóðir (16 íbúðir) og 1 raðhúsalóð (4 íbúðir). Mynd/ASK Arkitektar. Hverfið er afmarkað af Vesturlandsvegi til vesturs, Helgafelli til norðurs sem skýlir því fyrir norðanátt, Varmá og Skammadalslæk og verndarsvæðum þeirra til suðurs og austurs og liggur vel við meginumferðarkerfi bæjarins. Hægt er að skoða staðsetningu Helgafellshverfis á kortavef Mosfellsbæjar. „Hverfið er byggt í áföngum og eru lóðirnar sem nú eru til úthlutunar við Úugötu í seinni hluti af 5. áfanga hverfisins en áfangarnir eru alls sjö,“ segir Regína að lokum. Bæði einstaklingar og lögaðilar geta gert tilboð í lóðirnar. Ekki eru takmörk á því hversu margar lóðir hver tilboðsgjafi getur lagt fram tilboð í og fengið úthlutað í tilviki par- og raðhúsalóða. en hver tilboðsgjafi getur aðeins fengið úthlutað einni einbýlishúsalóð. Byggingariðnaður Mosfellsbær Hús og heimili Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Það er óhætt að segja að Úugata, í suðurhlíðum Helgafells, sé eitt glæsilegasta byggingarsvæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Við gerum ráð fyrir því að lóðirnar verði mjög eftirsóttar enda eru ekki margar suðurhlíðar eftir á höfuðborgarsvæðinu. Því má segja að þetta sé einstakt tækifæri. Við erum með nýjan og glæsilegan grunnskóla á svæðinu, Helgafellsskóla, sem einnig er með leikskóladeild og verður fullbyggður með um 700 nemendur. Auk þess erum við að byggja íþróttahús við skólann og nýjan 120 - 150 barna leikskóla sem tekur til starfa haustið 2025 og þar með verða leikskólarnir orðnir tveir í hverfinu.” Göturnar í Helgfellshverfi heita allar eftir kvenpersónum í bókum Halldórs Laxness en Úa er persóna í bókinni Kristnihald undir jökli. Helgafellshverfi er skjólgott hverfi en Helgafell skýlir fyrir norðanáttinni. Mynd/Vilhelm. Helgafellshverfi er skjólgott hverfi og snýr vel við sól og fallegu útsýni enda sitja lóðirnar hátt í landinu. Auk þess er hverfið stutt frá miðbæ Mosfellsbæjar og allri þeirri þjónustu sem þar er í boði. „Það er lögð áhersla á fjölbreytta og manneskjulega byggð í þessu hverfi og einblínt á vandaða umhverfismótun og góða tengingu við útivistarsvæði og náttúru sem stuðlar að velferð íbúanna,“ segir Regína en Mosfellsbær er einmitt oft kallaður heilsubærinn. Helgafellsskóli er nýr og glæsilegur grunnskóla á svæðinu sem hefur einnig leikskóladeild. Auk er verið að byggja íþróttahús við skólann og nýjan 150 barna leikskóla sem tekur til starfa haustið 2025. Myndir/Gunnar Freyr Steinsson. Hún nefnir að nýja hverfið sé í nálægð við stór og fjölbreytt útivistarsvæði, bæði hverfisverndarsvæði meðfram Varmá og Skammadalslæk auk þess að vera í nálægð við Stekkjarflöt, Ævintýragarðinn og ósnortna náttúru í hlíðum Helgafells. Stutt er síðan á nokkur fell í nágrenninu. „Ég er sjálf búin að búa hér í tvö ár og bærinn er alltaf að koma mér ánægjulega á óvart. Nálægðin við náttúruna er svo áþreifanleg með öll þessi fallegu fell og grænu svæðin. Umhverfið kallar hreinlega á útivist. Svo er menningar- og íþróttalífið mjög blómlegt og mannlífið gott.” Alls eru til sölu 50 lóðir við Úugötu í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ, 30 einbýlishúsalóðir, 8 parhúsalóðir (16 íbúðir) og 1 raðhúsalóð (4 íbúðir). Mynd/ASK Arkitektar. Hverfið er afmarkað af Vesturlandsvegi til vesturs, Helgafelli til norðurs sem skýlir því fyrir norðanátt, Varmá og Skammadalslæk og verndarsvæðum þeirra til suðurs og austurs og liggur vel við meginumferðarkerfi bæjarins. Hægt er að skoða staðsetningu Helgafellshverfis á kortavef Mosfellsbæjar. „Hverfið er byggt í áföngum og eru lóðirnar sem nú eru til úthlutunar við Úugötu í seinni hluti af 5. áfanga hverfisins en áfangarnir eru alls sjö,“ segir Regína að lokum. Bæði einstaklingar og lögaðilar geta gert tilboð í lóðirnar. Ekki eru takmörk á því hversu margar lóðir hver tilboðsgjafi getur lagt fram tilboð í og fengið úthlutað í tilviki par- og raðhúsalóða. en hver tilboðsgjafi getur aðeins fengið úthlutað einni einbýlishúsalóð.
Byggingariðnaður Mosfellsbær Hús og heimili Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira