Níu krefjast þess að vera öll saman í sjónvarpsþætti Jakob Bjarnar skrifar 29. maí 2024 15:32 Allir frambjóðendur, ef frá eru talin þau Baldur, Jón og Katrín, hafa ritað Stefáni Eiríkssyni Útvarpsstjóra, og stjórn RUV ohf, bréf þar sem þau krefjast þess í nafni lýðræðisins að þau verði öll saman í lokaþætti fyrir kosningar. Mjög brenglað sé að miða við skoðanakannanir í þessu sambandi. Níu forsetaframbjóðendur, allir að frátöldum Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir, hafa ritað opið bréf til útvarpsstjóra og stjórnar þar sem krefjast þess að allir frambjóðendur komi saman í einum og sama þættinum degi fyrir kosningar. Þetta eru þau Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon Wium, Eiríkur Ingi Jóhannesson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Traustason. Bréfið stíla þau á Stefán Eiríksson Útvarpsstjóra og stjórn RUV ohf. „Við undirrituð förum þess á leit við Ríkisútvarpið Ohf. að síðari kappræður vegna Forsetakosninga 2024 sem fyrirhugaðar eru þann 31.05 2024 verði með sama sniði og fyrri kappræðurnar sem fóru fram þann 3.mai síðastliðinn. Það er að allir frambjóðendur komi fram samtímis í einum þætti,“ segir í bréfi þeirra. Þá er tíundað að mikil og almenn ánægja hafi verið með útsendingu RUV á fyrri kappræðum og þá góðu yfirsýn sem kjósendur fengu með því fyrirkomulagi að hafa alla frambjóðendur saman. Verði ekki fallist á þá „lýðræðislegu kröfu að hafa þáttinn með sama sniði og síðast þá væri hægt að koma til móts við hugmynd RUV um tvo þætti með þeim hætti að varpa hlutkesti um það hverjir frambjóðenda raðast í hvorn þátt undir eftirliti umboðsmanna allra framboðanna. Það væri lýðræðislegt og heiðarlegt.“ Þá víkja bréfritarar að því að skoðanakannanir taki aðeins til brotabrots af kosningabæru fólki á Íslandi og ef litið sé til úrslita í síðustu forsetakosningum, þar sem úrslit voru á skjön við niðurstöður kannana, megi ljóst vera að ekki sé lýðræðislegt að skoðanakannanir séu grundvöllur ákvarðanatöku Ríkisútvarpsins. „Við skulum heldur líta til þeirra þjóða sem stöðva birtingu skoðanakannana vikum fyrir kosningar af augljósum lýðræðisástæðum svo kjósendur geti fengið næði og ráðrúm til að mynda sér skoðanir án íhlutunar einkafyrirtækja.“ Og undir rita sem sagt þrír fjórðu frambjóðenda sem gera þá kröfu að vilji þeirra verði virtur samkvæmt ofangreindu. Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þetta eru þau Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon Wium, Eiríkur Ingi Jóhannesson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Traustason. Bréfið stíla þau á Stefán Eiríksson Útvarpsstjóra og stjórn RUV ohf. „Við undirrituð förum þess á leit við Ríkisútvarpið Ohf. að síðari kappræður vegna Forsetakosninga 2024 sem fyrirhugaðar eru þann 31.05 2024 verði með sama sniði og fyrri kappræðurnar sem fóru fram þann 3.mai síðastliðinn. Það er að allir frambjóðendur komi fram samtímis í einum þætti,“ segir í bréfi þeirra. Þá er tíundað að mikil og almenn ánægja hafi verið með útsendingu RUV á fyrri kappræðum og þá góðu yfirsýn sem kjósendur fengu með því fyrirkomulagi að hafa alla frambjóðendur saman. Verði ekki fallist á þá „lýðræðislegu kröfu að hafa þáttinn með sama sniði og síðast þá væri hægt að koma til móts við hugmynd RUV um tvo þætti með þeim hætti að varpa hlutkesti um það hverjir frambjóðenda raðast í hvorn þátt undir eftirliti umboðsmanna allra framboðanna. Það væri lýðræðislegt og heiðarlegt.“ Þá víkja bréfritarar að því að skoðanakannanir taki aðeins til brotabrots af kosningabæru fólki á Íslandi og ef litið sé til úrslita í síðustu forsetakosningum, þar sem úrslit voru á skjön við niðurstöður kannana, megi ljóst vera að ekki sé lýðræðislegt að skoðanakannanir séu grundvöllur ákvarðanatöku Ríkisútvarpsins. „Við skulum heldur líta til þeirra þjóða sem stöðva birtingu skoðanakannana vikum fyrir kosningar af augljósum lýðræðisástæðum svo kjósendur geti fengið næði og ráðrúm til að mynda sér skoðanir án íhlutunar einkafyrirtækja.“ Og undir rita sem sagt þrír fjórðu frambjóðenda sem gera þá kröfu að vilji þeirra verði virtur samkvæmt ofangreindu.
Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira