Innlent

Stærri at­burður en við höfum séð áður

Jón Þór Stefánsson skrifar
Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir að um sé að ræða stærsta atburð gosana sem hafa verið í gangi á Reykjanesi undanfarið.
Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir að um sé að ræða stærsta atburð gosana sem hafa verið í gangi á Reykjanesi undanfarið. Vísir/Vilhelm

Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir að sérfræðingar hafi beðið eftir eldgosinu sem hófst í morgun vegna stöðugrar kvikusöfnunnar og landris undir Svartsengi.

„Þetta hefur verið lengri aðdragandi en að hinum gosunum. Enda byrjaði þetta gos með miklum krafti þannig það var aðeins búið að safna í þessa kraftmiklu byrjun,“ sagði Kristín í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Fyrstu mælingar af gossprunguna sýndu hana vera kílómetra langa, en svo lengdist úr henni. Syðsti hlutinn núna sem er virkur hann er rétt norðan við varnargarðana. Þannig ef við drögum línuna þaðan og alveg nyrst þá erum við með rúmlega fjögurra kílómetra langa sprungu, sem er á pari við lengstu sprungur sem hafa orðið í þessum gosum,“ sagði hún.

„Við erum að sjá meira hraunflæði og í rauninni stærri atburð en við höfum séð áður.“

Kristín segist búast við að það fari að draga úr gosinu, og það sé í raun byrjað að gerast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×