Innlent

Ung móðir með tvö smá­börn vann 8,5 milljónir króna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það er ekki á hverjum degi sem fólk vinnur í lottó.
Það er ekki á hverjum degi sem fólk vinnur í lottó. Vísir/Vilhelm

Fjölskylda í fæðingarorlofi vann 8,5 milljónir króna þegar fyrsti vinningur í Lottó féll alfarið í hennar skaut um síðustu helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Fjölskyldan er sögð nýflutt á höfuðborgarsvæðið og hafa fest kaup á eigin húsnæði ekki alls fyrir löngu og því sé þakklætið algjörlega ósvikið. 

„Ég er bara ennþá ekki að trúa þessu,“ er haft eftir eiganda vinningsmiðans. Tímasetningin gæti varla verið betri núna í orlofinu.

Vinningurinn muni auðvelda þeim að standsetja nýju íbúðina eftir eigin höfði og láta draumana um frekara nám mögulega rætast og kannski komast í langþráð frí. 

„Sú heppna sagðist alltaf spila með 10 raðir í appinu en að þessu sinni hefði hún bætt við aukamiða með fimm röðum. Hún fékk tilkynningu í appinu um þrjá rétta á aðalmiðanum en þegar hún rýndi í aukamiðann kom stóri vinningurinn í ljós!“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×