Innlent

Gekk mis­vel að tala um kvóta­kerfið á fjöru­tíu sekúndum á ensku

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Frambjóðendurnir fengu það erfiða verkefni að þurfa að tjá sig á ensku.
Frambjóðendurnir fengu það erfiða verkefni að þurfa að tjá sig á ensku. Vísir/Vilhelm

Fréttastofa ákvað að bjóða þeim frambjóðendum sem mælst hafa með mest fylgi í skoðanakönnunum í atvinnuviðtal enda sækjast þeir allir eftir sama starfinu og er vinnuveitandinn íslenska þjóðin.

Í þessum seinni hluta viðtalsins fengu frambjóðendur það verkefni að segja nýkjörnum forsætisráðherra Bretlands frá kvótakerfinu og ólíkum sjónarmiðum í þeim efnum á ensku. Frambjóðendum gekk mis vel og ákvað einn að tala við forsætisráðherrann á íslensku.

Þá voru umsækjendur um forsetaembættið settir í hraðaspurningar um vinnustaðinn Ísland. 

Hvaða biskup var hálshöggvinn í Skálholti 1550? Hvað heitir aðalpersónan í Englum alheimsins? Eru egg í Gunnars majónesi?


Tengdar fréttir

Féllu á tíma þegar kom að veikleikum í starfi

Fréttastofa ákvað að bjóða þeim frambjóðendum sem mælst hafa með mest fylgi í skoðanakönnunum í atvinnuviðtal enda sækjast þeir allir eftir sama starfinu og er vinnuveitandinn íslenska þjóðin.

Bein útsending: Kappræður á Stöð 2 sem gætu skipt sköpum

Þeir sex forsetaframbjóðendur sem mælst hafa efstir í könnunum undanfarnar vikur mæta í lokakappræður Stöðvar 2 strax að loknum kvöldfréttum. Þátturinn verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá bæði á Stöð 2 og Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×