Er Katrín, Halla T eða Halla Hrund líklegar til þess að eina þjóðina? Reynir Böðvarsson skrifar 30. maí 2024 20:01 Sú furðulega staða er nú uppi að af þeim þremur þremur frambjóðendum sem eru líklegastir samkvæmt skoðanakönnunum að ná kjöri, allt konur sem er náttúrulega sögulegt, þá er sú rótækasta til vinstri með mikin stuðning frá hægrinu og sú lengst til hægri jafnvel með stuðning frá vinstrinu. Allt er einhvernvegin öðruvísi en venjulega og fólk jafnvel mjög áttavillt. Margir virðast meira vilja ekki einhvern sérstakan frekar en að vilja einhvern. Sérstaklega á þetta við um Katrínu Jakobsdóttur þar sem fólk á samfélagsmiðlum virðast hatast svo við hana að allt annað sé betra. Ég furða mig á þassari afstöðu og vil benda fólki á að það sé ekki nóg að skoða sögu Katrínar, það þurfi þá líka að skoða sögu annara framjóðenda sem þau eru kanski í þann veg að kjósa. „Það er því nauðsynlegt að tala um fortíð frambjóðenda, þar kemur fram hver þau eru en ekki það sem þau vilja vera í þessari kosningabaráttu. Ef einhver þarf að taka afstöðu gegn fyrri athöfnum eða skoðunum þá þarf það að vera mjög vel rökfært til þess að geta talist trúverðugt. Ef það flaug ekki sem dúfa, kvakaði ekki sem dúfa en virðist gera það nú þá er það að öllum líkindum samt sem áður ekki dúfa, kanski haukur.“ Þetta skrifaði ég í kommrnti fyrir einhverjum mínútum síðan og held að margir ættu að hugleiða í jafn ríkum mæli þegar þeir ætla að kjósa gegn einhverjum að skoða vel hver annara frambjóðenda í raun sé sá frambjóðandi sem þeim líkar best. Þrjár ágætar krónur eru nokkurnveigin að jöfnu, líklegastar til þess að bera sigur úr býtum, bara ein gerir það þó. Er einhver þeirra líklegri en önnur til þess að sameina þjóðina? Er eitthvað hjá hverri og einni sem kemur í veg fyrir að geta orðið sameiningartákn þannig að þjóðin fylgi sér að baki? Ég held að þetta séu þær spurningar sem margir velti fyrir sér. Líkur eru á að jafnvel undir 30% atkvæða fylgi kjörnum forseta. Þá er mikilvægt að hin prósentin geti með tímanum sætt sig sæmilega við þann sem varð kjörinn. Katrínu Jakobsdóttur þekkjum við öll, forsætisráðherra okkar í 7 ár. Voru það mögur ár í ljósi þeirra harmfara sem gengu yfir landið, Covid og eldgos við Grindavík? Já að mínu mati vegna þess að Bjarni Benediktssin og Sjálfstæðisflokkurinn fengu að ráð nánast öllu eins og venjan er þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Þó tel ég að Katrín Jakobsdóttir hafi staðið í veginum fýrir mörgum nýfrjálshyggjusjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins og ég tel næst víst að hún hafi verið trygging fyrir því að mögulega er að vænta friðar á íslenskum vinnumarkaði. Katrín er fjölhæfu og sjarmerandi manneskja sem mundi sóma sér á Bessastöðum. Halla Tómasdóttir er náttúrulega hæf til þess að sinna þessu embætti en það getur enginn komist fram hjá því að hún væri fulltrúi fjármagnseigenda vegna þess einfaldlega að hún er ein af þeim. Hún er stór fjárfestir og hún lifir í allt öðrum heim en flest okkar. Ég efast ekki eitt sugnarblik um að hún er ágætis manneskja en ég efast um hvar hennar tryggð liggur þegar kemur að hugsanlegum og ófyrirsjáanlegum málu. Er hennar tryggð við okkur, venjulegt fólk, eða kæmi hún til með að liggja hjá félögum hennar, fjármagnseigendum? Við, mörg okkar treystum ekki þessu, annars ágæta, fólki fyrir hagsmunum okkar þegar á bjátar. Við viljum einfaldlega ekki peningavaldið á Bessastaði! Halla Hrund Logadóttir er sá frambjóðandi sem kemur úr okkar röðum, úr röðum venjulegs fólks sem hefur eftir atvikum aflað sér menntunar, mikillar eða minni, og vinnur dagana langa til þess að sjá fjölskyldu sinni farborða. Halla Hrund kemur úr umhverfi sem við flest þekkjum en hefur með eigin þrautseigju og hæfileikum brjótist á framabraut. Halla Hrund svaraði mörgum spurningum í einhverri kosningaprófi öðruvísi en ég, sumum nokkuð afgerandi öðruvísi, en ég held fast við að hún sé eini frambjóðandinn, af þessum þremur, sem hafi möguleika á að fá þjóðina að baki sér. Hún hefur sjarma Vigdísar, þekkingu Kristjáns og auðmýkt Guðna, hún hefur allt nema fortíð sem þarf að fela eða tala hljótt um. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sú furðulega staða er nú uppi að af þeim þremur þremur frambjóðendum sem eru líklegastir samkvæmt skoðanakönnunum að ná kjöri, allt konur sem er náttúrulega sögulegt, þá er sú rótækasta til vinstri með mikin stuðning frá hægrinu og sú lengst til hægri jafnvel með stuðning frá vinstrinu. Allt er einhvernvegin öðruvísi en venjulega og fólk jafnvel mjög áttavillt. Margir virðast meira vilja ekki einhvern sérstakan frekar en að vilja einhvern. Sérstaklega á þetta við um Katrínu Jakobsdóttur þar sem fólk á samfélagsmiðlum virðast hatast svo við hana að allt annað sé betra. Ég furða mig á þassari afstöðu og vil benda fólki á að það sé ekki nóg að skoða sögu Katrínar, það þurfi þá líka að skoða sögu annara framjóðenda sem þau eru kanski í þann veg að kjósa. „Það er því nauðsynlegt að tala um fortíð frambjóðenda, þar kemur fram hver þau eru en ekki það sem þau vilja vera í þessari kosningabaráttu. Ef einhver þarf að taka afstöðu gegn fyrri athöfnum eða skoðunum þá þarf það að vera mjög vel rökfært til þess að geta talist trúverðugt. Ef það flaug ekki sem dúfa, kvakaði ekki sem dúfa en virðist gera það nú þá er það að öllum líkindum samt sem áður ekki dúfa, kanski haukur.“ Þetta skrifaði ég í kommrnti fyrir einhverjum mínútum síðan og held að margir ættu að hugleiða í jafn ríkum mæli þegar þeir ætla að kjósa gegn einhverjum að skoða vel hver annara frambjóðenda í raun sé sá frambjóðandi sem þeim líkar best. Þrjár ágætar krónur eru nokkurnveigin að jöfnu, líklegastar til þess að bera sigur úr býtum, bara ein gerir það þó. Er einhver þeirra líklegri en önnur til þess að sameina þjóðina? Er eitthvað hjá hverri og einni sem kemur í veg fyrir að geta orðið sameiningartákn þannig að þjóðin fylgi sér að baki? Ég held að þetta séu þær spurningar sem margir velti fyrir sér. Líkur eru á að jafnvel undir 30% atkvæða fylgi kjörnum forseta. Þá er mikilvægt að hin prósentin geti með tímanum sætt sig sæmilega við þann sem varð kjörinn. Katrínu Jakobsdóttur þekkjum við öll, forsætisráðherra okkar í 7 ár. Voru það mögur ár í ljósi þeirra harmfara sem gengu yfir landið, Covid og eldgos við Grindavík? Já að mínu mati vegna þess að Bjarni Benediktssin og Sjálfstæðisflokkurinn fengu að ráð nánast öllu eins og venjan er þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Þó tel ég að Katrín Jakobsdóttir hafi staðið í veginum fýrir mörgum nýfrjálshyggjusjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins og ég tel næst víst að hún hafi verið trygging fyrir því að mögulega er að vænta friðar á íslenskum vinnumarkaði. Katrín er fjölhæfu og sjarmerandi manneskja sem mundi sóma sér á Bessastöðum. Halla Tómasdóttir er náttúrulega hæf til þess að sinna þessu embætti en það getur enginn komist fram hjá því að hún væri fulltrúi fjármagnseigenda vegna þess einfaldlega að hún er ein af þeim. Hún er stór fjárfestir og hún lifir í allt öðrum heim en flest okkar. Ég efast ekki eitt sugnarblik um að hún er ágætis manneskja en ég efast um hvar hennar tryggð liggur þegar kemur að hugsanlegum og ófyrirsjáanlegum málu. Er hennar tryggð við okkur, venjulegt fólk, eða kæmi hún til með að liggja hjá félögum hennar, fjármagnseigendum? Við, mörg okkar treystum ekki þessu, annars ágæta, fólki fyrir hagsmunum okkar þegar á bjátar. Við viljum einfaldlega ekki peningavaldið á Bessastaði! Halla Hrund Logadóttir er sá frambjóðandi sem kemur úr okkar röðum, úr röðum venjulegs fólks sem hefur eftir atvikum aflað sér menntunar, mikillar eða minni, og vinnur dagana langa til þess að sjá fjölskyldu sinni farborða. Halla Hrund kemur úr umhverfi sem við flest þekkjum en hefur með eigin þrautseigju og hæfileikum brjótist á framabraut. Halla Hrund svaraði mörgum spurningum í einhverri kosningaprófi öðruvísi en ég, sumum nokkuð afgerandi öðruvísi, en ég held fast við að hún sé eini frambjóðandinn, af þessum þremur, sem hafi möguleika á að fá þjóðina að baki sér. Hún hefur sjarma Vigdísar, þekkingu Kristjáns og auðmýkt Guðna, hún hefur allt nema fortíð sem þarf að fela eða tala hljótt um. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar