Sala á Landsvirkjun líkleg þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki áhuga Jón Þór Stefánsson skrifar 30. maí 2024 20:00 Ummæli Höllu Hrundar Logadóttur um mögulega sölu á Landsvirkjun hafa vakið athygli. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi telur líklegt að möguleg sala ríkisins á Landsvirkjun muni koma á borð næsta forseta jafnvel þó núverandi ríkisstjórn kannist ekki við að það standi til. Þetta kom fram í forsetakappræðum Stöðvar 2 rétt í þessu, en þar var Halla Hrund spurð út í ummæli sem hún lét falla í viðtali hjá Vísi á dögunum. „Það er mikil krafa á sölu á Landsvirkjun sem ég tel að muni koma inn á borð næsta forseta,“ sagði Halla í umræddu viðtali, en síðan hefur komið fram að ríkisstjórnin hafi þetta ekki í hyggju. Aðspurð út í það í kappræðunum sagði Halla að þó þetta mál sé ekki á borði núverandi ríkisstjórnar þá telji hún líklegt að það muni koma á næstu árum. Hún sagði að sér þætti mjög líklegt að einhver þeirra sem væru í kappræðunum yrði á Bessastöðum næstu tíu árin og að hennar mati myndi sala á Landsvirkjun koma á borð forseta á þeim tíma. „Málið er það að þetta mál hefur komið ítrekað upp í umræðunni,“ sagði Halla og minntist á þetta hafi meðal annars verið lagt til í kjölfar efnahagshrunsins. „Þetta er akkúrat dæmi um mál þar sem regluverkið okkar er að setja meiri pressu á sölu á Landsvirkjun. Ég skal segja þér af hverju: Þetta er stórt fyrirtæki á markaði, og vegna samkeppnishæfni er verið að setja pressu á að minnka slík fyrirtæki. Þannig það er alveg ljóst að þó að þessi ríkisstjórn sé ekki að fjalla um málið þá hefur það ítrekað komið upp síðasta áratug, og það er líklegt til að koma upp í samhengi við Evrópulöggjöf næsta áratug,“ sagði Halla Hrund. „Við skulum alveg hafa það á hreinu að við sem erum hér við munum líklega, eitthvert okkar, sitja sem forseti á næstu tíu árum. Það er þess vegna sem að þetta mál er líklegt til að koma upp á þeim tíma.“ Halla Hrund segir að um sé að ræða mál sem skipti „framtíðarkynslóðir öllu máli.“ Kappræðurnar má sjá hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2024 Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þetta kom fram í forsetakappræðum Stöðvar 2 rétt í þessu, en þar var Halla Hrund spurð út í ummæli sem hún lét falla í viðtali hjá Vísi á dögunum. „Það er mikil krafa á sölu á Landsvirkjun sem ég tel að muni koma inn á borð næsta forseta,“ sagði Halla í umræddu viðtali, en síðan hefur komið fram að ríkisstjórnin hafi þetta ekki í hyggju. Aðspurð út í það í kappræðunum sagði Halla að þó þetta mál sé ekki á borði núverandi ríkisstjórnar þá telji hún líklegt að það muni koma á næstu árum. Hún sagði að sér þætti mjög líklegt að einhver þeirra sem væru í kappræðunum yrði á Bessastöðum næstu tíu árin og að hennar mati myndi sala á Landsvirkjun koma á borð forseta á þeim tíma. „Málið er það að þetta mál hefur komið ítrekað upp í umræðunni,“ sagði Halla og minntist á þetta hafi meðal annars verið lagt til í kjölfar efnahagshrunsins. „Þetta er akkúrat dæmi um mál þar sem regluverkið okkar er að setja meiri pressu á sölu á Landsvirkjun. Ég skal segja þér af hverju: Þetta er stórt fyrirtæki á markaði, og vegna samkeppnishæfni er verið að setja pressu á að minnka slík fyrirtæki. Þannig það er alveg ljóst að þó að þessi ríkisstjórn sé ekki að fjalla um málið þá hefur það ítrekað komið upp síðasta áratug, og það er líklegt til að koma upp í samhengi við Evrópulöggjöf næsta áratug,“ sagði Halla Hrund. „Við skulum alveg hafa það á hreinu að við sem erum hér við munum líklega, eitthvert okkar, sitja sem forseti á næstu tíu árum. Það er þess vegna sem að þetta mál er líklegt til að koma upp á þeim tíma.“ Halla Hrund segir að um sé að ræða mál sem skipti „framtíðarkynslóðir öllu máli.“ Kappræðurnar má sjá hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2024 Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira