„Mér fannst við frábærir í dag. Þetta var frábær frammistaða allan leikinn, en svo er bara mjög svekkjandi að fá þetta mark á sig. Ef maður trúir þeirri hugmyndafræði að rýna í frammistöðu þá vitum við að þetta var frábær frammistaða í dag.“
Hann segir að hugarfar liðsins hafi staðið upp úr í leik kvöldsins.
„Attitjúdið og spiritð. Þetta andlega. Menn voru að kasta sér fyrir bolta og menn voru að pressa. Við vorum hugrakkir á boltann og sköpum fullt af færum. Hann varði nokkrum sinnum vel, strákurinn.“
Þá segist hann vera ánægður með varnarleik liðsins í kvöld, enda sköpuðu Víkingar sér afar fá færi í kvöld.
„Bara frá fremsta manni til aftasta. Menn voru að hlaupa fyrir næsta mann og leggja mikið á sig. Það er bara hrós á þjálfarateymið því þeir lögðu leikinn frábærlega upp. Mér fannst við vera með þá úti á velli. Þeir eru alltaf hættulegir, en heilt yfir var þetta flott.“
„Það vill oft vera þannig í þessum rimmum að þeir sem að mæta betur stemmdir til leiks, í bland við einhverja taktík, þeir verða ofan á. Mér fannst við vera það í dag.“
„En auðvitað er þetta svekkjandi. En þetta er langt mót og við tökum þessa frammistðu bara með áfram,“ sagði Höskuldur að lokum.