Ofurdúóið sá til þess að Dallas spilar til úrslita um NBA titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2024 06:31 Leikmenn Dallas Mavericks fagna því að Luka Doncic var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígis Vesturdeildarinnar og fékk að launum Magic Johnson bikarinn. AP/Abbie Parr Dallas Mavericks tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvíginu um NBA meistaratitilinn í körfubolta eftir stórsigur á Minnesota Timberwolves. Dallas vann leikinn 124-103 og þar með einvígið 4-1. Liðið mætir Boston Celtics í úrslitaeinvíginu. Luka Doncic og Kyrie Irving voru Úlfunum erfiðir í þessu einvígi og það var engin breyting á því í þessum fimmta leik. Luka Doncic and Kyrie Irving were outstanding in the Western Conference Finals!Luka: 32.4 PPG | 9.6 RPG | 8.2 APG | WCF MVPKyrie: 27.0 PPG | 3.6 RPG | 4.6 APGMavs will face the Celtics in the #NBAFinals presented by @YouTubeTV, beginning Thursday, 6/6 at 8:30pm/et on ABC 🍿 pic.twitter.com/DCX6Fnn983— NBA (@NBA) May 31, 2024 Báðir skoraði þeir 36 stig í leiknum en þetta ofurbakverðadúó sprengdi upp Timberwolves vörnina allt einvígið. Vörnina sem hafði gert fráfarandi meisturum Denver Nuggets svo erfitt fyrir í síðustu undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Doncic gaf tóninn í upphafi með því að skora tólf stig á fyrstu 153 sekúndum leiksins. Hann skoraði 21 stig í fyrsta leikhlutanum eða meira en allir leikmenn Timberwolves til samans. Doncic var valinn besti leikmaður einvígsins og fékk að launum Magic Johnson bikarinn. Kyrie tók síðan yfir í öðrum leikhluta þar sem hann skoraði 15 af 36 stigum sínum. Með þá báða í ham þá var ekkert skrýtið að Dallas var búið að stinga af. Saman voru þeir með 44 stig í fyrri hálfleiknum en allt lið Timberwolves skoraði 40 stig. Luka og Kyrie áttu alls þátt í 57 af 69 stigum Mavericks í hálfleiknum með því annað hvort að skora eða gefa stoðsendinguna. "I think we have a young team, outside of Kyrie. Kyrie's getting old."Luka Doncic on this year's Mavs team 🤣 pic.twitter.com/CtgYxULS6L— NBA (@NBA) May 31, 2024 Félagarnir Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns skoruðu báðir 28 stig fyrir Minnesota. Liðið vakti mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu á móti Phoenix Suns og Denver en þeir áttu engin svör við einu bestu bakvarðarsveit sem hefur spilað saman í deildinni. Þetta er í þriðja skiptið sem Dallas spilar til úrslita um titilinn en í fyrsta skiptið síðan liðið vann titilinn árið 2011. Þá var Jason Kidd leikstjórnandi liðsins en nú er hann þjálfarinn. Úrslitaeinvígi Boston og Dallas hefst ekki fyrr en eftir tæpa viku eða 6. júní og það byrjar á heimavelli Boston. MAVERICKS. CELTICS. 🍿The #NBAFinals presented by @YouTubeTV are officially set!Game 1: Thursday, June 6th at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/9U9ng7hAjr— NBA (@NBA) May 31, 2024 NBA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira
Dallas vann leikinn 124-103 og þar með einvígið 4-1. Liðið mætir Boston Celtics í úrslitaeinvíginu. Luka Doncic og Kyrie Irving voru Úlfunum erfiðir í þessu einvígi og það var engin breyting á því í þessum fimmta leik. Luka Doncic and Kyrie Irving were outstanding in the Western Conference Finals!Luka: 32.4 PPG | 9.6 RPG | 8.2 APG | WCF MVPKyrie: 27.0 PPG | 3.6 RPG | 4.6 APGMavs will face the Celtics in the #NBAFinals presented by @YouTubeTV, beginning Thursday, 6/6 at 8:30pm/et on ABC 🍿 pic.twitter.com/DCX6Fnn983— NBA (@NBA) May 31, 2024 Báðir skoraði þeir 36 stig í leiknum en þetta ofurbakverðadúó sprengdi upp Timberwolves vörnina allt einvígið. Vörnina sem hafði gert fráfarandi meisturum Denver Nuggets svo erfitt fyrir í síðustu undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Doncic gaf tóninn í upphafi með því að skora tólf stig á fyrstu 153 sekúndum leiksins. Hann skoraði 21 stig í fyrsta leikhlutanum eða meira en allir leikmenn Timberwolves til samans. Doncic var valinn besti leikmaður einvígsins og fékk að launum Magic Johnson bikarinn. Kyrie tók síðan yfir í öðrum leikhluta þar sem hann skoraði 15 af 36 stigum sínum. Með þá báða í ham þá var ekkert skrýtið að Dallas var búið að stinga af. Saman voru þeir með 44 stig í fyrri hálfleiknum en allt lið Timberwolves skoraði 40 stig. Luka og Kyrie áttu alls þátt í 57 af 69 stigum Mavericks í hálfleiknum með því annað hvort að skora eða gefa stoðsendinguna. "I think we have a young team, outside of Kyrie. Kyrie's getting old."Luka Doncic on this year's Mavs team 🤣 pic.twitter.com/CtgYxULS6L— NBA (@NBA) May 31, 2024 Félagarnir Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns skoruðu báðir 28 stig fyrir Minnesota. Liðið vakti mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu á móti Phoenix Suns og Denver en þeir áttu engin svör við einu bestu bakvarðarsveit sem hefur spilað saman í deildinni. Þetta er í þriðja skiptið sem Dallas spilar til úrslita um titilinn en í fyrsta skiptið síðan liðið vann titilinn árið 2011. Þá var Jason Kidd leikstjórnandi liðsins en nú er hann þjálfarinn. Úrslitaeinvígi Boston og Dallas hefst ekki fyrr en eftir tæpa viku eða 6. júní og það byrjar á heimavelli Boston. MAVERICKS. CELTICS. 🍿The #NBAFinals presented by @YouTubeTV are officially set!Game 1: Thursday, June 6th at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/9U9ng7hAjr— NBA (@NBA) May 31, 2024
NBA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira