Sport

NFL stjarna sökuð um dýraníð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Isaiah Buggs lék með Detroit Lions á síðustu leiktíð en skipti yfir í Kansas City Chiefs.
Isaiah Buggs lék með Detroit Lions á síðustu leiktíð en skipti yfir í Kansas City Chiefs. Getty/Perry Knotts

Isaiah Buggs er nýr leikmaður Kansas City Chiefs en hann er búinn að koma sér í vandræði áður en hann spilar sinn fyrsta leik með meisturunum.

Buggs hefur verið sakaður um dýraníð vegna slæmar meðferðar sinnar á tveimur hundum. Hann er sakaður um að hafa skilið tvo hunda eftir í tíu daga án vatns og matar. 28. mars voru Pit bull hundur og Rottweiler hundur sóttir á heimili Buggs og færðir á öruggan stað af lögreglu.

Hundarnir voru alvarlega vannærðir, umhirðulausir og umkringdir af hundaskít. Lögfræðingur Buggs segir skjólstæðing sinn neita sök og að hann skrifi aldrei undir illa meðferð á dýrum.

„Hundarnir sem um ræðir eru ekki í eigu hans og hann vissi ekki að þeir væru á lóðinni,“ sagði lögmaðurinn.

Lögfræðingurinn sakaði líka borgaryfirvöld í Tuscaloosa um að reyna að sverta nafn skjólstæðingsins.

Buggs er öflugur varnarlínumaður. Buggs lék áður með Detroit Lions en skrifaði undir eins árs samning við Choefs í febrúar. Hann fær 1,15 milljónir dollara í árslaun eða 158 milljónir króna.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×