Hvattur til að draga sig til hlés til að klekkja á Katrínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. maí 2024 10:15 Jón Gnarr sagði hvatningu um að draga sig úr kapphlaupinu ekki svara verða. Vísir/Vilhelm „Þetta er sett fram á mjög sérstakan hátt sko, sem vinsamleg ábending til mín. Og ég hef fengið þetta á Messenger, fengið það aðeins í Instagram-skilaboðum, ég hef fengið nokkur e-mail og símtöl.“ Þannig lýsti Jón Gnarr hvatningu sem hann hefur fengið til að draga sig til hlés í forsetakosningunum í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 í gær. Jón sagði um að ræða skilaboð frá stuðningsmönnum annarra framboða. „Það er verið að hvetja mig til að draga... Nú ríði á; að ef við ætlum ekki að láta Katrínu verða forseta, sem við hljótum öll einhvern veginn að vera sammála um,“ sagði Jón og hló við, „þá ríði á að gera eitthvað. Og það væri svolítið sniðugt fyrir mig að draga framboðið mitt til baka og lýsa yfir stuðningi við einhvern annan frambjóðanda.“ Jón sagðist ekki hafa svarað umræddum skilaboðum. „Mér finnst þetta ekki svara vert,“ sagði hann. „Mér finnst þetta dónaskapur. Og það var einn maður sem skrifaði mér langt bréf og ég þakkaði honum fyrir það og sagði að ég hefði hugsað mér að skrifa bók um þessar kosningar, þessa kosningabaráttu þegar henni væri lokið, og ég myndi hafa þetta bréf hans í bókinni. Og ég hef ekki heyrt í honum síðan.“ Jón kom sér hins vegar fimlega undan því að svara hvort skilaboðin hefðu komið úr einum herbúðum frekar oftar en öðrum. Heimir Már Pétursson, stjórnandi kappræðanna, spurði Baldur Þórhallsson einnig um afskipti af framboðinu hans en hann hefur áður greint frá því að hafa verið hvattur til að stíga til hliðar, ólíkt Jóni til að skapa pláss fyrir Katrínu. „Ég held að við vitum hvað „herbúðir“ þýðir,“ svaraði Baldur, spurður að því hvort um væri að ræða náin samstarfsmann Katrínar. Hann sagðist hins vegar ekki vilja nafngreina viðkomandi. Katrín sagðist ekki hafa haft vitneskju um samtalið. „Á þessum tíma var ég nú ekki einu sinni búin að ákveða að fara fram þannig að hér hefur fólk kannski verið eitthvað að fara á undan sér,“ sagði Katrín en umrætt atvik átti sér stað í mars síðastliðnum. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Þannig lýsti Jón Gnarr hvatningu sem hann hefur fengið til að draga sig til hlés í forsetakosningunum í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 í gær. Jón sagði um að ræða skilaboð frá stuðningsmönnum annarra framboða. „Það er verið að hvetja mig til að draga... Nú ríði á; að ef við ætlum ekki að láta Katrínu verða forseta, sem við hljótum öll einhvern veginn að vera sammála um,“ sagði Jón og hló við, „þá ríði á að gera eitthvað. Og það væri svolítið sniðugt fyrir mig að draga framboðið mitt til baka og lýsa yfir stuðningi við einhvern annan frambjóðanda.“ Jón sagðist ekki hafa svarað umræddum skilaboðum. „Mér finnst þetta ekki svara vert,“ sagði hann. „Mér finnst þetta dónaskapur. Og það var einn maður sem skrifaði mér langt bréf og ég þakkaði honum fyrir það og sagði að ég hefði hugsað mér að skrifa bók um þessar kosningar, þessa kosningabaráttu þegar henni væri lokið, og ég myndi hafa þetta bréf hans í bókinni. Og ég hef ekki heyrt í honum síðan.“ Jón kom sér hins vegar fimlega undan því að svara hvort skilaboðin hefðu komið úr einum herbúðum frekar oftar en öðrum. Heimir Már Pétursson, stjórnandi kappræðanna, spurði Baldur Þórhallsson einnig um afskipti af framboðinu hans en hann hefur áður greint frá því að hafa verið hvattur til að stíga til hliðar, ólíkt Jóni til að skapa pláss fyrir Katrínu. „Ég held að við vitum hvað „herbúðir“ þýðir,“ svaraði Baldur, spurður að því hvort um væri að ræða náin samstarfsmann Katrínar. Hann sagðist hins vegar ekki vilja nafngreina viðkomandi. Katrín sagðist ekki hafa haft vitneskju um samtalið. „Á þessum tíma var ég nú ekki einu sinni búin að ákveða að fara fram þannig að hér hefur fólk kannski verið eitthvað að fara á undan sér,“ sagði Katrín en umrætt atvik átti sér stað í mars síðastliðnum.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira